77 mál sett á dagskrána Sveinn Arnarsson skrifar 28. apríl 2016 07:00 Í nýrri þingmálaskrá ríkisstjórnar Sigurðar Inga Jóhannssonar eru alls 77 lagafrumvörp, þingsályktunartillögur og skýrslur sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar telja brýna nauðsyn að nái fram að ganga fyrir næstu kosningar. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru aðeins fjórtán þingfundardagar til stefnu þar til þingi verður frestað til að gefa forsetakosningum þann 25. júní svigrúm. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna gefa ekkert fyrir þingmálaskrána eins og hún lítur út núna. „Listinn er óraunsær enda á honum viðamikil lagafrumvörp sem enn hafa ekki verið skrifuð,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Það eru ýmis mál á listanum ágæt og önnur nauðsynleg en afar fá sem ekki mega bíða haustsins. Mér finnst hann lýsa örvæntingarfullri tilraun stjórnarflokkanna til að reyna að finna rök fyrir þaulsetu sinni.“ Á næstu dögum mun stjórnarandstaðan svo krefjast svara um aðgerðir gagnvart aflandseyjum og viðbragða frá ráðherrum, nú þegar forystumenn lífeyrissjóða í sambærilegri stöðu og ráðherrar Sjálfstæðisflokks hafa sagt af sér vegna Panamaskjalanna. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng og segir þennan lista ekki halda nokkru vatni. „Það sem skiptir máli er að þarna eru mál sem beinlínis á eftir að skrifa og eiga þar af leiðandi eftir að koma til þingsins. Ég get ekki séð að þessi listi sé sá forgangslisti sem stjórnarflokkarnir töluðu um að þyrfti að klára fyrir kosningar,“ segir Katrín. „Því er enn á huldu hvað ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér að gera. Síðan þessi ríkisstjórn var mynduð hefur það verið skýr krafa minnihlutans að boða til kosninga strax. Stjórnarflokkarnir vita nú ekki sitt rjúkandi ráð og því hefði verið farsælast að boða strax til kosninga.“ „Þetta er samtíningur allra mála sem eru í vinnslu, sýnist mér, og ríkisstjórnin hefur ekki gefið upp hvað hún lítur á sem forgangsmál. Það er erfitt að sjá á þessum lista hvaða mál er þjóðhagslega nauðsynlegt að klára fyrir kosningar,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. „Starfsáætlun þingsins mun líklega fara út um þúfur og því eru þingstörfin í nokkru myrkri ennþá.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, gefur lítið fyrir þau loforð stjórnarflokkanna að kosið verði í haust. „Við höfum séð þessa flokka ganga á bak orða sinna í tvígang þegar kemur að því að lofa kosningum. Bæði var ekki kosið um áframhald viðræðna við ESB og ekki heldur um stjórnarskrárbreytingar samhliða sveitarstjórnarkosningum 2014. Því tel ég hugsanlegt að það verði kosið í haust en það kæmi mér ekkert á óvart þó ríkisstjórnarflokkarnir myndu svíkja það loforð,“ segir Helgi Hrafn. „Þessi listi er auðvitað bara fyrirsláttur stjórnarflokkanna um að þeir séu svo mikilvægir að þeir einir geti komið þessum málum áfram. við höfum séð þetta gerast áður. Á meðan þurfum við bara að bíða og sjá hvað gerist.Einar K. Guðfinnsson.vísir/GvaStarfsáætlun endurskoðuðEinar K. Guðfinnsson segir líklegt að þing komi aftur saman í ágúst til að ljúka brýnum málum áður en kosið verður í haust. Líklegt sé að ný starfsáætlun þurfi að líta dagsins ljós fljótlega „Ég geri ráð fyrir því að þingið starfi út maímánuð en þingstörfum verði síðan frestað á fyrstu dögum júnímánaðar. Við þurfum að gefa forsetakosningum svigrúm sem munu fara fram í lok júní,“ segir Einar. „Ég geri síðan frekar ráð fyrir því að þingið verði í fríi í júlímánuði og verði kallað saman aftur í byrjun ágústmánaðar til að ljúka brýnum málum áður en kosið verður í lok október.“ Samkvæmt áætlun á nýtt þing að koma saman þann 13. september þar sem fjárlagafrumvarp næsta árs er alla jafna fyrsta mál á dagskrá. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í alþingishúsinu þegar tilkynnt var um myndun nýrrar ríkisstjórnar að stytta ætti kjörtímabilið um eitt löggjafarþing. Verði það að veruleika mun verða kosið fyrir 13. september.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira
Í nýrri þingmálaskrá ríkisstjórnar Sigurðar Inga Jóhannssonar eru alls 77 lagafrumvörp, þingsályktunartillögur og skýrslur sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar telja brýna nauðsyn að nái fram að ganga fyrir næstu kosningar. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru aðeins fjórtán þingfundardagar til stefnu þar til þingi verður frestað til að gefa forsetakosningum þann 25. júní svigrúm. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna gefa ekkert fyrir þingmálaskrána eins og hún lítur út núna. „Listinn er óraunsær enda á honum viðamikil lagafrumvörp sem enn hafa ekki verið skrifuð,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Það eru ýmis mál á listanum ágæt og önnur nauðsynleg en afar fá sem ekki mega bíða haustsins. Mér finnst hann lýsa örvæntingarfullri tilraun stjórnarflokkanna til að reyna að finna rök fyrir þaulsetu sinni.“ Á næstu dögum mun stjórnarandstaðan svo krefjast svara um aðgerðir gagnvart aflandseyjum og viðbragða frá ráðherrum, nú þegar forystumenn lífeyrissjóða í sambærilegri stöðu og ráðherrar Sjálfstæðisflokks hafa sagt af sér vegna Panamaskjalanna. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng og segir þennan lista ekki halda nokkru vatni. „Það sem skiptir máli er að þarna eru mál sem beinlínis á eftir að skrifa og eiga þar af leiðandi eftir að koma til þingsins. Ég get ekki séð að þessi listi sé sá forgangslisti sem stjórnarflokkarnir töluðu um að þyrfti að klára fyrir kosningar,“ segir Katrín. „Því er enn á huldu hvað ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér að gera. Síðan þessi ríkisstjórn var mynduð hefur það verið skýr krafa minnihlutans að boða til kosninga strax. Stjórnarflokkarnir vita nú ekki sitt rjúkandi ráð og því hefði verið farsælast að boða strax til kosninga.“ „Þetta er samtíningur allra mála sem eru í vinnslu, sýnist mér, og ríkisstjórnin hefur ekki gefið upp hvað hún lítur á sem forgangsmál. Það er erfitt að sjá á þessum lista hvaða mál er þjóðhagslega nauðsynlegt að klára fyrir kosningar,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. „Starfsáætlun þingsins mun líklega fara út um þúfur og því eru þingstörfin í nokkru myrkri ennþá.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, gefur lítið fyrir þau loforð stjórnarflokkanna að kosið verði í haust. „Við höfum séð þessa flokka ganga á bak orða sinna í tvígang þegar kemur að því að lofa kosningum. Bæði var ekki kosið um áframhald viðræðna við ESB og ekki heldur um stjórnarskrárbreytingar samhliða sveitarstjórnarkosningum 2014. Því tel ég hugsanlegt að það verði kosið í haust en það kæmi mér ekkert á óvart þó ríkisstjórnarflokkarnir myndu svíkja það loforð,“ segir Helgi Hrafn. „Þessi listi er auðvitað bara fyrirsláttur stjórnarflokkanna um að þeir séu svo mikilvægir að þeir einir geti komið þessum málum áfram. við höfum séð þetta gerast áður. Á meðan þurfum við bara að bíða og sjá hvað gerist.Einar K. Guðfinnsson.vísir/GvaStarfsáætlun endurskoðuðEinar K. Guðfinnsson segir líklegt að þing komi aftur saman í ágúst til að ljúka brýnum málum áður en kosið verður í haust. Líklegt sé að ný starfsáætlun þurfi að líta dagsins ljós fljótlega „Ég geri ráð fyrir því að þingið starfi út maímánuð en þingstörfum verði síðan frestað á fyrstu dögum júnímánaðar. Við þurfum að gefa forsetakosningum svigrúm sem munu fara fram í lok júní,“ segir Einar. „Ég geri síðan frekar ráð fyrir því að þingið verði í fríi í júlímánuði og verði kallað saman aftur í byrjun ágústmánaðar til að ljúka brýnum málum áður en kosið verður í lok október.“ Samkvæmt áætlun á nýtt þing að koma saman þann 13. september þar sem fjárlagafrumvarp næsta árs er alla jafna fyrsta mál á dagskrá. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í alþingishúsinu þegar tilkynnt var um myndun nýrrar ríkisstjórnar að stytta ætti kjörtímabilið um eitt löggjafarþing. Verði það að veruleika mun verða kosið fyrir 13. september.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira