Hjörvar Hafliðason hélt áfram með sína laufléttu spurningakeppni í Messunni þar sem strákarnir okkar á Bretlandseyjum sitja fyrir svörum.
Að þessu sinni var liðurinn „Nefndu þrennt“ í boði Hjörvars. Skemmtilegur liður þar sem strákarnir þurftu oft á tíðum að grafa djúpt eftir svari.
Hermann Hreiðarsson fékk létt skot á sig frá Gylfa Sigurðssyni og strákarnir skutu líka létt á Gumma Ben.
Spurningakeppnin er stórskemmtileg venju samkvæmt og hana má sjá hér að ofan.
Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið
Henry Birgir Gunnarsson skrifar