Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júlí 2016 15:29 Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. Vísir/Getty Þúsundir Venesúelamanna hafa farið yfir landamærin til Kólumbíu til þess að kaupa mat og lyf eftir að landamærin á milli ríkjanna voru opnuð í tólf tíma í gær. Landamærunum var lokað í ágúst á síðasta ári en yfirvöld í Venesúela hleyptu fólki í gegn svo hægt væri að kaupa helstu nauðþurftir. Venesúela gengur nú í gegnum djúpa efnahagslega kreppu en í síðustu viku brutust 500 konur í gegnum landamærin í leit að mat og helstu nauðþurftum.Sjá einnig:Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröðÁ fyrstu tveimur tímunum fóru um sex þúsund manns yfir til Kólumbíu og voru verslanir og apótek í landamæraborgum Kólumbíu yfirfullar af Venesúelamönnum sem versluðu hrísgrjón, hveiti, lyf og fleira sem eru verulega dýr í Venesúela. Skortur er á matvælum, lyfjum og rafmagni í landinu og fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir gegn Nicolas Maduro, forseta landsins, síðustu mánuði. Verðbólga í landinu, sem í gegnum tíðina hefur verið nokkuð stabíl í tuttugu prósentum, er nú 180 prósent og hefur hækkað úr 76 prósentum frá upphafi árs í fyrra. Til samanburðar fór hún hæst í rúm hundrað prósent í efnahagskreppu níunda áratugar síðustu aldar og í um 110 prósent á miðjum tíunda áratugnum. Ekki sér fyrir lokin á vandræðum Venesúela. Tengdar fréttir Efnahagskreppa vofir yfir í Venesúela Óðaverðbólga ríkir í Venesúela um þessar mundir. Matar- og orkuskortur veldur miklum áhyggjum. Matarverð hefur fimmfaldast á rúmu ári og kostar hamborgari nú rúmlega 20 þúsund krónur í landinu. Margar milljónir manna vilja að forsetin 25. maí 2016 07:00 Stíga fyrsta skrefið í átt að afsögn Maduro 1,3 milljón manns hafa skrifað undir yfirlýsingu um að forsetinn stígi úr embætti sínu. Fjórar milljónir undirskrifta þarf til viðbótar. 7. júní 2016 22:38 Fimm daga helgi til frambúðar hjá opinberum starfsmönnum Ríkisstjórn Venesúela hefur fyrirskipað að opinberir starfsmenn megi einungis mæta í vinnuna á mánudögum og þriðjudögum. 29. apríl 2016 14:34 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Þúsundir Venesúelamanna hafa farið yfir landamærin til Kólumbíu til þess að kaupa mat og lyf eftir að landamærin á milli ríkjanna voru opnuð í tólf tíma í gær. Landamærunum var lokað í ágúst á síðasta ári en yfirvöld í Venesúela hleyptu fólki í gegn svo hægt væri að kaupa helstu nauðþurftir. Venesúela gengur nú í gegnum djúpa efnahagslega kreppu en í síðustu viku brutust 500 konur í gegnum landamærin í leit að mat og helstu nauðþurftum.Sjá einnig:Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröðÁ fyrstu tveimur tímunum fóru um sex þúsund manns yfir til Kólumbíu og voru verslanir og apótek í landamæraborgum Kólumbíu yfirfullar af Venesúelamönnum sem versluðu hrísgrjón, hveiti, lyf og fleira sem eru verulega dýr í Venesúela. Skortur er á matvælum, lyfjum og rafmagni í landinu og fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir gegn Nicolas Maduro, forseta landsins, síðustu mánuði. Verðbólga í landinu, sem í gegnum tíðina hefur verið nokkuð stabíl í tuttugu prósentum, er nú 180 prósent og hefur hækkað úr 76 prósentum frá upphafi árs í fyrra. Til samanburðar fór hún hæst í rúm hundrað prósent í efnahagskreppu níunda áratugar síðustu aldar og í um 110 prósent á miðjum tíunda áratugnum. Ekki sér fyrir lokin á vandræðum Venesúela.
Tengdar fréttir Efnahagskreppa vofir yfir í Venesúela Óðaverðbólga ríkir í Venesúela um þessar mundir. Matar- og orkuskortur veldur miklum áhyggjum. Matarverð hefur fimmfaldast á rúmu ári og kostar hamborgari nú rúmlega 20 þúsund krónur í landinu. Margar milljónir manna vilja að forsetin 25. maí 2016 07:00 Stíga fyrsta skrefið í átt að afsögn Maduro 1,3 milljón manns hafa skrifað undir yfirlýsingu um að forsetinn stígi úr embætti sínu. Fjórar milljónir undirskrifta þarf til viðbótar. 7. júní 2016 22:38 Fimm daga helgi til frambúðar hjá opinberum starfsmönnum Ríkisstjórn Venesúela hefur fyrirskipað að opinberir starfsmenn megi einungis mæta í vinnuna á mánudögum og þriðjudögum. 29. apríl 2016 14:34 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Efnahagskreppa vofir yfir í Venesúela Óðaverðbólga ríkir í Venesúela um þessar mundir. Matar- og orkuskortur veldur miklum áhyggjum. Matarverð hefur fimmfaldast á rúmu ári og kostar hamborgari nú rúmlega 20 þúsund krónur í landinu. Margar milljónir manna vilja að forsetin 25. maí 2016 07:00
Stíga fyrsta skrefið í átt að afsögn Maduro 1,3 milljón manns hafa skrifað undir yfirlýsingu um að forsetinn stígi úr embætti sínu. Fjórar milljónir undirskrifta þarf til viðbótar. 7. júní 2016 22:38
Fimm daga helgi til frambúðar hjá opinberum starfsmönnum Ríkisstjórn Venesúela hefur fyrirskipað að opinberir starfsmenn megi einungis mæta í vinnuna á mánudögum og þriðjudögum. 29. apríl 2016 14:34
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15