23 þúsund greiddu of mikið í tannlæknakostnað Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. ágúst 2016 18:45 Rúmlega 23 þúsund aldraðir og öryrkjar greiddu rúmlega tvöfalt meira í tannlæknakostnað í fyrra en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður á um. Sjúkratryggingar vantar um 800 milljónir á ári til að geta leiðrétt þennan mun en formaður Landssambands eldri borgara segir þessa stöðu óásættanlega. Í lögum um sjúkratryggingar kemur fram að sjúkratryggingar taki til nauðsynlegra tannlækninga aldraðra, öryrkja og barna yngri en 18 ára. Það kemur þó ekkert fram í lögunum hve stóran hluta af kostnaði við tannlækningar þessara hópa sjúkratryggingum er skylt að greiða en það kemur fram í reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti árið 2013.Gjaldskrá ekki hækkað síðan 2004 Það hlutfall eiga sjúkratryggingar að greiða samkvæmt samningum milli Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna. Slíkir samningar hafa ekki verið í gildi frá árinu 2004 og því fá sjúkratryggðir greitt samkvæmt gjaldskrá sem Sjúkratryggingar hafa sett. „Sú gjaldskrá hefur hins vegar ekki hækkað síðan árið 2004. Hún dregst því alltaf meira og meira aftur úr verðlagningu hjá tannlæknum,” segir Reynir Jónsson, tryggingayfirtannlæknir hjá Sjúkratryggingum Íslands.Fá tæplega helming þess sem reglugerð kveður á umÞessir hópar eru því alltaf að fá lægra og lægra hlutfall greitt af sínum kostnaði frá sjúkratryggingum. Þetta staðfesta tölur fyrir árið 2015 sem fréttastofa hefur undir höndum. Langveikir öryrkjar og aldraðir sem áttu rétt á 100 prósent endurgreiðslu samkvæmt reglugerðinni fengu aðeins 43 prósent af kostnaði endurgreiddan. Öryrkjar og aldraðir sem fá greidda tekjutryggingu sem áttu rétt á 75 prósent endurgreiðslu fengu aðeins 28 prósent endurgreitt í fyrra, eða 38 prósent af því sem þeir áttu rétt á samkvæmt reglugerðinni. Öryrkjar og aldraðir sem fá ekki greidda tekjutryggingu áttu rétt á 50 prósent endurgreiðslu en fengu aðeins 19 prósent af kostnaði endurgreiddan, eða 38 prósent af því sem þeir áttu rétt. Alls greiddu í fyrra rúmlega 23 þúsund einstaklingar of mikið í tannlæknakostnað miðað við það sem fram kemur í reglugerðinni„Fólk hreinlega skilur þetta ekki” Sem sagt. Ráðherra setur reglugerð árið 2013 um að lífeyrisþegar og öryrkjar eigi rétt á endurgreiðslu vegna tannlæknakostnaðar. Sjúkratryggingar endurgreiða hins vegar samkvæmt gjaldskrá frá árinu 2004 sem gerir ráð fyrir mun lægri kostnaði en raunin er í dag. En hvers vegna er gjaldskráin ekki einfaldlega hækkuð? „Það hefur bara staðið á því að við fáum fjárveitingu til þess að geta samið um hækkun á gjaldskránni,” segir Reynir. Hann segir að fyrir árið 2015 hafi sjúkratryggingar vantað um 800 milljónir til að geta greitt það hlutfall sem reglugerðin kveður á um.Hafið þið skynjað óánægju hjá ykkar skjólstæðingum með stöðu mála? „Já já já já, mikla og í mörg ár. Og fólk hreinlega skilur þetta ekki.”En það er engin vinna í gangi til að lagfæra þetta? „Ekki mér vitanlega,” segir Reynir.Óásættanlegt fyrirkomulag Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, óttast að vandinn sé meiri en þessar tölur gefa til kynna, þar sem þarna vanti þann hóp sem veigrar sér við að leita til tannlæknis vegna kostnaðar. „Það er náttúrulega bara óásættanlegt fyrirkomulag og það er eitthvað sem þarf að breyta,” segir Haukur. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Sjá meira
Rúmlega 23 þúsund aldraðir og öryrkjar greiddu rúmlega tvöfalt meira í tannlæknakostnað í fyrra en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður á um. Sjúkratryggingar vantar um 800 milljónir á ári til að geta leiðrétt þennan mun en formaður Landssambands eldri borgara segir þessa stöðu óásættanlega. Í lögum um sjúkratryggingar kemur fram að sjúkratryggingar taki til nauðsynlegra tannlækninga aldraðra, öryrkja og barna yngri en 18 ára. Það kemur þó ekkert fram í lögunum hve stóran hluta af kostnaði við tannlækningar þessara hópa sjúkratryggingum er skylt að greiða en það kemur fram í reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti árið 2013.Gjaldskrá ekki hækkað síðan 2004 Það hlutfall eiga sjúkratryggingar að greiða samkvæmt samningum milli Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna. Slíkir samningar hafa ekki verið í gildi frá árinu 2004 og því fá sjúkratryggðir greitt samkvæmt gjaldskrá sem Sjúkratryggingar hafa sett. „Sú gjaldskrá hefur hins vegar ekki hækkað síðan árið 2004. Hún dregst því alltaf meira og meira aftur úr verðlagningu hjá tannlæknum,” segir Reynir Jónsson, tryggingayfirtannlæknir hjá Sjúkratryggingum Íslands.Fá tæplega helming þess sem reglugerð kveður á umÞessir hópar eru því alltaf að fá lægra og lægra hlutfall greitt af sínum kostnaði frá sjúkratryggingum. Þetta staðfesta tölur fyrir árið 2015 sem fréttastofa hefur undir höndum. Langveikir öryrkjar og aldraðir sem áttu rétt á 100 prósent endurgreiðslu samkvæmt reglugerðinni fengu aðeins 43 prósent af kostnaði endurgreiddan. Öryrkjar og aldraðir sem fá greidda tekjutryggingu sem áttu rétt á 75 prósent endurgreiðslu fengu aðeins 28 prósent endurgreitt í fyrra, eða 38 prósent af því sem þeir áttu rétt á samkvæmt reglugerðinni. Öryrkjar og aldraðir sem fá ekki greidda tekjutryggingu áttu rétt á 50 prósent endurgreiðslu en fengu aðeins 19 prósent af kostnaði endurgreiddan, eða 38 prósent af því sem þeir áttu rétt. Alls greiddu í fyrra rúmlega 23 þúsund einstaklingar of mikið í tannlæknakostnað miðað við það sem fram kemur í reglugerðinni„Fólk hreinlega skilur þetta ekki” Sem sagt. Ráðherra setur reglugerð árið 2013 um að lífeyrisþegar og öryrkjar eigi rétt á endurgreiðslu vegna tannlæknakostnaðar. Sjúkratryggingar endurgreiða hins vegar samkvæmt gjaldskrá frá árinu 2004 sem gerir ráð fyrir mun lægri kostnaði en raunin er í dag. En hvers vegna er gjaldskráin ekki einfaldlega hækkuð? „Það hefur bara staðið á því að við fáum fjárveitingu til þess að geta samið um hækkun á gjaldskránni,” segir Reynir. Hann segir að fyrir árið 2015 hafi sjúkratryggingar vantað um 800 milljónir til að geta greitt það hlutfall sem reglugerðin kveður á um.Hafið þið skynjað óánægju hjá ykkar skjólstæðingum með stöðu mála? „Já já já já, mikla og í mörg ár. Og fólk hreinlega skilur þetta ekki.”En það er engin vinna í gangi til að lagfæra þetta? „Ekki mér vitanlega,” segir Reynir.Óásættanlegt fyrirkomulag Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, óttast að vandinn sé meiri en þessar tölur gefa til kynna, þar sem þarna vanti þann hóp sem veigrar sér við að leita til tannlæknis vegna kostnaðar. „Það er náttúrulega bara óásættanlegt fyrirkomulag og það er eitthvað sem þarf að breyta,” segir Haukur.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Sjá meira