Leiðtogi Írans segir guð ekki geta fyrirgefið aftökur Sádí-Araba Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. janúar 2016 10:15 Æðsti leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei, hefur hótað stjórnvöldum í Sádí-Arabíu guðdómlegri hefnd. Vísir/AFP Æðsti leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei, hefur hótað stjórnvöldum í Sádí-Arabíu guðdómlegri hefnd vegna aftöku sjía-klerksins Sheikh Nim al-Nim aðfaranótt laugardags. Klerkurinn vinsæli barðist fyrir lýðræðisumbótum í austurhluta Sádí-Arabíu árið 2011. Hann og 46 aðrir meintir hryðjuverkamenn voru teknir af lífi en aftökurnar fóru fram á nokkrum stöðum í landinu. Flestir voru hálshöggnir en aðrir mættu örlögum sínum frammi fyrir aftökusveit. Fjölmenn mótmæli fóru fram í nokkrum ríkjum Miðausturlanda eftir að innanríkisráðuneytið í Sádí-Arabíu tilkynnti að al-Nim væri allur og meðal annars var kveikt í sádí-arabíska sendiráðinu í Teheran í Íran í gærkvöldi. Ayatollah Khamenei sagði í nótt að glæpur Sádanna væri slíkur að ómögulegt væri fyrir guð að fyrirgefa þeim. Verknaðurinn muni ásækja ráðamenn landsins um ókomna tíð. Talið er að yfirvöld í Sádí-Arabíu hafi viljað senda skýr skilaboð með aftökunum. Það er að landið muni hvorki líða árásir af hálfu súnní-múslima né sjía-múslima, sem eru í minnihluta í landinu og hafa undanfarin ár barist fyrir auknu jafnrétti, meðal annars með vinsælum klerkum á borð við al-Nim. Ayatollah Khamenei sagði í nótt að al-Nim hefði aldrei hvatt fólk til ofbeldisverka eða að ganga til liðs við vopnaðar uppreisnarsveitir. Þvert á móti hafi al-Nim lagt áherslu á opna umræðu og lýðræðisumbætur. Tengdar fréttir Aftökur draga dilk á eftir sér Mikil ólga er í Austurlöndum nær vegna aftöku Sádí-Araba á 47 einstaklingum, þar af á einum mikilsmetnum trúarleiðtoga sem var einn helsti gagnrýnandi stjórnvalda í hinu íhaldssama ríki. 2. janúar 2016 11:46 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Æðsti leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei, hefur hótað stjórnvöldum í Sádí-Arabíu guðdómlegri hefnd vegna aftöku sjía-klerksins Sheikh Nim al-Nim aðfaranótt laugardags. Klerkurinn vinsæli barðist fyrir lýðræðisumbótum í austurhluta Sádí-Arabíu árið 2011. Hann og 46 aðrir meintir hryðjuverkamenn voru teknir af lífi en aftökurnar fóru fram á nokkrum stöðum í landinu. Flestir voru hálshöggnir en aðrir mættu örlögum sínum frammi fyrir aftökusveit. Fjölmenn mótmæli fóru fram í nokkrum ríkjum Miðausturlanda eftir að innanríkisráðuneytið í Sádí-Arabíu tilkynnti að al-Nim væri allur og meðal annars var kveikt í sádí-arabíska sendiráðinu í Teheran í Íran í gærkvöldi. Ayatollah Khamenei sagði í nótt að glæpur Sádanna væri slíkur að ómögulegt væri fyrir guð að fyrirgefa þeim. Verknaðurinn muni ásækja ráðamenn landsins um ókomna tíð. Talið er að yfirvöld í Sádí-Arabíu hafi viljað senda skýr skilaboð með aftökunum. Það er að landið muni hvorki líða árásir af hálfu súnní-múslima né sjía-múslima, sem eru í minnihluta í landinu og hafa undanfarin ár barist fyrir auknu jafnrétti, meðal annars með vinsælum klerkum á borð við al-Nim. Ayatollah Khamenei sagði í nótt að al-Nim hefði aldrei hvatt fólk til ofbeldisverka eða að ganga til liðs við vopnaðar uppreisnarsveitir. Þvert á móti hafi al-Nim lagt áherslu á opna umræðu og lýðræðisumbætur.
Tengdar fréttir Aftökur draga dilk á eftir sér Mikil ólga er í Austurlöndum nær vegna aftöku Sádí-Araba á 47 einstaklingum, þar af á einum mikilsmetnum trúarleiðtoga sem var einn helsti gagnrýnandi stjórnvalda í hinu íhaldssama ríki. 2. janúar 2016 11:46 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Aftökur draga dilk á eftir sér Mikil ólga er í Austurlöndum nær vegna aftöku Sádí-Araba á 47 einstaklingum, þar af á einum mikilsmetnum trúarleiðtoga sem var einn helsti gagnrýnandi stjórnvalda í hinu íhaldssama ríki. 2. janúar 2016 11:46