Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2016 21:30 Aron Elís Þrándarson. Vísir/Stefán Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. Strákarnir þurfa að vinna Úkraínu á Laugardalsvellinum á morgun í lokaleik sínum í undankeppninni en sigur myndi tryggja liðinu efsta sætið í riðlinum og þar með sæti í tólf liða úrslitakeppninni í júní 2017. Aron Elís Þrándarson skoraði fyrra mark íslenska liðsins í sigrinum mikilvæga á Skotum á miðvikudaginn var. Hann hefur spilað alla níu leiki liðsins í undankeppninni til þessa. „Stemmningin er bara gríðarlega góð. Við erum búnir að bíða eftir þessu í langan tíma. Við stefndum að þessu fyrir keppnina og hingað erum við komnir,“ sagði Aron Elís Þrándarson í viðtali við Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamann 365, á æfingu liðsins í dag. Úkraínska liðið á ekki möguleika á því að komast áfram og er því bara að spila upp á heiðurinn á Laugardalsvellinum á morgun. Við hverju býst íslenska landsliðið af liði Úkraínu á morgun? „Við horfðum á þá í fyrradag og þeir eru mjög góðir. Þeir eru sérstaklega góðir með boltann. Þeir eru búnir að yngja upp í liðinu en þeir eru að fara koma hingað og gefa okkur hörkuleik. Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna,“ sagði Aron Elís. „Við setum þá kröfu á okkur sjálfa að klára þetta. Við erum alltof nálægt þessu til að fara að klúðra þessu. Þetta er ekkert flókið, við ætlum bara að koma hingað á morgun og vinna þetta," sagði Aron Elís en hvað þarf íslenska liðið þá að gera? „Við þurfum að halda í okkar skipulag, ekki vera of æstir í að fara að sækja markið strax og vera bara rólegir því þá held ég að þetta komi bara,“ sagði Aron Elís. „Við verðum bara þolinmóðir og spilum okkar leik. Við ætlum ekkert að breyta því og vonandi bara klárum við þetta,“ sagði Aron. Úrslitakeppni í Póllandi næsta sumar gæti opnað margar dyr fyrir íslensku strákana. „Þetta er þvílíkur gluggi fyrir alla í liðinu. Það eru margir í liðinu sem eru að spila á Íslandi og þetta er því gríðarlega stór gluggi fyrir þá að komast á þetta lokamót. Við settum það markmið fyrir keppnina að komast til Póllands og við erum svo nálægt því núna,“ sagði Aron Elís Þrándarson en það er hægt að sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan.Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 16.45 á Laugardalsvellinum á morgun og verður líka sýndur beint á Stöð 2 Sport.Viðtalið við Aron Elís Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. Strákarnir þurfa að vinna Úkraínu á Laugardalsvellinum á morgun í lokaleik sínum í undankeppninni en sigur myndi tryggja liðinu efsta sætið í riðlinum og þar með sæti í tólf liða úrslitakeppninni í júní 2017. Aron Elís Þrándarson skoraði fyrra mark íslenska liðsins í sigrinum mikilvæga á Skotum á miðvikudaginn var. Hann hefur spilað alla níu leiki liðsins í undankeppninni til þessa. „Stemmningin er bara gríðarlega góð. Við erum búnir að bíða eftir þessu í langan tíma. Við stefndum að þessu fyrir keppnina og hingað erum við komnir,“ sagði Aron Elís Þrándarson í viðtali við Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamann 365, á æfingu liðsins í dag. Úkraínska liðið á ekki möguleika á því að komast áfram og er því bara að spila upp á heiðurinn á Laugardalsvellinum á morgun. Við hverju býst íslenska landsliðið af liði Úkraínu á morgun? „Við horfðum á þá í fyrradag og þeir eru mjög góðir. Þeir eru sérstaklega góðir með boltann. Þeir eru búnir að yngja upp í liðinu en þeir eru að fara koma hingað og gefa okkur hörkuleik. Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna,“ sagði Aron Elís. „Við setum þá kröfu á okkur sjálfa að klára þetta. Við erum alltof nálægt þessu til að fara að klúðra þessu. Þetta er ekkert flókið, við ætlum bara að koma hingað á morgun og vinna þetta," sagði Aron Elís en hvað þarf íslenska liðið þá að gera? „Við þurfum að halda í okkar skipulag, ekki vera of æstir í að fara að sækja markið strax og vera bara rólegir því þá held ég að þetta komi bara,“ sagði Aron Elís. „Við verðum bara þolinmóðir og spilum okkar leik. Við ætlum ekkert að breyta því og vonandi bara klárum við þetta,“ sagði Aron. Úrslitakeppni í Póllandi næsta sumar gæti opnað margar dyr fyrir íslensku strákana. „Þetta er þvílíkur gluggi fyrir alla í liðinu. Það eru margir í liðinu sem eru að spila á Íslandi og þetta er því gríðarlega stór gluggi fyrir þá að komast á þetta lokamót. Við settum það markmið fyrir keppnina að komast til Póllands og við erum svo nálægt því núna,“ sagði Aron Elís Þrándarson en það er hægt að sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan.Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 16.45 á Laugardalsvellinum á morgun og verður líka sýndur beint á Stöð 2 Sport.Viðtalið við Aron Elís
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira