Vitað er til þess að afganskir hermenn hafi einnig fallið.
Samkvæmt upplýsingafulltrúa Pentagon voru tvær þyrlur sendar á vettvang með sem flytja áttu særða á brott. Snúa þurfti annarri þeirra við eftir að skotið var á hana og hin skemmdist við lendingu.
Samkvæmt frétt CNN voru hermennirnir, sem eru meðlimir sérsveita Bandaríkjanna, að þjálfa afganska hermenn þegar þeir urðu fyrir árás.
Bandaríkin réðust inn í Afganistan skömmu eftir árásirnar á Tvíburaturnana 2011, með stuðningi NATO. Talibanar, sem þá réðu lögum og logum í landinu höfðu veitt Al-Qaeda skjól þar. Flestir hermenn NATO yfirgáfu ríkið þó í fyrra, en bandarískir og breskir hermenn hafa verið þar áfram.