Í tilkynningu segir Trump að það sé í hag Bandaríkjamanna að einbeita sér að mikilvægari hlutum.
„Þrátt fyrir það, fyrir hagsmuni okkar lands og frábærra þegna þess, mun ég funda með leiðtogum samfélags leyniþjónusta í næstu viku til að þeir geti kynnt mér staðreyndir þessa máls,“ sagði Trump.
Hingað til hefur Trump þvertekið fyrir að ásakanirnar geti verið réttar og hefur sagt að þær komi eingöngu frá tapsárum demókrötum.
Fyrr í kvöld kynnti ríkisstjórn Bandaríkjanna refsiaðgerðir gegn Rússum sem felast meðal annars í því að 35 erindrekar verða reknir frá Bandaríkjunum á næstu dögum. Þar að auki var viðskiptaþvingunum beitt gegn níu aðilum og stofnunum.
If Russia, or some other entity, was hacking, why did the White House wait so long to act? Why did they only complain after Hillary lost?
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 15, 2016
Can you imagine if the election results were the opposite and WE tried to play the Russia/CIA card. It would be called conspiracy theory!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 12, 2016