Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2016 19:03 Herði Björgvini hefur vegnað vel hjá Bristol City. vísir/hanna „Það er alltaf jafn gaman að koma heim og hitta hópinn og liðsfélagana. Þetta er sterkur hópur og alltaf gaman að spila landsleiki með þeim,“ sagði Hörður Björgvin Magnússon í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu íslenska landsliðsins í Egilshöll í kvöld. Þetta er fyrsta æfing liðsins fyrir heimaleikina gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. „Ég er búinn að sjá eitthvað af Finnunum og Tyrkjunum. Það vantar einhverja leikmenn hjá þeim eins og hjá okkur. Ég veit að þetta verða erfiðir leikir,“ sagði Hörður um andstæðingana. Varnarmaðurinn gekk í raðir enska B-deildarliðsins Bristol City eftir EM í Frakklandi í sumar. Hörður kann vel við sig hjá félaginu enda hefur það byrjað tímabilið af krafti og situr í 5. sæti B-deildarinnar eftir 11 umferðir. „Mér hefur aldrei liðið jafn vel. Þeir tóku vel á móti mér og þetta var bara eins og að koma heim til sín. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að mér og liðinu gengur svona vel, hvað liðsheildin er góð,“ sagði Hörður sem hefur leikið hverja einustu mínútu á tímabilinu og skorað eitt mark. Hann segir að gengi Bristol City sé umfram væntingar. „Það eru mjög margir nýir leikmenn og ekki búist við því að við yrðum í toppsætunum svona snemma. Þetta gengur vel og vonandi höldum við áfram að spila svona.“ Ein stærsta ástæðan fyrir góðu gengi Bristol City er frammistaða framherjans Tammys Abraham. Þessi 19 ára strákur er lánsmaður frá Chelsea og hefur slegið í gegn með Bristol City og skorað átta mörk í deildinni. „Þetta er ótrúlegt. Við misstum okkar markaskorara [Jonathan Kodjia] til Aston Villa. Það var sárt því mér fannst gaman að spila með honum. En við fengum þennan unga og efnilega leikmann, hann skoraði í fyrsta leiknum, öðrum og þriðja og komst í gang,“ sagði Hörður um Abraham sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Sjálfur segist Hörður aldrei hafa verið betri. „Ég er í toppstandi og mér líður vel, er að spila vel og þjálfarinn er ánægður með sem og stuðningsmennirnir,“ sagði Hörður sem hefur leikið sex A-landsleiki. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Sjá meira
„Það er alltaf jafn gaman að koma heim og hitta hópinn og liðsfélagana. Þetta er sterkur hópur og alltaf gaman að spila landsleiki með þeim,“ sagði Hörður Björgvin Magnússon í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu íslenska landsliðsins í Egilshöll í kvöld. Þetta er fyrsta æfing liðsins fyrir heimaleikina gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. „Ég er búinn að sjá eitthvað af Finnunum og Tyrkjunum. Það vantar einhverja leikmenn hjá þeim eins og hjá okkur. Ég veit að þetta verða erfiðir leikir,“ sagði Hörður um andstæðingana. Varnarmaðurinn gekk í raðir enska B-deildarliðsins Bristol City eftir EM í Frakklandi í sumar. Hörður kann vel við sig hjá félaginu enda hefur það byrjað tímabilið af krafti og situr í 5. sæti B-deildarinnar eftir 11 umferðir. „Mér hefur aldrei liðið jafn vel. Þeir tóku vel á móti mér og þetta var bara eins og að koma heim til sín. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að mér og liðinu gengur svona vel, hvað liðsheildin er góð,“ sagði Hörður sem hefur leikið hverja einustu mínútu á tímabilinu og skorað eitt mark. Hann segir að gengi Bristol City sé umfram væntingar. „Það eru mjög margir nýir leikmenn og ekki búist við því að við yrðum í toppsætunum svona snemma. Þetta gengur vel og vonandi höldum við áfram að spila svona.“ Ein stærsta ástæðan fyrir góðu gengi Bristol City er frammistaða framherjans Tammys Abraham. Þessi 19 ára strákur er lánsmaður frá Chelsea og hefur slegið í gegn með Bristol City og skorað átta mörk í deildinni. „Þetta er ótrúlegt. Við misstum okkar markaskorara [Jonathan Kodjia] til Aston Villa. Það var sárt því mér fannst gaman að spila með honum. En við fengum þennan unga og efnilega leikmann, hann skoraði í fyrsta leiknum, öðrum og þriðja og komst í gang,“ sagði Hörður um Abraham sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Sjálfur segist Hörður aldrei hafa verið betri. „Ég er í toppstandi og mér líður vel, er að spila vel og þjálfarinn er ánægður með sem og stuðningsmennirnir,“ sagði Hörður sem hefur leikið sex A-landsleiki.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Sjá meira