Forsetinn spyr hvort ekki sé hægt að sameinast um ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. september 2016 12:16 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti Fund fólksins í morgun. vísir/eyþór Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti Fund fólksins klukkan 11 í morgun en hann fer fram í Norræna húsinu og tjaldbúðum sem reistar hafa verið í Vatnsmýrinni. Forsetinn byrjaði á að segja fundargestum frá því að hann hefði haft mjög gaman af sjónvarpsþættinum Vesturálman, eða West Wing, sem fjallar um forseta Bandaríkjanna. „Þar er eitt atriði sem stendur mér fyrir hugskotssjónum núna og það var um það að forsetinn átti að halda ræðu á fundi en fyrir fundinn var tveggja tíma langur um það hvort hann ætti eða vera í jakka eða taka hann af sér og vera óformlegur og þá nær fólkinu,“ sagði Guðni. Hann sagði síðan að hann væri ekki að gefa út neina yfirlýsingu um að virðing hans fyrir embætti forseta Íslands væri ekki sú sama og áður; honum væri bara dálítið heitt og því næst fór forsetinn úr jakkanum. Í ávarpi sínu lagði Guðni út af ákalli um breytingar á stjórnarskránni en fyrir þinginu liggur núna frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra þar sem lagðar eru fram þrjár tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Forsetinn rakti það að í forsetakosningunum í sumar hefðu allir frambjóðendur verið sammála um að það þyrfti að koma inn ákvæði í stjórnarskrána um að tiltekinn fjöldi kosningabærra manna gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál, en málskotsrétturinn er nú aðeins á hendi forseta eins og kunnugt er. Guðni minntist síðan á það að allir stjórnmálaflokkar sem nú eiga sæti á þingi séu sama sinnis en þó væri staðan sú að ólíklegt væri að sátt myndi nást á þingi um þær tillögur sem nú liggja fyrir Alþingi um breytingar á stjórnarskrá. „Hér hefur verið bent á þau sannindi að allir stjórnmálaflokkar vilja að kjósendur geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Einnig að allir frambjóðendur í forsetakjöri í sumar voru sama sinnis og loks að fyrir þinginu liggur frumvarp um efnið. Að vísu felur í sér aðrar breytingar en kannski væri einmitt ráð að einblína núna á einn afmarkaðan þátt? Þá stjórnarbót sem lýtur að beinu lýðræði og rétti fólks til að segja hug sinn milliliðalaust í mikilvægustu málum,“ sagði forsetinn. Fundur fólksins er tveggja daga hátíð um samfélagsmál og stjórnmál og stendur yfir í dag og á morgun. Dagskrá fundarins er fjölbreytt en hana má nálgast hér. Tengdar fréttir Bein útsending: Fundur fólksins Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. 2. september 2016 09:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti Fund fólksins klukkan 11 í morgun en hann fer fram í Norræna húsinu og tjaldbúðum sem reistar hafa verið í Vatnsmýrinni. Forsetinn byrjaði á að segja fundargestum frá því að hann hefði haft mjög gaman af sjónvarpsþættinum Vesturálman, eða West Wing, sem fjallar um forseta Bandaríkjanna. „Þar er eitt atriði sem stendur mér fyrir hugskotssjónum núna og það var um það að forsetinn átti að halda ræðu á fundi en fyrir fundinn var tveggja tíma langur um það hvort hann ætti eða vera í jakka eða taka hann af sér og vera óformlegur og þá nær fólkinu,“ sagði Guðni. Hann sagði síðan að hann væri ekki að gefa út neina yfirlýsingu um að virðing hans fyrir embætti forseta Íslands væri ekki sú sama og áður; honum væri bara dálítið heitt og því næst fór forsetinn úr jakkanum. Í ávarpi sínu lagði Guðni út af ákalli um breytingar á stjórnarskránni en fyrir þinginu liggur núna frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra þar sem lagðar eru fram þrjár tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Forsetinn rakti það að í forsetakosningunum í sumar hefðu allir frambjóðendur verið sammála um að það þyrfti að koma inn ákvæði í stjórnarskrána um að tiltekinn fjöldi kosningabærra manna gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál, en málskotsrétturinn er nú aðeins á hendi forseta eins og kunnugt er. Guðni minntist síðan á það að allir stjórnmálaflokkar sem nú eiga sæti á þingi séu sama sinnis en þó væri staðan sú að ólíklegt væri að sátt myndi nást á þingi um þær tillögur sem nú liggja fyrir Alþingi um breytingar á stjórnarskrá. „Hér hefur verið bent á þau sannindi að allir stjórnmálaflokkar vilja að kjósendur geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Einnig að allir frambjóðendur í forsetakjöri í sumar voru sama sinnis og loks að fyrir þinginu liggur frumvarp um efnið. Að vísu felur í sér aðrar breytingar en kannski væri einmitt ráð að einblína núna á einn afmarkaðan þátt? Þá stjórnarbót sem lýtur að beinu lýðræði og rétti fólks til að segja hug sinn milliliðalaust í mikilvægustu málum,“ sagði forsetinn. Fundur fólksins er tveggja daga hátíð um samfélagsmál og stjórnmál og stendur yfir í dag og á morgun. Dagskrá fundarins er fjölbreytt en hana má nálgast hér.
Tengdar fréttir Bein útsending: Fundur fólksins Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. 2. september 2016 09:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Bein útsending: Fundur fólksins Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. 2. september 2016 09:00