Kúrdar sviptir þinghelgi í Tyrklandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. maí 2016 07:00 Hiti var í þingmönnum á tyrkneska þjóðþinginu í gær þegar gengið var til atkvæða um umdeilt lagafrumvarp. Vísir/EPA „Þjóðin mín vill ekki sjá afbrotamenn á þingi,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stuttu áður en þingið samþykkti að svipta suma þingmenn þinghelgi. Alls greiddu 376 af 500 þingmönnum atkvæði með tillögu þess efnis. Þingmenn stjórnarandstöðunnar, einkum Kúrdar, eiga nú á hættu málshöfðun og jafnvel fangelsun fyrir að hafa stutt réttindabaráttu Kúrda. Alls eru það 138 þingmenn, sem nú verða sviptir þinghelgi. Þeir eiga allir yfir höfði sér dómsrannsókn. Flestir eru þeir þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna. Þar af er 51 úr CHP, flokki sósíaldemókrata, 50 úr HDP, flokki Kúrda, og einn er utan flokka. Hins vegar eru 27 þeirra úr stjórnarflokknum AKP og níu úr þjóðernisflokknum MHP, sem hefur ásamt stjórnarflokknum lagt mikla áherslu á þessa lagabreytingu. „Þetta er árás á okkur,“ hefur fréttastöðin Al Jazeera eftir einum þingmanna Kúrdaflokksins HDP, Meral Bestas. Flokkurinn komst í fyrsta sinn inn á þing í tveimur kosningum á síðasta ári, fyrst í júní og svo aftur í nóvember. Kúrdar höfðu áður setið á þjóðþinginu sem óháðir þingmenn, en buðu í fyrsta sinn fram undir merkjum flokks síns á síðasta ári. Seta þeirra á þingi kemur hins vegar í veg fyrir að flokkur Erdogans forseta hafi nægan meirihluta til að geta komið í gegn stjórnarskrárbreytingum til að styrkja völd forsetans, sem Erdogan hefur ákaft reynt að koma í gegnum þingið. Meðan þetta gerist er Evrópusambandið að taka ákvörðun um hvort veita eigi Tyrkjum heimild til að ferðast til aðildarríkja sambandsins án vegabréfsáritunar. Vegabréfafrelsi Tyrkja í Evrópusambandsríkjum er partur af samkomulagi ESB við tyrknesk stjórnvöld, sem gert var nýverið. Tyrkir hafa lofað að taka í staðinn við flóttafólki, sem farið hefur ólöglega í gegnum Tyrkland yfir til Grikklands og þaðan áfram til Evrópu. Auk þess að veita Tyrkjum vegabréfafrelsi hefur ESB greitt Tyrkjum þrjá milljarða evra, og hyggst greiða þrjá milljarða til viðbótar standi Tyrkir við sinn hluta samkomulagsins. Samtals eru þetta sex milljarðar evra eða nærri 850 milljarðar króna. Greinin birtist í Fréttablaðinu 21.maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
„Þjóðin mín vill ekki sjá afbrotamenn á þingi,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stuttu áður en þingið samþykkti að svipta suma þingmenn þinghelgi. Alls greiddu 376 af 500 þingmönnum atkvæði með tillögu þess efnis. Þingmenn stjórnarandstöðunnar, einkum Kúrdar, eiga nú á hættu málshöfðun og jafnvel fangelsun fyrir að hafa stutt réttindabaráttu Kúrda. Alls eru það 138 þingmenn, sem nú verða sviptir þinghelgi. Þeir eiga allir yfir höfði sér dómsrannsókn. Flestir eru þeir þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna. Þar af er 51 úr CHP, flokki sósíaldemókrata, 50 úr HDP, flokki Kúrda, og einn er utan flokka. Hins vegar eru 27 þeirra úr stjórnarflokknum AKP og níu úr þjóðernisflokknum MHP, sem hefur ásamt stjórnarflokknum lagt mikla áherslu á þessa lagabreytingu. „Þetta er árás á okkur,“ hefur fréttastöðin Al Jazeera eftir einum þingmanna Kúrdaflokksins HDP, Meral Bestas. Flokkurinn komst í fyrsta sinn inn á þing í tveimur kosningum á síðasta ári, fyrst í júní og svo aftur í nóvember. Kúrdar höfðu áður setið á þjóðþinginu sem óháðir þingmenn, en buðu í fyrsta sinn fram undir merkjum flokks síns á síðasta ári. Seta þeirra á þingi kemur hins vegar í veg fyrir að flokkur Erdogans forseta hafi nægan meirihluta til að geta komið í gegn stjórnarskrárbreytingum til að styrkja völd forsetans, sem Erdogan hefur ákaft reynt að koma í gegnum þingið. Meðan þetta gerist er Evrópusambandið að taka ákvörðun um hvort veita eigi Tyrkjum heimild til að ferðast til aðildarríkja sambandsins án vegabréfsáritunar. Vegabréfafrelsi Tyrkja í Evrópusambandsríkjum er partur af samkomulagi ESB við tyrknesk stjórnvöld, sem gert var nýverið. Tyrkir hafa lofað að taka í staðinn við flóttafólki, sem farið hefur ólöglega í gegnum Tyrkland yfir til Grikklands og þaðan áfram til Evrópu. Auk þess að veita Tyrkjum vegabréfafrelsi hefur ESB greitt Tyrkjum þrjá milljarða evra, og hyggst greiða þrjá milljarða til viðbótar standi Tyrkir við sinn hluta samkomulagsins. Samtals eru þetta sex milljarðar evra eða nærri 850 milljarðar króna. Greinin birtist í Fréttablaðinu 21.maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira