Segir ný fóstureyðingarlög gjörbreyta stöðu pólskra kvenna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 20. september 2016 20:00 Pólska þingið tekur í vikunni til umfjöllunar umdeild lög sem gera fóstureyðingar ólöglegar og refsiverðar. Pólsk kona búsett hér á landi segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni og að samfélag pólskra kvenna á Íslandi sé alfarið á móti lögunum, sem hún telur brjóta á mannréttindum kvenna. Lög um fóstureyðingar í Póllandi eru nú þegar ein þau ströngustu í Evrópu, en yfirgnæfandi meirihluti pólsku þjóðarinnar er kaþólskrar trúar. Samkvæmt nýju lögunum verður gengið enn lengra og fóstureyðingar bannaðar með öllu, nema líf móðurinnar liggi við. Þá verða viðurlög við fóstureyðingum fimm ára fangelsi, bæði fyrir móðurina og þá sem kunna að framkvæma aðgerðina. Justyna Grosel hefur verið búsett á íslandi um nokkurra ára skeið og starfar sem blaðamaður hjá Iceland News Polska. Hún á allt eins von á að lögin verði samþykkt af pólska þinginu, en hún telur þau brjóta á mannréttindum kvenna. „Þetta minnir á ástandið á miðöldum. Fólk gerir sér grein fyrir þessu og því hafa mótmæli staðið yfir allt frá því að fyrstu hugmyndir um þessi lög komu fram,“ segir Justyna. Hún bendir á að lögin séu loðin á þann hátt að í sumum tilfellum sé hægt sé að túlka fósturlát sem fóstureyðingu. Þá takmarki þau einnig aðgengi að getnaðarvörnum. „Maður þarf að rýna vel í ákvæði laganna og þá sér maður að þetta breytir gjörsamlega öllum hugmyndum fólks um meðgöngu kvenna í Póllandi. Lögin breyta stöðu kvenna algjörlega.“ Justyna segir að pólskar konur á Íslandi fordæmi lögin, en fjölmargar þeirra mótmæltu þeim fyrir framan pólska sendiráðið í vor. Þá ræða þær stöðuna mikið sín á milli í lokuðum hóp á Facebook. „Með hliðsjón af umræðunni sem átti sér stað í hópnum er ljóst að konur hér eru alfarið á móti fóstureyðingabanninu í Póllandi.“ Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Pólska þingið tekur í vikunni til umfjöllunar umdeild lög sem gera fóstureyðingar ólöglegar og refsiverðar. Pólsk kona búsett hér á landi segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni og að samfélag pólskra kvenna á Íslandi sé alfarið á móti lögunum, sem hún telur brjóta á mannréttindum kvenna. Lög um fóstureyðingar í Póllandi eru nú þegar ein þau ströngustu í Evrópu, en yfirgnæfandi meirihluti pólsku þjóðarinnar er kaþólskrar trúar. Samkvæmt nýju lögunum verður gengið enn lengra og fóstureyðingar bannaðar með öllu, nema líf móðurinnar liggi við. Þá verða viðurlög við fóstureyðingum fimm ára fangelsi, bæði fyrir móðurina og þá sem kunna að framkvæma aðgerðina. Justyna Grosel hefur verið búsett á íslandi um nokkurra ára skeið og starfar sem blaðamaður hjá Iceland News Polska. Hún á allt eins von á að lögin verði samþykkt af pólska þinginu, en hún telur þau brjóta á mannréttindum kvenna. „Þetta minnir á ástandið á miðöldum. Fólk gerir sér grein fyrir þessu og því hafa mótmæli staðið yfir allt frá því að fyrstu hugmyndir um þessi lög komu fram,“ segir Justyna. Hún bendir á að lögin séu loðin á þann hátt að í sumum tilfellum sé hægt sé að túlka fósturlát sem fóstureyðingu. Þá takmarki þau einnig aðgengi að getnaðarvörnum. „Maður þarf að rýna vel í ákvæði laganna og þá sér maður að þetta breytir gjörsamlega öllum hugmyndum fólks um meðgöngu kvenna í Póllandi. Lögin breyta stöðu kvenna algjörlega.“ Justyna segir að pólskar konur á Íslandi fordæmi lögin, en fjölmargar þeirra mótmæltu þeim fyrir framan pólska sendiráðið í vor. Þá ræða þær stöðuna mikið sín á milli í lokuðum hóp á Facebook. „Með hliðsjón af umræðunni sem átti sér stað í hópnum er ljóst að konur hér eru alfarið á móti fóstureyðingabanninu í Póllandi.“
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira