Frelsi að hafa val Birta Björnsdóttir skrifar 26. mars 2016 19:30 Fyrir ári síðan blésu íslenskar konur til sóknar á samfélagsmiðlum, meðal annars til að mótmæla þeirri staðreynd að þar mega geirvörtur karla sjást en ekki kvenna. Haldið var upp á tímamótin í Laugardalslauginni í dag. Kveikjan af brjóstabyltingunni svokölluðu hér á landi var þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir birti mynd af sér berbrjósta á Twitter. Til að þagga niður í gagnrýnisröddunum, skera upp herör gegn hefndarklámi og krefjast jafnrétti og fullveldi yfir eigin líkama birti gríðarlegur fjöldi íslenskra kvenna mynd af sér berbrjósta undir alþjóðlega myllumerkinu #freethenipple. Nú ári síðar, hittust fjölmargar konur í Laugardalslauginni til að halda upp á tímamótinn. Og efri hluti sundfatanna var í mörgum tilfellum skilinn eftir heima. „Þetta er í raun mjög táknrænt. Ójöfnuður er svo ósýnilegur, en hann er kannski hvað augljósastur hér í sundi. Þar þurfa konur að hylja á sér geirvörturnar en karlar ekki,“ segir Stefaní Pálsdóttir, einn skipuleggjenda viðburðarins í dag. Sóley Sigurjónsdóttir tekur í sama streng en hún segist merkja mikla breytingu á viðhorfi fólks á þessu eina ári sem liðið er. „Ég tók sérstaklega eftir því á Twitter undanfarna daga hvað margar stelpur tóku stoltar þátt í ár. Stelpur sem annaðhvort voru smeykar við að taka þátt í fyrra eða gerðu það og leið ekki nógu vel með það. En núna fannst þeim það ekkert mál,“ sagði Sóley. Karen Björk Eyþórsdóttir, sem jafnframt er einn skipuleggjenda, sagðist vona að ekki þyrfti að skipuleggja viðburði sem þessa í framtíðinni. Konur mættu vera berar að ofan þar sem þær vildu þegar þær vildu. Berbrjósta gestir laugarinnar voru sammála um að því fylgdi frelsi að hafa val um hverju mætti klæðast í sundi. Viðtöl við sundlaugargesti má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. #FreeTheNipple Sundlaugar Tengdar fréttir Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04 Frelsun geirvörtunar fagnar árs afmæli Þær Karen Björk, Stefanía og Sóley hafa skipulagt viðburði í tilefni þess að ár er liðið frá því að samfélagsmiðlabyltingin #freethenipple átti sér stað. 23. mars 2016 09:30 Hlaut verðlaun í Tævan fyrir Free the Nipple-átakið Það er eflaust mörgum enn í fersku minni þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, 16 ára framhaldsskólanemi, birti mynd af brjóstunum sínum á Twitter fyrr á árinu en myndbirtingin var upphaf Free the Nipple-átaksins. 21. október 2015 10:50 Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Fyrir ári síðan blésu íslenskar konur til sóknar á samfélagsmiðlum, meðal annars til að mótmæla þeirri staðreynd að þar mega geirvörtur karla sjást en ekki kvenna. Haldið var upp á tímamótin í Laugardalslauginni í dag. Kveikjan af brjóstabyltingunni svokölluðu hér á landi var þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir birti mynd af sér berbrjósta á Twitter. Til að þagga niður í gagnrýnisröddunum, skera upp herör gegn hefndarklámi og krefjast jafnrétti og fullveldi yfir eigin líkama birti gríðarlegur fjöldi íslenskra kvenna mynd af sér berbrjósta undir alþjóðlega myllumerkinu #freethenipple. Nú ári síðar, hittust fjölmargar konur í Laugardalslauginni til að halda upp á tímamótinn. Og efri hluti sundfatanna var í mörgum tilfellum skilinn eftir heima. „Þetta er í raun mjög táknrænt. Ójöfnuður er svo ósýnilegur, en hann er kannski hvað augljósastur hér í sundi. Þar þurfa konur að hylja á sér geirvörturnar en karlar ekki,“ segir Stefaní Pálsdóttir, einn skipuleggjenda viðburðarins í dag. Sóley Sigurjónsdóttir tekur í sama streng en hún segist merkja mikla breytingu á viðhorfi fólks á þessu eina ári sem liðið er. „Ég tók sérstaklega eftir því á Twitter undanfarna daga hvað margar stelpur tóku stoltar þátt í ár. Stelpur sem annaðhvort voru smeykar við að taka þátt í fyrra eða gerðu það og leið ekki nógu vel með það. En núna fannst þeim það ekkert mál,“ sagði Sóley. Karen Björk Eyþórsdóttir, sem jafnframt er einn skipuleggjenda, sagðist vona að ekki þyrfti að skipuleggja viðburði sem þessa í framtíðinni. Konur mættu vera berar að ofan þar sem þær vildu þegar þær vildu. Berbrjósta gestir laugarinnar voru sammála um að því fylgdi frelsi að hafa val um hverju mætti klæðast í sundi. Viðtöl við sundlaugargesti má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
#FreeTheNipple Sundlaugar Tengdar fréttir Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04 Frelsun geirvörtunar fagnar árs afmæli Þær Karen Björk, Stefanía og Sóley hafa skipulagt viðburði í tilefni þess að ár er liðið frá því að samfélagsmiðlabyltingin #freethenipple átti sér stað. 23. mars 2016 09:30 Hlaut verðlaun í Tævan fyrir Free the Nipple-átakið Það er eflaust mörgum enn í fersku minni þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, 16 ára framhaldsskólanemi, birti mynd af brjóstunum sínum á Twitter fyrr á árinu en myndbirtingin var upphaf Free the Nipple-átaksins. 21. október 2015 10:50 Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54
Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04
Frelsun geirvörtunar fagnar árs afmæli Þær Karen Björk, Stefanía og Sóley hafa skipulagt viðburði í tilefni þess að ár er liðið frá því að samfélagsmiðlabyltingin #freethenipple átti sér stað. 23. mars 2016 09:30
Hlaut verðlaun í Tævan fyrir Free the Nipple-átakið Það er eflaust mörgum enn í fersku minni þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, 16 ára framhaldsskólanemi, birti mynd af brjóstunum sínum á Twitter fyrr á árinu en myndbirtingin var upphaf Free the Nipple-átaksins. 21. október 2015 10:50
Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30