Söguleg stund: Clinton beitt í ræðu sinni þegar kom að Donald Trump Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. júlí 2016 07:58 Clinton fór mikinn í ræðu sinni enda var mikilvægt að hún sýndi hversu sterkur leiðtogi hún er. Vísir/EPA Hillary Clinton var fagnað innilega á flokksþingi demókrata í nótt þegar hún hélt fyrstu ræðu sína eftir að hafa formlega tekið við útnefningu flokksins til forsetaembættis Bandaríkjanna. Útnefningin er söguleg þar sem aldrei áður hefur kona verið valin forsetaframbjóðandi annars stærstu flokkanna í Bandaríkjunum. „Við náðum mikilsverðum árangri í kvöld á vegferð okkar að sterkari sameiningu þjóðarinnar: þetta er í fyrsta skipti sem stór flokkur útnefnir konu forsetaefni sitt. Þar sem ég stend hér, dóttir móður minnar og móðir dóttur minnar, þá er ég svo hamingjusöm yfir því að þessi dagur hafi runnið upp. Ég er hamingjusöm fyrir ömmur og ungar stúlkur og allar konur þar á milli. Ég er líka glöð fyrir hönd karla og drengja, því að þegar einhvers konar hindrun er ekki lengur til staðar í Bandaríkjunum, fyrir einhvern, þá ryður það brautina fyrir alla. Þegar það eru engin þök þá eru engin takmörk,“ sagði Clinton um þessa markverðu staðreynd. Clinton gerði að umtalsefni sínu hið fræga glerþak en líkingin sló í gegn á flokksþingi demókrata árið 2008 þegar Barack Obama, núverandi forseti Bandaríkjanna, fékk útnefningu Demókrataflokksins í stað hennar.Clinton ásamt Tim Kaine sem er varaforseta efni hennar.Vísir/EPAMargir fullyrða að nú, með útnefningunni, hafi glerþakið splundrast en aðrir vilja meina að það gerist ekki fyrr en kona verður kjörin forseti Bandaríkjanna í fyrsta sinn. Með ræðunni þurfti Clinton að sýna demókrötum, og bandarísku þjóðinni, að hún sé verðugt forsetaefni, hún geti barist við hinn ótrúlega Donald Trump og sameinað þjóðina þrátt fyrir að hafa verið afar umdeild. Clinton var beittust í ræðu sinni þegar hún dró skörp skil á milli sín og Trump. Hún sagði Trump beinlínis hættulegan, hún sagði að manni sem væri auðvelt að leiða í snöru á Twitter væri ekki treystandi fyrir kjarnorkuvopnum. Þá birtist Clinton kjósendum sínum sem hinn bjartsýni frambjóðandi en Trump hefur dregið upp fremur dökka mynd af ástandinu í Bandaríkjunum. Clinton lagði mikið upp úr samheldni og sameiningu, talaði um að hún ætlaði ekki að vinna vinnuna ein, enda væri það ekki hægt. Ræðu Clinton má sjá í heild sinni hér að neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Eldræða Obama á þingi demókrata: „Ekki púa, kjósið!“ Forseti Bandaríkjanna ávarpaði landsþing Demókrataflokksins í nótt. 28. júlí 2016 10:27 Hillary Clinton forsetaefni demókrata: „Stærsta sprungan í glerþakið til þessa“ Þetta er í fyrsta skipti sem kona er forsetaefni annars stóru flokkanna í Bandaríkjunum. 27. júlí 2016 10:05 Obama bjartsýnni en nokkru sinni fyrr Fjögurra daga landsþingi bandaríska Demókrataflokksins lauk í nótt með ræðu Hillary Clinton, sem verður forsetaefni í kosningunum í nóvember. Í vikunni hafa flokksleiðtogar og þekktir demókratar keppst um að hlaða á hana lofi. 29. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Hillary Clinton var fagnað innilega á flokksþingi demókrata í nótt þegar hún hélt fyrstu ræðu sína eftir að hafa formlega tekið við útnefningu flokksins til forsetaembættis Bandaríkjanna. Útnefningin er söguleg þar sem aldrei áður hefur kona verið valin forsetaframbjóðandi annars stærstu flokkanna í Bandaríkjunum. „Við náðum mikilsverðum árangri í kvöld á vegferð okkar að sterkari sameiningu þjóðarinnar: þetta er í fyrsta skipti sem stór flokkur útnefnir konu forsetaefni sitt. Þar sem ég stend hér, dóttir móður minnar og móðir dóttur minnar, þá er ég svo hamingjusöm yfir því að þessi dagur hafi runnið upp. Ég er hamingjusöm fyrir ömmur og ungar stúlkur og allar konur þar á milli. Ég er líka glöð fyrir hönd karla og drengja, því að þegar einhvers konar hindrun er ekki lengur til staðar í Bandaríkjunum, fyrir einhvern, þá ryður það brautina fyrir alla. Þegar það eru engin þök þá eru engin takmörk,“ sagði Clinton um þessa markverðu staðreynd. Clinton gerði að umtalsefni sínu hið fræga glerþak en líkingin sló í gegn á flokksþingi demókrata árið 2008 þegar Barack Obama, núverandi forseti Bandaríkjanna, fékk útnefningu Demókrataflokksins í stað hennar.Clinton ásamt Tim Kaine sem er varaforseta efni hennar.Vísir/EPAMargir fullyrða að nú, með útnefningunni, hafi glerþakið splundrast en aðrir vilja meina að það gerist ekki fyrr en kona verður kjörin forseti Bandaríkjanna í fyrsta sinn. Með ræðunni þurfti Clinton að sýna demókrötum, og bandarísku þjóðinni, að hún sé verðugt forsetaefni, hún geti barist við hinn ótrúlega Donald Trump og sameinað þjóðina þrátt fyrir að hafa verið afar umdeild. Clinton var beittust í ræðu sinni þegar hún dró skörp skil á milli sín og Trump. Hún sagði Trump beinlínis hættulegan, hún sagði að manni sem væri auðvelt að leiða í snöru á Twitter væri ekki treystandi fyrir kjarnorkuvopnum. Þá birtist Clinton kjósendum sínum sem hinn bjartsýni frambjóðandi en Trump hefur dregið upp fremur dökka mynd af ástandinu í Bandaríkjunum. Clinton lagði mikið upp úr samheldni og sameiningu, talaði um að hún ætlaði ekki að vinna vinnuna ein, enda væri það ekki hægt. Ræðu Clinton má sjá í heild sinni hér að neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Eldræða Obama á þingi demókrata: „Ekki púa, kjósið!“ Forseti Bandaríkjanna ávarpaði landsþing Demókrataflokksins í nótt. 28. júlí 2016 10:27 Hillary Clinton forsetaefni demókrata: „Stærsta sprungan í glerþakið til þessa“ Þetta er í fyrsta skipti sem kona er forsetaefni annars stóru flokkanna í Bandaríkjunum. 27. júlí 2016 10:05 Obama bjartsýnni en nokkru sinni fyrr Fjögurra daga landsþingi bandaríska Demókrataflokksins lauk í nótt með ræðu Hillary Clinton, sem verður forsetaefni í kosningunum í nóvember. Í vikunni hafa flokksleiðtogar og þekktir demókratar keppst um að hlaða á hana lofi. 29. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eldræða Obama á þingi demókrata: „Ekki púa, kjósið!“ Forseti Bandaríkjanna ávarpaði landsþing Demókrataflokksins í nótt. 28. júlí 2016 10:27
Hillary Clinton forsetaefni demókrata: „Stærsta sprungan í glerþakið til þessa“ Þetta er í fyrsta skipti sem kona er forsetaefni annars stóru flokkanna í Bandaríkjunum. 27. júlí 2016 10:05
Obama bjartsýnni en nokkru sinni fyrr Fjögurra daga landsþingi bandaríska Demókrataflokksins lauk í nótt með ræðu Hillary Clinton, sem verður forsetaefni í kosningunum í nóvember. Í vikunni hafa flokksleiðtogar og þekktir demókratar keppst um að hlaða á hana lofi. 29. júlí 2016 07:00
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent