Ávarpaði stúlkuna sem hann vonar að verði forseti Bandaríkjanna einn daginn Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2016 15:23 Seth Meyers í þætti gærkvöldsins. Spjallþáttastjórnandinn Seth Meyers reyndi að halda uppi glaðlegu fasi þegar hann fór yfir úrslit nýafstaðinna forsetakosninga í Bandaríkjunum, en það reyndist honum um megn. Í níu mínútna löngu innslagi fór hann meðal annars yfir það hvernig hann hefur spáð rangt fyrir um gengi Donalds Trumps nýkjörins forseta Bandaríkjanna, í hvert einasta skipti síðastliðna átján mánuði, eða alveg frá því Trump tilkynnti í Trump-Turninum að hann ætlaði í forsetaframboð. Þegar sú tilkynning var ljós hélt Meyers að hún væri uppátæki sem væri ætlað til að vekja athygli á Trump sjálfum og öllu þeim rekstri sem honum fylgir, og hann færi aldrei í framboð. Það reyndist rangt hjá Meyers. Hann lýsti því síðar yfir að Trump myndi aldrei hafa sigur í forvali Repúblikana og taldi engar líkur á að hann yrði næsti forseti Bandaríkjanna. „Góðu fréttirnar eru þær að miðað við spádómsgáfur mínar þá verður hann væntanlega frábær forseti,“ sagði Meyers. Hann sagðist vonast til þess að Trump yrði ekki sá maður sem birtist Bandaríkjamönnum í kosningabaráttunni. Maður sem vill byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og maður sem hótar því að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna.Meyers fór um víðan völl og náði að fara yfir ansi mikið efni tengdum þessum kosningum á innan við tíu mínútum. Tónninn breyttist þó þegar hann byrjaði að tala um hvaða þýðingu tap Clintons hefur fyrir ungar stúlkur, og foreldra þeirra, sem vonuðust eftir sigri Clintons. „Hún verður ekki forseti,“ sagði Meyers klökkur. „En það þýðir ekki að dóttir einhvers verði það ekki einn daginn. Við vitum ekki hver þú ert, en ég ímynda mér að þetta augnablik í sögunni muni hafa mikil mótandi áhrif á þig. Augnablik sem færi þig til að leggja harðar af þér til að ná lengra. Ég vonast til að vera á lífi þegar þú verður svarin í embætti.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sendu þúsundir eintaka af Newsweek í verslanir með Hillary sem forseta á forsíðu "Líkt og allir aðrir, höfðum við rangt fyrir okkur.“ 10. nóvember 2016 13:43 Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00 Trump fær nýjan “The Beast” Kostar 160 milljónir króna og vegur 7-9 tonn. 10. nóvember 2016 14:12 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Sjá meira
Spjallþáttastjórnandinn Seth Meyers reyndi að halda uppi glaðlegu fasi þegar hann fór yfir úrslit nýafstaðinna forsetakosninga í Bandaríkjunum, en það reyndist honum um megn. Í níu mínútna löngu innslagi fór hann meðal annars yfir það hvernig hann hefur spáð rangt fyrir um gengi Donalds Trumps nýkjörins forseta Bandaríkjanna, í hvert einasta skipti síðastliðna átján mánuði, eða alveg frá því Trump tilkynnti í Trump-Turninum að hann ætlaði í forsetaframboð. Þegar sú tilkynning var ljós hélt Meyers að hún væri uppátæki sem væri ætlað til að vekja athygli á Trump sjálfum og öllu þeim rekstri sem honum fylgir, og hann færi aldrei í framboð. Það reyndist rangt hjá Meyers. Hann lýsti því síðar yfir að Trump myndi aldrei hafa sigur í forvali Repúblikana og taldi engar líkur á að hann yrði næsti forseti Bandaríkjanna. „Góðu fréttirnar eru þær að miðað við spádómsgáfur mínar þá verður hann væntanlega frábær forseti,“ sagði Meyers. Hann sagðist vonast til þess að Trump yrði ekki sá maður sem birtist Bandaríkjamönnum í kosningabaráttunni. Maður sem vill byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og maður sem hótar því að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna.Meyers fór um víðan völl og náði að fara yfir ansi mikið efni tengdum þessum kosningum á innan við tíu mínútum. Tónninn breyttist þó þegar hann byrjaði að tala um hvaða þýðingu tap Clintons hefur fyrir ungar stúlkur, og foreldra þeirra, sem vonuðust eftir sigri Clintons. „Hún verður ekki forseti,“ sagði Meyers klökkur. „En það þýðir ekki að dóttir einhvers verði það ekki einn daginn. Við vitum ekki hver þú ert, en ég ímynda mér að þetta augnablik í sögunni muni hafa mikil mótandi áhrif á þig. Augnablik sem færi þig til að leggja harðar af þér til að ná lengra. Ég vonast til að vera á lífi þegar þú verður svarin í embætti.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sendu þúsundir eintaka af Newsweek í verslanir með Hillary sem forseta á forsíðu "Líkt og allir aðrir, höfðum við rangt fyrir okkur.“ 10. nóvember 2016 13:43 Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00 Trump fær nýjan “The Beast” Kostar 160 milljónir króna og vegur 7-9 tonn. 10. nóvember 2016 14:12 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Sjá meira
Sendu þúsundir eintaka af Newsweek í verslanir með Hillary sem forseta á forsíðu "Líkt og allir aðrir, höfðum við rangt fyrir okkur.“ 10. nóvember 2016 13:43
Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00