Frelsun geirvörtunar fagnar árs afmæli Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 23. mars 2016 09:30 Karen, Stefanía og Sóley standa fyrir sundlaugarpartíi í Laugardalslaug á laugardaginn frá klukkan eitt til fjögur. Vísir/Ernir Það var fyrir tæpu ári að ungar stelpur byrjuðu að bera brjóst sín á samfélagsmiðlum þar sem þær voru búnar að fá sig fullsaddar af kynbundnu óréttlæti. Til varð #freethenipple byltingin sem átti síðar eftir að springa út og valda gífurlegri umræðu í samfélaginu og talsverðri hugarfarsbreytingu í kjölfarið. Nú um helgina á að endurtaka leikinn þar sem baráttan er hvergi nærri unnin. „Við þurfum að viðhalda umræðunni en hugmyndin var alltaf að gera þetta að árlegum viðburði. Þetta er svo mikilvægt málefni að það er aldrei hægt að minna of oft á þetta. Það er búið að vera magnað að sjá hugarfarsbreytinguna á þessu eina ári en við erum hvergi nærri hættar,“ segir Karen Björk Eyþórsdóttir sem stendur að viðburðum í kringum frelsun geirvörtunnar í ár ásamt Stefaníu Pálsdóttur og Sóleyju Sigurjónsdóttur. Alls verða þrír viðburðir tengdir #freethenipple en á laugardaginn verður sundlaugarpartí og frí bíósýning um kvöldið. „Á laugardaginn er akkúrat ár síðan byltingin átti sér stað og við ætlum að halda sundlaugarpartí í Laugardalslauginni frá klukkan eitt til fjögur. Síðan um kvöldið verður ókeypis á sýningu á kvikmyndinni Suffragette í Bíói Paradís klukkan átta. Helgina eftir, þann 2. apríl verða tónleikar á skemmtistaðnum Húrra þar sem meðal annars Sykur og Boogie Trouble koma fram.“ Frelsun geirvörtunnar er þó aðeins lítið skref í áttina að jafnrétti enda er það sýnilegasta dæmið um viðlogandi kynjamisrétti í samfélaginu. „Það er svo margt sem þarf að berjast fyrir eins og til dæmis drusluskömm á stelpur sem eru dæmdar fyrir fötin sem þær klæðast, launamisrétti og margt annað. Brjóstin eru lang sýnilegasta dæmið þrátt fyrir að það sé aðeins agnarsmár partur.“ Karen segir að það sé stutt síðan það þótti ekki tiltökumál að konur væru berar að ofan í sundi. „Þessi feimni við að sýna geirvörtuna er afleiðing klámvæðingarinnar. Við erum ekki að berjast fyrir því að ganga naktar út um allan bæ. Við viljum bara að fólk geri sér grein fyrir því að kvenkyns og karlkyns geirvörturnar eru nákvæmlega þær sömu. Það að karlar geti farið í sund í sundbuxum einum klæða en konur þurfa annaðhvort að vera í sundbol eða í sundtoppi er úrelt. Konum á að líða vel í eigin líkama.“ Það sem bar hæst í fyrra var umræðan og myndbirtingarnar á Twitter þar sem hundruð stelpna frelsuðu geirvörtuna. Karen vonast til að umræðan verði aftur tekin fyrir á samfélagsmiðlum í ár. „Internetið hefur gjörbreytt því hvernig fólk tjáir sig en við erum að vonast til að það fari mikið fyrir þessu um helgina enda er umræðan nauðsynleg og við viljum veita konum innblástur, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim.“ Sjálf segir Karen að hennar hlutverk sé ekki að vera andlit byltingarinnar heldur vilji hún hvetja aðra sem vilja leggja sitt af mörkum til þess að vekja athygli á málstaðnum. „Við skorum á fólk að taka þátt og setja upp fleiri viðburði til styrktar málstaðnum.“ #FreeTheNipple Tengdar fréttir Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 Bongóblíða á landsleiknum og við frelsun geirvörtunnar Það mun viðra vel á landsleik Íslands og Tékklands annað kvöld sem og á laugardaginn þegar geirvörturnar verða frelsaðar á Austurvelli ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2015 10:33 Ofurfyrirsæta í brjóstastríði við Instagram Fyrirsætan Chrissy Teigen virðist vera í stríði við samskiptamiðilinn Instagram en hún hefur nokkrum sinnum sett inn mynd af sér berbrjósta undanfarin sólarhring. 30. júní 2015 10:18 Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
Það var fyrir tæpu ári að ungar stelpur byrjuðu að bera brjóst sín á samfélagsmiðlum þar sem þær voru búnar að fá sig fullsaddar af kynbundnu óréttlæti. Til varð #freethenipple byltingin sem átti síðar eftir að springa út og valda gífurlegri umræðu í samfélaginu og talsverðri hugarfarsbreytingu í kjölfarið. Nú um helgina á að endurtaka leikinn þar sem baráttan er hvergi nærri unnin. „Við þurfum að viðhalda umræðunni en hugmyndin var alltaf að gera þetta að árlegum viðburði. Þetta er svo mikilvægt málefni að það er aldrei hægt að minna of oft á þetta. Það er búið að vera magnað að sjá hugarfarsbreytinguna á þessu eina ári en við erum hvergi nærri hættar,“ segir Karen Björk Eyþórsdóttir sem stendur að viðburðum í kringum frelsun geirvörtunnar í ár ásamt Stefaníu Pálsdóttur og Sóleyju Sigurjónsdóttur. Alls verða þrír viðburðir tengdir #freethenipple en á laugardaginn verður sundlaugarpartí og frí bíósýning um kvöldið. „Á laugardaginn er akkúrat ár síðan byltingin átti sér stað og við ætlum að halda sundlaugarpartí í Laugardalslauginni frá klukkan eitt til fjögur. Síðan um kvöldið verður ókeypis á sýningu á kvikmyndinni Suffragette í Bíói Paradís klukkan átta. Helgina eftir, þann 2. apríl verða tónleikar á skemmtistaðnum Húrra þar sem meðal annars Sykur og Boogie Trouble koma fram.“ Frelsun geirvörtunnar er þó aðeins lítið skref í áttina að jafnrétti enda er það sýnilegasta dæmið um viðlogandi kynjamisrétti í samfélaginu. „Það er svo margt sem þarf að berjast fyrir eins og til dæmis drusluskömm á stelpur sem eru dæmdar fyrir fötin sem þær klæðast, launamisrétti og margt annað. Brjóstin eru lang sýnilegasta dæmið þrátt fyrir að það sé aðeins agnarsmár partur.“ Karen segir að það sé stutt síðan það þótti ekki tiltökumál að konur væru berar að ofan í sundi. „Þessi feimni við að sýna geirvörtuna er afleiðing klámvæðingarinnar. Við erum ekki að berjast fyrir því að ganga naktar út um allan bæ. Við viljum bara að fólk geri sér grein fyrir því að kvenkyns og karlkyns geirvörturnar eru nákvæmlega þær sömu. Það að karlar geti farið í sund í sundbuxum einum klæða en konur þurfa annaðhvort að vera í sundbol eða í sundtoppi er úrelt. Konum á að líða vel í eigin líkama.“ Það sem bar hæst í fyrra var umræðan og myndbirtingarnar á Twitter þar sem hundruð stelpna frelsuðu geirvörtuna. Karen vonast til að umræðan verði aftur tekin fyrir á samfélagsmiðlum í ár. „Internetið hefur gjörbreytt því hvernig fólk tjáir sig en við erum að vonast til að það fari mikið fyrir þessu um helgina enda er umræðan nauðsynleg og við viljum veita konum innblástur, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim.“ Sjálf segir Karen að hennar hlutverk sé ekki að vera andlit byltingarinnar heldur vilji hún hvetja aðra sem vilja leggja sitt af mörkum til þess að vekja athygli á málstaðnum. „Við skorum á fólk að taka þátt og setja upp fleiri viðburði til styrktar málstaðnum.“
#FreeTheNipple Tengdar fréttir Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 Bongóblíða á landsleiknum og við frelsun geirvörtunnar Það mun viðra vel á landsleik Íslands og Tékklands annað kvöld sem og á laugardaginn þegar geirvörturnar verða frelsaðar á Austurvelli ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2015 10:33 Ofurfyrirsæta í brjóstastríði við Instagram Fyrirsætan Chrissy Teigen virðist vera í stríði við samskiptamiðilinn Instagram en hún hefur nokkrum sinnum sett inn mynd af sér berbrjósta undanfarin sólarhring. 30. júní 2015 10:18 Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54
Bongóblíða á landsleiknum og við frelsun geirvörtunnar Það mun viðra vel á landsleik Íslands og Tékklands annað kvöld sem og á laugardaginn þegar geirvörturnar verða frelsaðar á Austurvelli ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2015 10:33
Ofurfyrirsæta í brjóstastríði við Instagram Fyrirsætan Chrissy Teigen virðist vera í stríði við samskiptamiðilinn Instagram en hún hefur nokkrum sinnum sett inn mynd af sér berbrjósta undanfarin sólarhring. 30. júní 2015 10:18
Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04