23 þúsund greiddu of mikið í tannlæknakostnað Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. ágúst 2016 18:45 Rúmlega 23 þúsund aldraðir og öryrkjar greiddu rúmlega tvöfalt meira í tannlæknakostnað í fyrra en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður á um. Sjúkratryggingar vantar um 800 milljónir á ári til að geta leiðrétt þennan mun en formaður Landssambands eldri borgara segir þessa stöðu óásættanlega. Í lögum um sjúkratryggingar kemur fram að sjúkratryggingar taki til nauðsynlegra tannlækninga aldraðra, öryrkja og barna yngri en 18 ára. Það kemur þó ekkert fram í lögunum hve stóran hluta af kostnaði við tannlækningar þessara hópa sjúkratryggingum er skylt að greiða en það kemur fram í reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti árið 2013.Gjaldskrá ekki hækkað síðan 2004 Það hlutfall eiga sjúkratryggingar að greiða samkvæmt samningum milli Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna. Slíkir samningar hafa ekki verið í gildi frá árinu 2004 og því fá sjúkratryggðir greitt samkvæmt gjaldskrá sem Sjúkratryggingar hafa sett. „Sú gjaldskrá hefur hins vegar ekki hækkað síðan árið 2004. Hún dregst því alltaf meira og meira aftur úr verðlagningu hjá tannlæknum,” segir Reynir Jónsson, tryggingayfirtannlæknir hjá Sjúkratryggingum Íslands.Fá tæplega helming þess sem reglugerð kveður á umÞessir hópar eru því alltaf að fá lægra og lægra hlutfall greitt af sínum kostnaði frá sjúkratryggingum. Þetta staðfesta tölur fyrir árið 2015 sem fréttastofa hefur undir höndum. Langveikir öryrkjar og aldraðir sem áttu rétt á 100 prósent endurgreiðslu samkvæmt reglugerðinni fengu aðeins 43 prósent af kostnaði endurgreiddan. Öryrkjar og aldraðir sem fá greidda tekjutryggingu sem áttu rétt á 75 prósent endurgreiðslu fengu aðeins 28 prósent endurgreitt í fyrra, eða 38 prósent af því sem þeir áttu rétt á samkvæmt reglugerðinni. Öryrkjar og aldraðir sem fá ekki greidda tekjutryggingu áttu rétt á 50 prósent endurgreiðslu en fengu aðeins 19 prósent af kostnaði endurgreiddan, eða 38 prósent af því sem þeir áttu rétt. Alls greiddu í fyrra rúmlega 23 þúsund einstaklingar of mikið í tannlæknakostnað miðað við það sem fram kemur í reglugerðinni„Fólk hreinlega skilur þetta ekki” Sem sagt. Ráðherra setur reglugerð árið 2013 um að lífeyrisþegar og öryrkjar eigi rétt á endurgreiðslu vegna tannlæknakostnaðar. Sjúkratryggingar endurgreiða hins vegar samkvæmt gjaldskrá frá árinu 2004 sem gerir ráð fyrir mun lægri kostnaði en raunin er í dag. En hvers vegna er gjaldskráin ekki einfaldlega hækkuð? „Það hefur bara staðið á því að við fáum fjárveitingu til þess að geta samið um hækkun á gjaldskránni,” segir Reynir. Hann segir að fyrir árið 2015 hafi sjúkratryggingar vantað um 800 milljónir til að geta greitt það hlutfall sem reglugerðin kveður á um.Hafið þið skynjað óánægju hjá ykkar skjólstæðingum með stöðu mála? „Já já já já, mikla og í mörg ár. Og fólk hreinlega skilur þetta ekki.”En það er engin vinna í gangi til að lagfæra þetta? „Ekki mér vitanlega,” segir Reynir.Óásættanlegt fyrirkomulag Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, óttast að vandinn sé meiri en þessar tölur gefa til kynna, þar sem þarna vanti þann hóp sem veigrar sér við að leita til tannlæknis vegna kostnaðar. „Það er náttúrulega bara óásættanlegt fyrirkomulag og það er eitthvað sem þarf að breyta,” segir Haukur. Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Sjá meira
Rúmlega 23 þúsund aldraðir og öryrkjar greiddu rúmlega tvöfalt meira í tannlæknakostnað í fyrra en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður á um. Sjúkratryggingar vantar um 800 milljónir á ári til að geta leiðrétt þennan mun en formaður Landssambands eldri borgara segir þessa stöðu óásættanlega. Í lögum um sjúkratryggingar kemur fram að sjúkratryggingar taki til nauðsynlegra tannlækninga aldraðra, öryrkja og barna yngri en 18 ára. Það kemur þó ekkert fram í lögunum hve stóran hluta af kostnaði við tannlækningar þessara hópa sjúkratryggingum er skylt að greiða en það kemur fram í reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti árið 2013.Gjaldskrá ekki hækkað síðan 2004 Það hlutfall eiga sjúkratryggingar að greiða samkvæmt samningum milli Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna. Slíkir samningar hafa ekki verið í gildi frá árinu 2004 og því fá sjúkratryggðir greitt samkvæmt gjaldskrá sem Sjúkratryggingar hafa sett. „Sú gjaldskrá hefur hins vegar ekki hækkað síðan árið 2004. Hún dregst því alltaf meira og meira aftur úr verðlagningu hjá tannlæknum,” segir Reynir Jónsson, tryggingayfirtannlæknir hjá Sjúkratryggingum Íslands.Fá tæplega helming þess sem reglugerð kveður á umÞessir hópar eru því alltaf að fá lægra og lægra hlutfall greitt af sínum kostnaði frá sjúkratryggingum. Þetta staðfesta tölur fyrir árið 2015 sem fréttastofa hefur undir höndum. Langveikir öryrkjar og aldraðir sem áttu rétt á 100 prósent endurgreiðslu samkvæmt reglugerðinni fengu aðeins 43 prósent af kostnaði endurgreiddan. Öryrkjar og aldraðir sem fá greidda tekjutryggingu sem áttu rétt á 75 prósent endurgreiðslu fengu aðeins 28 prósent endurgreitt í fyrra, eða 38 prósent af því sem þeir áttu rétt á samkvæmt reglugerðinni. Öryrkjar og aldraðir sem fá ekki greidda tekjutryggingu áttu rétt á 50 prósent endurgreiðslu en fengu aðeins 19 prósent af kostnaði endurgreiddan, eða 38 prósent af því sem þeir áttu rétt. Alls greiddu í fyrra rúmlega 23 þúsund einstaklingar of mikið í tannlæknakostnað miðað við það sem fram kemur í reglugerðinni„Fólk hreinlega skilur þetta ekki” Sem sagt. Ráðherra setur reglugerð árið 2013 um að lífeyrisþegar og öryrkjar eigi rétt á endurgreiðslu vegna tannlæknakostnaðar. Sjúkratryggingar endurgreiða hins vegar samkvæmt gjaldskrá frá árinu 2004 sem gerir ráð fyrir mun lægri kostnaði en raunin er í dag. En hvers vegna er gjaldskráin ekki einfaldlega hækkuð? „Það hefur bara staðið á því að við fáum fjárveitingu til þess að geta samið um hækkun á gjaldskránni,” segir Reynir. Hann segir að fyrir árið 2015 hafi sjúkratryggingar vantað um 800 milljónir til að geta greitt það hlutfall sem reglugerðin kveður á um.Hafið þið skynjað óánægju hjá ykkar skjólstæðingum með stöðu mála? „Já já já já, mikla og í mörg ár. Og fólk hreinlega skilur þetta ekki.”En það er engin vinna í gangi til að lagfæra þetta? „Ekki mér vitanlega,” segir Reynir.Óásættanlegt fyrirkomulag Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, óttast að vandinn sé meiri en þessar tölur gefa til kynna, þar sem þarna vanti þann hóp sem veigrar sér við að leita til tannlæknis vegna kostnaðar. „Það er náttúrulega bara óásættanlegt fyrirkomulag og það er eitthvað sem þarf að breyta,” segir Haukur.
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Sjá meira