Hlaut verðlaun í Tævan fyrir Free the Nipple-átakið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. október 2015 10:50 Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir með verðlaunin. mynd/adda Það er eflaust mörgum enn í fersku minni þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, 16 ára framhaldsskólanemi, birti mynd af brjóstunum sínum á Twitter fyrr á árinu en myndbirtingin var upphaf Free the Nipple-átaksins sem fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla hér á landi. Átakið vakti auk þess mikla athygli erlendis, meðal annars í Tævan, þar sem Adda er stödd nú en í gær tók hún við verðlaunum þar fyrir jafnréttisbaráttu sína. Verðlaunin voru veitt á ungmennaráðstefnu sem nú er haldin í tíunda skiptið en verðlaunin, Youth of the Year Award Taiwan, hafa ekki verið veitt áður. „Það var maður sem heitir Lewis Lu sem sendi mér Facebook-skilaboð í ágúst og bauð mér á ungmennaráðstefnu hér í Taívan núna í október. Þá sagði hann mér líka að það ætti að veita mér verðlaun en mér datt ekki annað í hug en að þetta væri rugl. Svo komst ég reyndar að því með smá rannsóknarvinnu að þetta væru fullkomlega eðlileg skilaboð en auk mín fengu fjórir aðrir verðlaun á ráðstefnunni,“ segir Adda í samtali við Vísi.Verðlaunin sem Adda fékk.mynd/adda„Maður er bara eins og súperstjarna hérna“ Verðlaunin eru veitt ungmennum undir 18 ára sem hafa með hugrekki sínu sýnt að þau vilja breyta heiminum en hinir vinningshafarnir fjórir koma frá Sýrlandi, Tansaníu, Malaví og Tævan en á bloggsíðu Öddu má lesa meira um verðlaunahafana. Adda segir að þau hafi hitt ýmsa í tengslum við verðlaunin, meðal annars Tsai Ing-Wen, sem er formaður Lýðræðisflokksins en hún er talin líkleg til að vinna forsetakosningar í landinu í janúar og verða þar með fyrsta konan til að gegna því embætti í Tævan. Íslenska Free the Nipple-átakið er að sögn Öddu vel þekkt í Tævan. „Maður er bara eins og súperstjarna hérna og það er búið að taka ótrúlega mikið af myndum af mér,“ segir hún hlæjandi og blaðamaður verður að viðurkenna að það kemur honum á óvart en Adda útskýrir málið: „Ég hitti tvo tævanska stráka á Íslandi í sumar og þeir tóku viðtal við mig um Free the Nipple og svo birtist það í blaði hér úti.“Adda ásamt systur sinni, Völu, og Chao Ching-Yu, femínista, sem veitti henni verðlaunin.mynd/addaHvatning til að halda áfram Aðspurð hvað verðlaunin þýði fyrir hana segir Adda að þetta sé viðurkenning á því að hún sé að gera eitthvað sem skipti máli. „Þetta er bara mikil hvatning að halda áfram og fræða fólk um ástandið í heiminum, ekki síst í Afríku þar sem staðan er ekki góð,“ segir Adda en á ungmennaráðstefnunni er meðal annars lögð áhersla á góðgerðarmál og tengist hún samtökunum Heart for Africa sem hjón frá Kanada standa fyrir. „Þau búa í Svasílandi og reka þar heimili fyrir munaðarlaus börn. Þau eru með 105 börn undir fimm ára á sínu forræði og 280 manns í vinnu. Á hverju ári safna krakkarnir á ráðstefnunni peningum fyrir þessi samtök og í ár erum við að safna fyrir vatnslóni en það er mjög erfitt að nálgast vatn í Svasílandi,“ segir Adda. Í vetur býr Adda á Spáni þar sem hún er í skiptinámi en hún segist svo gjarnan vilja fara til Svasílands, heimsækja samtökin og taka þátt í sjálfboðaliðastarfi á þeirra vegum. „Ég bý rétt fyrir utan Madríd og næ vonandi eitthvað að fræða fólkið í skólanum mínum úti um það sem ég hef lært hér á ráðstefnunni. Svo geri ég það sama þegar ég kem heim til Íslands,“ segir Adda. Tengdar fréttir Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 #FreeTheNipple er byltingarkennt af mörgum ástæðum 27. mars 2015 04:26 Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04 Nippurnar í prófæl: „Ætla sjálf aðeins að sýna geirvörtuna en ekki brjóstin“ Bylgja Babýlóns hvetur fólk til að setja geirvörtur sínar sem forsíðumynd á Facebook. 31. mars 2015 17:00 Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45 Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
Það er eflaust mörgum enn í fersku minni þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, 16 ára framhaldsskólanemi, birti mynd af brjóstunum sínum á Twitter fyrr á árinu en myndbirtingin var upphaf Free the Nipple-átaksins sem fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla hér á landi. Átakið vakti auk þess mikla athygli erlendis, meðal annars í Tævan, þar sem Adda er stödd nú en í gær tók hún við verðlaunum þar fyrir jafnréttisbaráttu sína. Verðlaunin voru veitt á ungmennaráðstefnu sem nú er haldin í tíunda skiptið en verðlaunin, Youth of the Year Award Taiwan, hafa ekki verið veitt áður. „Það var maður sem heitir Lewis Lu sem sendi mér Facebook-skilaboð í ágúst og bauð mér á ungmennaráðstefnu hér í Taívan núna í október. Þá sagði hann mér líka að það ætti að veita mér verðlaun en mér datt ekki annað í hug en að þetta væri rugl. Svo komst ég reyndar að því með smá rannsóknarvinnu að þetta væru fullkomlega eðlileg skilaboð en auk mín fengu fjórir aðrir verðlaun á ráðstefnunni,“ segir Adda í samtali við Vísi.Verðlaunin sem Adda fékk.mynd/adda„Maður er bara eins og súperstjarna hérna“ Verðlaunin eru veitt ungmennum undir 18 ára sem hafa með hugrekki sínu sýnt að þau vilja breyta heiminum en hinir vinningshafarnir fjórir koma frá Sýrlandi, Tansaníu, Malaví og Tævan en á bloggsíðu Öddu má lesa meira um verðlaunahafana. Adda segir að þau hafi hitt ýmsa í tengslum við verðlaunin, meðal annars Tsai Ing-Wen, sem er formaður Lýðræðisflokksins en hún er talin líkleg til að vinna forsetakosningar í landinu í janúar og verða þar með fyrsta konan til að gegna því embætti í Tævan. Íslenska Free the Nipple-átakið er að sögn Öddu vel þekkt í Tævan. „Maður er bara eins og súperstjarna hérna og það er búið að taka ótrúlega mikið af myndum af mér,“ segir hún hlæjandi og blaðamaður verður að viðurkenna að það kemur honum á óvart en Adda útskýrir málið: „Ég hitti tvo tævanska stráka á Íslandi í sumar og þeir tóku viðtal við mig um Free the Nipple og svo birtist það í blaði hér úti.“Adda ásamt systur sinni, Völu, og Chao Ching-Yu, femínista, sem veitti henni verðlaunin.mynd/addaHvatning til að halda áfram Aðspurð hvað verðlaunin þýði fyrir hana segir Adda að þetta sé viðurkenning á því að hún sé að gera eitthvað sem skipti máli. „Þetta er bara mikil hvatning að halda áfram og fræða fólk um ástandið í heiminum, ekki síst í Afríku þar sem staðan er ekki góð,“ segir Adda en á ungmennaráðstefnunni er meðal annars lögð áhersla á góðgerðarmál og tengist hún samtökunum Heart for Africa sem hjón frá Kanada standa fyrir. „Þau búa í Svasílandi og reka þar heimili fyrir munaðarlaus börn. Þau eru með 105 börn undir fimm ára á sínu forræði og 280 manns í vinnu. Á hverju ári safna krakkarnir á ráðstefnunni peningum fyrir þessi samtök og í ár erum við að safna fyrir vatnslóni en það er mjög erfitt að nálgast vatn í Svasílandi,“ segir Adda. Í vetur býr Adda á Spáni þar sem hún er í skiptinámi en hún segist svo gjarnan vilja fara til Svasílands, heimsækja samtökin og taka þátt í sjálfboðaliðastarfi á þeirra vegum. „Ég bý rétt fyrir utan Madríd og næ vonandi eitthvað að fræða fólkið í skólanum mínum úti um það sem ég hef lært hér á ráðstefnunni. Svo geri ég það sama þegar ég kem heim til Íslands,“ segir Adda.
Tengdar fréttir Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54 #FreeTheNipple er byltingarkennt af mörgum ástæðum 27. mars 2015 04:26 Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04 Nippurnar í prófæl: „Ætla sjálf aðeins að sýna geirvörtuna en ekki brjóstin“ Bylgja Babýlóns hvetur fólk til að setja geirvörtur sínar sem forsíðumynd á Facebook. 31. mars 2015 17:00 Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45 Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
Free The Nipple: Pirraðir berbrjósta femínistar tóku völdin í eigin hendur Fjölmennur fundur um áhrif brjóstabyltingarinnar svokölluðu fór fram í húsakynnum Háskólans á Bifröst í dag. 9. júní 2015 14:54
Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Byltingarkonur birta myndband til þess að halda umræðunni um #freethenipple gangandi. 29. júlí 2015 14:04
Nippurnar í prófæl: „Ætla sjálf aðeins að sýna geirvörtuna en ekki brjóstin“ Bylgja Babýlóns hvetur fólk til að setja geirvörtur sínar sem forsíðumynd á Facebook. 31. mars 2015 17:00
Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45
Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30