Segir ný fóstureyðingarlög gjörbreyta stöðu pólskra kvenna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 20. september 2016 20:00 Pólska þingið tekur í vikunni til umfjöllunar umdeild lög sem gera fóstureyðingar ólöglegar og refsiverðar. Pólsk kona búsett hér á landi segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni og að samfélag pólskra kvenna á Íslandi sé alfarið á móti lögunum, sem hún telur brjóta á mannréttindum kvenna. Lög um fóstureyðingar í Póllandi eru nú þegar ein þau ströngustu í Evrópu, en yfirgnæfandi meirihluti pólsku þjóðarinnar er kaþólskrar trúar. Samkvæmt nýju lögunum verður gengið enn lengra og fóstureyðingar bannaðar með öllu, nema líf móðurinnar liggi við. Þá verða viðurlög við fóstureyðingum fimm ára fangelsi, bæði fyrir móðurina og þá sem kunna að framkvæma aðgerðina. Justyna Grosel hefur verið búsett á íslandi um nokkurra ára skeið og starfar sem blaðamaður hjá Iceland News Polska. Hún á allt eins von á að lögin verði samþykkt af pólska þinginu, en hún telur þau brjóta á mannréttindum kvenna. „Þetta minnir á ástandið á miðöldum. Fólk gerir sér grein fyrir þessu og því hafa mótmæli staðið yfir allt frá því að fyrstu hugmyndir um þessi lög komu fram,“ segir Justyna. Hún bendir á að lögin séu loðin á þann hátt að í sumum tilfellum sé hægt sé að túlka fósturlát sem fóstureyðingu. Þá takmarki þau einnig aðgengi að getnaðarvörnum. „Maður þarf að rýna vel í ákvæði laganna og þá sér maður að þetta breytir gjörsamlega öllum hugmyndum fólks um meðgöngu kvenna í Póllandi. Lögin breyta stöðu kvenna algjörlega.“ Justyna segir að pólskar konur á Íslandi fordæmi lögin, en fjölmargar þeirra mótmæltu þeim fyrir framan pólska sendiráðið í vor. Þá ræða þær stöðuna mikið sín á milli í lokuðum hóp á Facebook. „Með hliðsjón af umræðunni sem átti sér stað í hópnum er ljóst að konur hér eru alfarið á móti fóstureyðingabanninu í Póllandi.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Pólska þingið tekur í vikunni til umfjöllunar umdeild lög sem gera fóstureyðingar ólöglegar og refsiverðar. Pólsk kona búsett hér á landi segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni og að samfélag pólskra kvenna á Íslandi sé alfarið á móti lögunum, sem hún telur brjóta á mannréttindum kvenna. Lög um fóstureyðingar í Póllandi eru nú þegar ein þau ströngustu í Evrópu, en yfirgnæfandi meirihluti pólsku þjóðarinnar er kaþólskrar trúar. Samkvæmt nýju lögunum verður gengið enn lengra og fóstureyðingar bannaðar með öllu, nema líf móðurinnar liggi við. Þá verða viðurlög við fóstureyðingum fimm ára fangelsi, bæði fyrir móðurina og þá sem kunna að framkvæma aðgerðina. Justyna Grosel hefur verið búsett á íslandi um nokkurra ára skeið og starfar sem blaðamaður hjá Iceland News Polska. Hún á allt eins von á að lögin verði samþykkt af pólska þinginu, en hún telur þau brjóta á mannréttindum kvenna. „Þetta minnir á ástandið á miðöldum. Fólk gerir sér grein fyrir þessu og því hafa mótmæli staðið yfir allt frá því að fyrstu hugmyndir um þessi lög komu fram,“ segir Justyna. Hún bendir á að lögin séu loðin á þann hátt að í sumum tilfellum sé hægt sé að túlka fósturlát sem fóstureyðingu. Þá takmarki þau einnig aðgengi að getnaðarvörnum. „Maður þarf að rýna vel í ákvæði laganna og þá sér maður að þetta breytir gjörsamlega öllum hugmyndum fólks um meðgöngu kvenna í Póllandi. Lögin breyta stöðu kvenna algjörlega.“ Justyna segir að pólskar konur á Íslandi fordæmi lögin, en fjölmargar þeirra mótmæltu þeim fyrir framan pólska sendiráðið í vor. Þá ræða þær stöðuna mikið sín á milli í lokuðum hóp á Facebook. „Með hliðsjón af umræðunni sem átti sér stað í hópnum er ljóst að konur hér eru alfarið á móti fóstureyðingabanninu í Póllandi.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira