Forsetinn spyr hvort ekki sé hægt að sameinast um ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. september 2016 12:16 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti Fund fólksins í morgun. vísir/eyþór Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti Fund fólksins klukkan 11 í morgun en hann fer fram í Norræna húsinu og tjaldbúðum sem reistar hafa verið í Vatnsmýrinni. Forsetinn byrjaði á að segja fundargestum frá því að hann hefði haft mjög gaman af sjónvarpsþættinum Vesturálman, eða West Wing, sem fjallar um forseta Bandaríkjanna. „Þar er eitt atriði sem stendur mér fyrir hugskotssjónum núna og það var um það að forsetinn átti að halda ræðu á fundi en fyrir fundinn var tveggja tíma langur um það hvort hann ætti eða vera í jakka eða taka hann af sér og vera óformlegur og þá nær fólkinu,“ sagði Guðni. Hann sagði síðan að hann væri ekki að gefa út neina yfirlýsingu um að virðing hans fyrir embætti forseta Íslands væri ekki sú sama og áður; honum væri bara dálítið heitt og því næst fór forsetinn úr jakkanum. Í ávarpi sínu lagði Guðni út af ákalli um breytingar á stjórnarskránni en fyrir þinginu liggur núna frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra þar sem lagðar eru fram þrjár tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Forsetinn rakti það að í forsetakosningunum í sumar hefðu allir frambjóðendur verið sammála um að það þyrfti að koma inn ákvæði í stjórnarskrána um að tiltekinn fjöldi kosningabærra manna gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál, en málskotsrétturinn er nú aðeins á hendi forseta eins og kunnugt er. Guðni minntist síðan á það að allir stjórnmálaflokkar sem nú eiga sæti á þingi séu sama sinnis en þó væri staðan sú að ólíklegt væri að sátt myndi nást á þingi um þær tillögur sem nú liggja fyrir Alþingi um breytingar á stjórnarskrá. „Hér hefur verið bent á þau sannindi að allir stjórnmálaflokkar vilja að kjósendur geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Einnig að allir frambjóðendur í forsetakjöri í sumar voru sama sinnis og loks að fyrir þinginu liggur frumvarp um efnið. Að vísu felur í sér aðrar breytingar en kannski væri einmitt ráð að einblína núna á einn afmarkaðan þátt? Þá stjórnarbót sem lýtur að beinu lýðræði og rétti fólks til að segja hug sinn milliliðalaust í mikilvægustu málum,“ sagði forsetinn. Fundur fólksins er tveggja daga hátíð um samfélagsmál og stjórnmál og stendur yfir í dag og á morgun. Dagskrá fundarins er fjölbreytt en hana má nálgast hér. Tengdar fréttir Bein útsending: Fundur fólksins Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. 2. september 2016 09:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti Fund fólksins klukkan 11 í morgun en hann fer fram í Norræna húsinu og tjaldbúðum sem reistar hafa verið í Vatnsmýrinni. Forsetinn byrjaði á að segja fundargestum frá því að hann hefði haft mjög gaman af sjónvarpsþættinum Vesturálman, eða West Wing, sem fjallar um forseta Bandaríkjanna. „Þar er eitt atriði sem stendur mér fyrir hugskotssjónum núna og það var um það að forsetinn átti að halda ræðu á fundi en fyrir fundinn var tveggja tíma langur um það hvort hann ætti eða vera í jakka eða taka hann af sér og vera óformlegur og þá nær fólkinu,“ sagði Guðni. Hann sagði síðan að hann væri ekki að gefa út neina yfirlýsingu um að virðing hans fyrir embætti forseta Íslands væri ekki sú sama og áður; honum væri bara dálítið heitt og því næst fór forsetinn úr jakkanum. Í ávarpi sínu lagði Guðni út af ákalli um breytingar á stjórnarskránni en fyrir þinginu liggur núna frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra þar sem lagðar eru fram þrjár tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Forsetinn rakti það að í forsetakosningunum í sumar hefðu allir frambjóðendur verið sammála um að það þyrfti að koma inn ákvæði í stjórnarskrána um að tiltekinn fjöldi kosningabærra manna gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál, en málskotsrétturinn er nú aðeins á hendi forseta eins og kunnugt er. Guðni minntist síðan á það að allir stjórnmálaflokkar sem nú eiga sæti á þingi séu sama sinnis en þó væri staðan sú að ólíklegt væri að sátt myndi nást á þingi um þær tillögur sem nú liggja fyrir Alþingi um breytingar á stjórnarskrá. „Hér hefur verið bent á þau sannindi að allir stjórnmálaflokkar vilja að kjósendur geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Einnig að allir frambjóðendur í forsetakjöri í sumar voru sama sinnis og loks að fyrir þinginu liggur frumvarp um efnið. Að vísu felur í sér aðrar breytingar en kannski væri einmitt ráð að einblína núna á einn afmarkaðan þátt? Þá stjórnarbót sem lýtur að beinu lýðræði og rétti fólks til að segja hug sinn milliliðalaust í mikilvægustu málum,“ sagði forsetinn. Fundur fólksins er tveggja daga hátíð um samfélagsmál og stjórnmál og stendur yfir í dag og á morgun. Dagskrá fundarins er fjölbreytt en hana má nálgast hér.
Tengdar fréttir Bein útsending: Fundur fólksins Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. 2. september 2016 09:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Bein útsending: Fundur fólksins Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. 2. september 2016 09:00