„Við megum ekki sætta okkur við blóðbaðið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2016 08:14 Barack Obama á fundinum í gær þar sem hann kynnti aðgerðir til að takmarka byssueign í Bandaríkjunum vísir/getty Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hyggst skikka þá sem selja byssur á netinu og á byssusýningum sem haldnar eru án tilskilinna leyfa til að kanna bakgrunn þeirra sem kaupa af þeim skotvopn. Forsetinn greindi frá þessu í gær en aðgerðirnar eru liður í þeirri viðleitni hans að koma böndum á byssueign Bandaríkjamanna en skotárásir í landinu hafa verið daglegt brauð síðustu ár. Þessar nýju reglur munu ekki fara fyrir Bandaríkjaþing þar sem litlar sem engar líkur eru á því að þingið muni samþykkja eitthvað sem felur í sér að erfiðara verði fyrir landsmenn að eignast byssur, þar sem hagsmunasamtök byssueigenda hafa mikil ítök á bandaríska þinginu. „Hagsmunasamtökin geta haldið þinginu í gíslingu en þau mega ekki halda þjóðinni í gíslingu. Við megum ekki sætta okkur við blóðbaðið,“ sagði Obama á Twitter í gær. Með nýjum reglum varðandi byssusölu á netinu og á byssusýningum freistar forsetinn að loka gati í regluverkinu sem yfirvöld hafa lengi vitað af. Nú eiga hins vegar sömu reglur að gilda fyrir alla sem selja byssur, hvort sem það er út úr búð eða í gegnum netið.The gun lobby may be holding Congress hostage, but they can't hold America hostage. We can't accept this carnage in our communities.— President Obama (@POTUS) January 4, 2016 Tengdar fréttir Obama gefst upp á þinginu: Kynnir nýjar takmarkanir á byssueign Barack Obama mun funda með dómsmálaráðherra landsins eftir helgi til að leggja lokahönd á röð forsetaákvarðana sem kynntar verða í næstu viku. 1. janúar 2016 15:49 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hyggst skikka þá sem selja byssur á netinu og á byssusýningum sem haldnar eru án tilskilinna leyfa til að kanna bakgrunn þeirra sem kaupa af þeim skotvopn. Forsetinn greindi frá þessu í gær en aðgerðirnar eru liður í þeirri viðleitni hans að koma böndum á byssueign Bandaríkjamanna en skotárásir í landinu hafa verið daglegt brauð síðustu ár. Þessar nýju reglur munu ekki fara fyrir Bandaríkjaþing þar sem litlar sem engar líkur eru á því að þingið muni samþykkja eitthvað sem felur í sér að erfiðara verði fyrir landsmenn að eignast byssur, þar sem hagsmunasamtök byssueigenda hafa mikil ítök á bandaríska þinginu. „Hagsmunasamtökin geta haldið þinginu í gíslingu en þau mega ekki halda þjóðinni í gíslingu. Við megum ekki sætta okkur við blóðbaðið,“ sagði Obama á Twitter í gær. Með nýjum reglum varðandi byssusölu á netinu og á byssusýningum freistar forsetinn að loka gati í regluverkinu sem yfirvöld hafa lengi vitað af. Nú eiga hins vegar sömu reglur að gilda fyrir alla sem selja byssur, hvort sem það er út úr búð eða í gegnum netið.The gun lobby may be holding Congress hostage, but they can't hold America hostage. We can't accept this carnage in our communities.— President Obama (@POTUS) January 4, 2016
Tengdar fréttir Obama gefst upp á þinginu: Kynnir nýjar takmarkanir á byssueign Barack Obama mun funda með dómsmálaráðherra landsins eftir helgi til að leggja lokahönd á röð forsetaákvarðana sem kynntar verða í næstu viku. 1. janúar 2016 15:49 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Obama gefst upp á þinginu: Kynnir nýjar takmarkanir á byssueign Barack Obama mun funda með dómsmálaráðherra landsins eftir helgi til að leggja lokahönd á röð forsetaákvarðana sem kynntar verða í næstu viku. 1. janúar 2016 15:49