Dóttir Annþórs í skýjunum: „Pabbi minn er enginn morðingi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2016 20:15 Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hafa verið sýknaðir af ákæru um að hafa með stórfelldri líkamsárás orðið valdur að dauða samfanga síns. Saksóknari hafði farið fram á tólf ára fangelsi yfir þeim. Íslenska ríkið þarf að greiða allan málsvarnarkostnað sem nemur rúmum 30 milljónum króna. Dóttir Annþórs fagnar niðurstöðuna og segist alltaf hafa verið viss um sakleysi hans. Pabbi hennar sé enginn morðingi. Tæplega fjögur ár eru síðan Sigurður Hólm Sigurðsson fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni. Myndbandsupptökur sýndu Annþór og Börk fara inn í klefa hans skömmu áður en hans fannst látinn. Dánarorsökin var innvortisblæðingar vegna rofins milta. Ákæruvaldið taldi áverkana til komna vegna líkamsárásar Annþórs og Barkar. Þeir hafa hins vegar ávallt neitað sök. Fjölskipaður Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu í dag að sýkna skildi Annþór og Börk þarf sem mikill vafi léki á sekt þeirra. Enginn vitni voru að dauða Sigurðar og sömuleiðis taldi dómurinn ekki útilokað að einhver annar hefði getað veitt Sigurði áverka sem leiddu til dauða hans. Verjendur þeirra Annþórs og Barkar, Sveinn Guðmundsson og Hólmgeir Elías Flosason, voru sammála um að engin önnur niðurstaða hefði getað komið til greina. Aldrei hafi átt að gefa út ákæru í málinu. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Hvorki Annþór né Börkur voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna í héraði í dag og raunar enginn að frátöldum fjölmiðlamönnum og lögfræðingum. Dóttir Annþórs, Sara Lind renndi í hlað rétt eftir að dómur hafði verið upp kveðinn og var skiljanlega ánægð með niðurstöðuna. „Já, mjög glöð. Ég vissi þetta allan tímann. Kom mér ekkert á óvart. Pabbi minn er enginn morðingi. Hann myndi ekki gera svona,“ segir Sara Lind Annþórsdóttir, dóttir annars sakborningana, en hún ætlar að heimsækja föður sinn eins fljótt og unnt er. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00 Fjölskipaður héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna Annþór og Börk vegna mikils vafa Útilokuðu ekki að einhverjir aðrir en Annþór og Börkur hefðu getað veitt áverkann og þá var fall ekki útilokað. 23. mars 2016 16:26 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fjölmennt útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Meiriháttar útkall hjá slökkviliði í vesturhluta borgarinnar Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Sjá meira
Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hafa verið sýknaðir af ákæru um að hafa með stórfelldri líkamsárás orðið valdur að dauða samfanga síns. Saksóknari hafði farið fram á tólf ára fangelsi yfir þeim. Íslenska ríkið þarf að greiða allan málsvarnarkostnað sem nemur rúmum 30 milljónum króna. Dóttir Annþórs fagnar niðurstöðuna og segist alltaf hafa verið viss um sakleysi hans. Pabbi hennar sé enginn morðingi. Tæplega fjögur ár eru síðan Sigurður Hólm Sigurðsson fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni. Myndbandsupptökur sýndu Annþór og Börk fara inn í klefa hans skömmu áður en hans fannst látinn. Dánarorsökin var innvortisblæðingar vegna rofins milta. Ákæruvaldið taldi áverkana til komna vegna líkamsárásar Annþórs og Barkar. Þeir hafa hins vegar ávallt neitað sök. Fjölskipaður Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu í dag að sýkna skildi Annþór og Börk þarf sem mikill vafi léki á sekt þeirra. Enginn vitni voru að dauða Sigurðar og sömuleiðis taldi dómurinn ekki útilokað að einhver annar hefði getað veitt Sigurði áverka sem leiddu til dauða hans. Verjendur þeirra Annþórs og Barkar, Sveinn Guðmundsson og Hólmgeir Elías Flosason, voru sammála um að engin önnur niðurstaða hefði getað komið til greina. Aldrei hafi átt að gefa út ákæru í málinu. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Hvorki Annþór né Börkur voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna í héraði í dag og raunar enginn að frátöldum fjölmiðlamönnum og lögfræðingum. Dóttir Annþórs, Sara Lind renndi í hlað rétt eftir að dómur hafði verið upp kveðinn og var skiljanlega ánægð með niðurstöðuna. „Já, mjög glöð. Ég vissi þetta allan tímann. Kom mér ekkert á óvart. Pabbi minn er enginn morðingi. Hann myndi ekki gera svona,“ segir Sara Lind Annþórsdóttir, dóttir annars sakborningana, en hún ætlar að heimsækja föður sinn eins fljótt og unnt er.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00 Fjölskipaður héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna Annþór og Börk vegna mikils vafa Útilokuðu ekki að einhverjir aðrir en Annþór og Börkur hefðu getað veitt áverkann og þá var fall ekki útilokað. 23. mars 2016 16:26 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fjölmennt útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Meiriháttar útkall hjá slökkviliði í vesturhluta borgarinnar Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Sjá meira
Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00
Fjölskipaður héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna Annþór og Börk vegna mikils vafa Útilokuðu ekki að einhverjir aðrir en Annþór og Börkur hefðu getað veitt áverkann og þá var fall ekki útilokað. 23. mars 2016 16:26