Meiddist á fyrstu æfingunni í Frakklandi og missir af EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2016 07:30 Antonio Rüdiger. Visir/Getty Hver er mesta martröð fótboltamannsins? Ein af þeim verstu hlýtur að vera að meiðast illa rétt fyrir stórmót og það er sú skelfilega staðreynd sem þýski varnarmaðurinn Antonio Rüdiger þarf að horfast í augu við núna. Antonio Rüdiger meiddist illa á hné á fyrstu æfingu þýska landsliðsins eftir að liðið mætti til Frakklands. Fljótlega kom í ljós að krossbandið var slitið og hann spilar ekki fótbolta næstu mánuðina. Eins og sjá má í myndbandinu af atvikinu hér fyrir neðan þá tók það liðsfélaga hans ekki langan tíma að átta sig á því að að meiðsli Rüdiger væru alvarleg. Antonio Rüdiger spilar með ítalska liðinu AS Roma og það var líklegt að hann yrði í byrjunarliði þýska landsliðsins í fyrsta leiknum á EM. Þetta er mikið áfall fyrir Rüdiger og ekki bara vegna landsliðsins heldur einnig vegna ferils hans með félagsliðinu. Rüdiger hefur nefnilega verið orðaður við enska úrvalsdeildarliðið Chelsea að undanförnu. Antonio Conte þekkir Rüdiger vel úr ítalska boltanum og vildi samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla fá hann á Stamford Bridge þegar hann tekur við Chelsea eftir EM. Það má búast við því að ekkert verði af þeim félagsskiptum vegna þessara alvarlegu meiðsla. Rüdiger hafði tekið stöðu Mats Hummels sem hefur verið að glíma við kálfameiðsli síðan í maí. Rüdiger hafði spilað allar 90 mínúturnar í undanförnum fimm leikjum Þjóðverja. Antonio Rüdiger hafði spilað við hlið Jerome Boateng í síðustu tveimur leikjum. Antonio Rüdiger er 23 ára gamall og á að baki 11 landsleiki fyrir Þýskaland. Hann fékk sín fyrstu tækifæri hjá VfB Stuttgart en var fyrst lánaður til AS Roma og svo keyptur fyrir 9 milljónir evra.Antonio Rudiger got injured during Germany's first training session in France. Still no diagnosis #EURO2016 pic.twitter.com/nWLWE6csqD— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) June 7, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Hver er mesta martröð fótboltamannsins? Ein af þeim verstu hlýtur að vera að meiðast illa rétt fyrir stórmót og það er sú skelfilega staðreynd sem þýski varnarmaðurinn Antonio Rüdiger þarf að horfast í augu við núna. Antonio Rüdiger meiddist illa á hné á fyrstu æfingu þýska landsliðsins eftir að liðið mætti til Frakklands. Fljótlega kom í ljós að krossbandið var slitið og hann spilar ekki fótbolta næstu mánuðina. Eins og sjá má í myndbandinu af atvikinu hér fyrir neðan þá tók það liðsfélaga hans ekki langan tíma að átta sig á því að að meiðsli Rüdiger væru alvarleg. Antonio Rüdiger spilar með ítalska liðinu AS Roma og það var líklegt að hann yrði í byrjunarliði þýska landsliðsins í fyrsta leiknum á EM. Þetta er mikið áfall fyrir Rüdiger og ekki bara vegna landsliðsins heldur einnig vegna ferils hans með félagsliðinu. Rüdiger hefur nefnilega verið orðaður við enska úrvalsdeildarliðið Chelsea að undanförnu. Antonio Conte þekkir Rüdiger vel úr ítalska boltanum og vildi samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla fá hann á Stamford Bridge þegar hann tekur við Chelsea eftir EM. Það má búast við því að ekkert verði af þeim félagsskiptum vegna þessara alvarlegu meiðsla. Rüdiger hafði tekið stöðu Mats Hummels sem hefur verið að glíma við kálfameiðsli síðan í maí. Rüdiger hafði spilað allar 90 mínúturnar í undanförnum fimm leikjum Þjóðverja. Antonio Rüdiger hafði spilað við hlið Jerome Boateng í síðustu tveimur leikjum. Antonio Rüdiger er 23 ára gamall og á að baki 11 landsleiki fyrir Þýskaland. Hann fékk sín fyrstu tækifæri hjá VfB Stuttgart en var fyrst lánaður til AS Roma og svo keyptur fyrir 9 milljónir evra.Antonio Rudiger got injured during Germany's first training session in France. Still no diagnosis #EURO2016 pic.twitter.com/nWLWE6csqD— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) June 7, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira