Segir ný fóstureyðingarlög gjörbreyta stöðu pólskra kvenna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 20. september 2016 20:00 Pólska þingið tekur í vikunni til umfjöllunar umdeild lög sem gera fóstureyðingar ólöglegar og refsiverðar. Pólsk kona búsett hér á landi segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni og að samfélag pólskra kvenna á Íslandi sé alfarið á móti lögunum, sem hún telur brjóta á mannréttindum kvenna. Lög um fóstureyðingar í Póllandi eru nú þegar ein þau ströngustu í Evrópu, en yfirgnæfandi meirihluti pólsku þjóðarinnar er kaþólskrar trúar. Samkvæmt nýju lögunum verður gengið enn lengra og fóstureyðingar bannaðar með öllu, nema líf móðurinnar liggi við. Þá verða viðurlög við fóstureyðingum fimm ára fangelsi, bæði fyrir móðurina og þá sem kunna að framkvæma aðgerðina. Justyna Grosel hefur verið búsett á íslandi um nokkurra ára skeið og starfar sem blaðamaður hjá Iceland News Polska. Hún á allt eins von á að lögin verði samþykkt af pólska þinginu, en hún telur þau brjóta á mannréttindum kvenna. „Þetta minnir á ástandið á miðöldum. Fólk gerir sér grein fyrir þessu og því hafa mótmæli staðið yfir allt frá því að fyrstu hugmyndir um þessi lög komu fram,“ segir Justyna. Hún bendir á að lögin séu loðin á þann hátt að í sumum tilfellum sé hægt sé að túlka fósturlát sem fóstureyðingu. Þá takmarki þau einnig aðgengi að getnaðarvörnum. „Maður þarf að rýna vel í ákvæði laganna og þá sér maður að þetta breytir gjörsamlega öllum hugmyndum fólks um meðgöngu kvenna í Póllandi. Lögin breyta stöðu kvenna algjörlega.“ Justyna segir að pólskar konur á Íslandi fordæmi lögin, en fjölmargar þeirra mótmæltu þeim fyrir framan pólska sendiráðið í vor. Þá ræða þær stöðuna mikið sín á milli í lokuðum hóp á Facebook. „Með hliðsjón af umræðunni sem átti sér stað í hópnum er ljóst að konur hér eru alfarið á móti fóstureyðingabanninu í Póllandi.“ Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Pólska þingið tekur í vikunni til umfjöllunar umdeild lög sem gera fóstureyðingar ólöglegar og refsiverðar. Pólsk kona búsett hér á landi segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni og að samfélag pólskra kvenna á Íslandi sé alfarið á móti lögunum, sem hún telur brjóta á mannréttindum kvenna. Lög um fóstureyðingar í Póllandi eru nú þegar ein þau ströngustu í Evrópu, en yfirgnæfandi meirihluti pólsku þjóðarinnar er kaþólskrar trúar. Samkvæmt nýju lögunum verður gengið enn lengra og fóstureyðingar bannaðar með öllu, nema líf móðurinnar liggi við. Þá verða viðurlög við fóstureyðingum fimm ára fangelsi, bæði fyrir móðurina og þá sem kunna að framkvæma aðgerðina. Justyna Grosel hefur verið búsett á íslandi um nokkurra ára skeið og starfar sem blaðamaður hjá Iceland News Polska. Hún á allt eins von á að lögin verði samþykkt af pólska þinginu, en hún telur þau brjóta á mannréttindum kvenna. „Þetta minnir á ástandið á miðöldum. Fólk gerir sér grein fyrir þessu og því hafa mótmæli staðið yfir allt frá því að fyrstu hugmyndir um þessi lög komu fram,“ segir Justyna. Hún bendir á að lögin séu loðin á þann hátt að í sumum tilfellum sé hægt sé að túlka fósturlát sem fóstureyðingu. Þá takmarki þau einnig aðgengi að getnaðarvörnum. „Maður þarf að rýna vel í ákvæði laganna og þá sér maður að þetta breytir gjörsamlega öllum hugmyndum fólks um meðgöngu kvenna í Póllandi. Lögin breyta stöðu kvenna algjörlega.“ Justyna segir að pólskar konur á Íslandi fordæmi lögin, en fjölmargar þeirra mótmæltu þeim fyrir framan pólska sendiráðið í vor. Þá ræða þær stöðuna mikið sín á milli í lokuðum hóp á Facebook. „Með hliðsjón af umræðunni sem átti sér stað í hópnum er ljóst að konur hér eru alfarið á móti fóstureyðingabanninu í Póllandi.“
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira