Hinir tveir, þeir Cruz og John Kasich, binda nú vonir við að enginn þeirra nái tilætluðum fjölda. Gerist það, verður útnefningin á komandi landsþingi í höndum leiðtoga flokksins en ekki kjósenda.
Demókratar í Wisconsin gengu einnig að kjörborðinu í gær til að velja sinn mann fyrir komandi forsetakosningar. Þar fór Bernie Sanders með góðan sigur af hólmi gegn Hillary Clinton. Sanders hafði betur í öllum sýslum ríkisins nema í einni, Milwaukiee.
Þrátt fyrir það nær hann lítið að saxa á forskotið sem Hillary hefur náð á hann, því í Wisconsin er kjörmönnum útlhlutað hlutfallslega. Áttatíu og sex kjörmenn eru í boði og svo virðist sem Sanders tryggi sér 44 en Clinton 28. Sanders hefur þó átt góðu gengi að fagna undanfarið, hann hefur sigrað í sex af síðustu sjö ríkjum.