Segir ný fóstureyðingarlög gjörbreyta stöðu pólskra kvenna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 20. september 2016 20:00 Pólska þingið tekur í vikunni til umfjöllunar umdeild lög sem gera fóstureyðingar ólöglegar og refsiverðar. Pólsk kona búsett hér á landi segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni og að samfélag pólskra kvenna á Íslandi sé alfarið á móti lögunum, sem hún telur brjóta á mannréttindum kvenna. Lög um fóstureyðingar í Póllandi eru nú þegar ein þau ströngustu í Evrópu, en yfirgnæfandi meirihluti pólsku þjóðarinnar er kaþólskrar trúar. Samkvæmt nýju lögunum verður gengið enn lengra og fóstureyðingar bannaðar með öllu, nema líf móðurinnar liggi við. Þá verða viðurlög við fóstureyðingum fimm ára fangelsi, bæði fyrir móðurina og þá sem kunna að framkvæma aðgerðina. Justyna Grosel hefur verið búsett á íslandi um nokkurra ára skeið og starfar sem blaðamaður hjá Iceland News Polska. Hún á allt eins von á að lögin verði samþykkt af pólska þinginu, en hún telur þau brjóta á mannréttindum kvenna. „Þetta minnir á ástandið á miðöldum. Fólk gerir sér grein fyrir þessu og því hafa mótmæli staðið yfir allt frá því að fyrstu hugmyndir um þessi lög komu fram,“ segir Justyna. Hún bendir á að lögin séu loðin á þann hátt að í sumum tilfellum sé hægt sé að túlka fósturlát sem fóstureyðingu. Þá takmarki þau einnig aðgengi að getnaðarvörnum. „Maður þarf að rýna vel í ákvæði laganna og þá sér maður að þetta breytir gjörsamlega öllum hugmyndum fólks um meðgöngu kvenna í Póllandi. Lögin breyta stöðu kvenna algjörlega.“ Justyna segir að pólskar konur á Íslandi fordæmi lögin, en fjölmargar þeirra mótmæltu þeim fyrir framan pólska sendiráðið í vor. Þá ræða þær stöðuna mikið sín á milli í lokuðum hóp á Facebook. „Með hliðsjón af umræðunni sem átti sér stað í hópnum er ljóst að konur hér eru alfarið á móti fóstureyðingabanninu í Póllandi.“ Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Pólska þingið tekur í vikunni til umfjöllunar umdeild lög sem gera fóstureyðingar ólöglegar og refsiverðar. Pólsk kona búsett hér á landi segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni og að samfélag pólskra kvenna á Íslandi sé alfarið á móti lögunum, sem hún telur brjóta á mannréttindum kvenna. Lög um fóstureyðingar í Póllandi eru nú þegar ein þau ströngustu í Evrópu, en yfirgnæfandi meirihluti pólsku þjóðarinnar er kaþólskrar trúar. Samkvæmt nýju lögunum verður gengið enn lengra og fóstureyðingar bannaðar með öllu, nema líf móðurinnar liggi við. Þá verða viðurlög við fóstureyðingum fimm ára fangelsi, bæði fyrir móðurina og þá sem kunna að framkvæma aðgerðina. Justyna Grosel hefur verið búsett á íslandi um nokkurra ára skeið og starfar sem blaðamaður hjá Iceland News Polska. Hún á allt eins von á að lögin verði samþykkt af pólska þinginu, en hún telur þau brjóta á mannréttindum kvenna. „Þetta minnir á ástandið á miðöldum. Fólk gerir sér grein fyrir þessu og því hafa mótmæli staðið yfir allt frá því að fyrstu hugmyndir um þessi lög komu fram,“ segir Justyna. Hún bendir á að lögin séu loðin á þann hátt að í sumum tilfellum sé hægt sé að túlka fósturlát sem fóstureyðingu. Þá takmarki þau einnig aðgengi að getnaðarvörnum. „Maður þarf að rýna vel í ákvæði laganna og þá sér maður að þetta breytir gjörsamlega öllum hugmyndum fólks um meðgöngu kvenna í Póllandi. Lögin breyta stöðu kvenna algjörlega.“ Justyna segir að pólskar konur á Íslandi fordæmi lögin, en fjölmargar þeirra mótmæltu þeim fyrir framan pólska sendiráðið í vor. Þá ræða þær stöðuna mikið sín á milli í lokuðum hóp á Facebook. „Með hliðsjón af umræðunni sem átti sér stað í hópnum er ljóst að konur hér eru alfarið á móti fóstureyðingabanninu í Póllandi.“
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira