Arnór Ingvi Traustason lagði upp eitt marka sænsku meistarana í Norrköping þegar liðið vann 3-1 sigur á AIK í úrvalsdeildinni í dag.
Christoffer Nyman kom Norrköping yfir á 23. mínútu og Nyman var aftur á ferðinni í upphafi síðari hálfleiks.
Carlos Strandberg minnkaði muninn fyrir AIK eftir klukkustundarleik, en Sebastian Andersson innsiglaði sigur Norrköping tveimur mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Arnóri Ingva.
Sænsku meistararnir eru því með níu stig eftir fyrstu fjóra leikina, en þeir hafa tapað einum af fyrstu fjórum leikjunum. AIK er með fimm stig eftir fjóra leiki.
