Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Jóhann Óli eiðsson skrifar 6. apríl 2016 21:25 Sigurður Ingi og Bjarni tilkynna fréttamönnum niðurstöðu sína. vísir/ernir Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður enn við völd fram á haust en þá verður þing rofið og gengið til kosningar. Nákvæmur kjördagur liggur ekki fyrir. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, verðandi forsætisráðherra, og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á Alþingi nú áðan. „Samkomulag náðist okkar í milli að halda ríkisstjórnarsamstarfi áfram á grundvelli sömu verkaskiptingar. Það liggur fyrir skýr, stór meirihluti fyrir áframhaldandi samstarfi,“ sagði Bjarni Benediktsson. Ríkisstjórnin mun starfa áfram eftir sama stjórnarsáttmála og flokkarnir munu halda sínum ráðherraembættum. Í máli ráðherranna kom fram að afnám gjaldeyrishafta væri stærsta þingmálið sem ætti eftir að afgreiða en það kæmi inn í þingið eftir tvær til þrjár vikur. „Við ætlum að stíga viðbótarskref til að virkja lýðræðið og koma til móts við stöðuna sem hefur myndast. Við hyggjumst stefna að því að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og halda kosningar í haust. Nákvæm dagsetning veltur á framvindu þingmála,“ sagði Bjarni. Stytting um eitt löggjafarþing þýðir að kosið verður mjög snemma í haust eða síðla sumars.Utanþingsráðherra tilnefndur af Sigmundi Davíð „Það sem er mikilvægast er að ríkisstjórnin heldur áfram að vinna að þeim glæsilegu, stóru verkefnum sem við höfum unnið að. Við munum leggja áherslu á stóru málin fram að kosningum,“ sagði verðandi forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson. Í máli hans kom fram að algjör eining sé innan þingflokks Framsóknarflokksins með breytingarnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður óbreyttur þingmaður en inn í ríkisstjórnina kemur Lilja Alfreðsdóttir sem að undanförnu hefur starfað sem efnahagslegur ráðgjafi fráfarandi forsætisráðherra. Það var tillaga Sigmundar að Lilja tæki við ráðherraembætti. Ekki liggur fyrir við hvaða embætti hún mun taka eða hvort frekari breytingar verði á ráðherraksipan Framsóknarflokksins. Aðspurður um hvort ekki hefði komið til greina að rjúfa þing núna svaraði Bjarni því að svo hefði ekki verið. „Stjórnarandstaðan er í rusli og enginn flokkanna er að mælast vel. Það er einn flokkur sem mælist vel tímabundið.“ Stjórnarandstaðan hefur boðað vantrausts- og þingrofstillögu á stjórnina. „Við munum svara þeirri tillögu með atkvæðum 38 stjórnarþingmanna.“ Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00 Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Niðurstaða liggur fyrir í viðræðum stjórnarflokkanna en þingflokkarnir eiga eftir að funda. 6. apríl 2016 18:07 Lilja Alfreðsdóttir ráðherraefni Framsóknar Sigurður Ingi Jóhannsson verður næsti forsætisráðherra. 6. apríl 2016 20:33 Sigmundi líst „mjög vel“ á að verða óbreyttur þingmaður Ráðherrar eru mættir í Alþingishúið. 6. apríl 2016 19:07 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður enn við völd fram á haust en þá verður þing rofið og gengið til kosningar. Nákvæmur kjördagur liggur ekki fyrir. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, verðandi forsætisráðherra, og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á Alþingi nú áðan. „Samkomulag náðist okkar í milli að halda ríkisstjórnarsamstarfi áfram á grundvelli sömu verkaskiptingar. Það liggur fyrir skýr, stór meirihluti fyrir áframhaldandi samstarfi,“ sagði Bjarni Benediktsson. Ríkisstjórnin mun starfa áfram eftir sama stjórnarsáttmála og flokkarnir munu halda sínum ráðherraembættum. Í máli ráðherranna kom fram að afnám gjaldeyrishafta væri stærsta þingmálið sem ætti eftir að afgreiða en það kæmi inn í þingið eftir tvær til þrjár vikur. „Við ætlum að stíga viðbótarskref til að virkja lýðræðið og koma til móts við stöðuna sem hefur myndast. Við hyggjumst stefna að því að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og halda kosningar í haust. Nákvæm dagsetning veltur á framvindu þingmála,“ sagði Bjarni. Stytting um eitt löggjafarþing þýðir að kosið verður mjög snemma í haust eða síðla sumars.Utanþingsráðherra tilnefndur af Sigmundi Davíð „Það sem er mikilvægast er að ríkisstjórnin heldur áfram að vinna að þeim glæsilegu, stóru verkefnum sem við höfum unnið að. Við munum leggja áherslu á stóru málin fram að kosningum,“ sagði verðandi forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson. Í máli hans kom fram að algjör eining sé innan þingflokks Framsóknarflokksins með breytingarnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður óbreyttur þingmaður en inn í ríkisstjórnina kemur Lilja Alfreðsdóttir sem að undanförnu hefur starfað sem efnahagslegur ráðgjafi fráfarandi forsætisráðherra. Það var tillaga Sigmundar að Lilja tæki við ráðherraembætti. Ekki liggur fyrir við hvaða embætti hún mun taka eða hvort frekari breytingar verði á ráðherraksipan Framsóknarflokksins. Aðspurður um hvort ekki hefði komið til greina að rjúfa þing núna svaraði Bjarni því að svo hefði ekki verið. „Stjórnarandstaðan er í rusli og enginn flokkanna er að mælast vel. Það er einn flokkur sem mælist vel tímabundið.“ Stjórnarandstaðan hefur boðað vantrausts- og þingrofstillögu á stjórnina. „Við munum svara þeirri tillögu með atkvæðum 38 stjórnarþingmanna.“
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00 Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Niðurstaða liggur fyrir í viðræðum stjórnarflokkanna en þingflokkarnir eiga eftir að funda. 6. apríl 2016 18:07 Lilja Alfreðsdóttir ráðherraefni Framsóknar Sigurður Ingi Jóhannsson verður næsti forsætisráðherra. 6. apríl 2016 20:33 Sigmundi líst „mjög vel“ á að verða óbreyttur þingmaður Ráðherrar eru mættir í Alþingishúið. 6. apríl 2016 19:07 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00
Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Niðurstaða liggur fyrir í viðræðum stjórnarflokkanna en þingflokkarnir eiga eftir að funda. 6. apríl 2016 18:07
Lilja Alfreðsdóttir ráðherraefni Framsóknar Sigurður Ingi Jóhannsson verður næsti forsætisráðherra. 6. apríl 2016 20:33
Sigmundi líst „mjög vel“ á að verða óbreyttur þingmaður Ráðherrar eru mættir í Alþingishúið. 6. apríl 2016 19:07