Fékk send fordómafull skilaboð í gegnum Snapchat Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 19:15 Börn innflytjenda upplifa sig minna virði í samfélaginu en jafnaldrar þeirra. Þetta segir íslensk kona sem flutti til Íslands frá Filippseyjum fyrir næstum tuttugu árum. Hún hefur sjálf fengið send skilaboð í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat sem endurspegla fordóma í garð innflytjenda. Donna Cruz flutti til Íslands frá Filippseyjum ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var fjögurra ára gömul. Hún hefur undanfarna mánuði haldið úti vinsælum Snapchat reikningi þar sem hún er með nokkur þúsund fylgjendur. Eins og gengur fær hún margs konar skilaboð í gegnum snjallsímaforritið, en þegar fylgjendunum fjölgaði fór að bera á skilaboðum þar sem gert er lítið úr henni vegna upprunans. „Algengustu skilaboðin eru þar sem fólk segir að ég sé asnaleg eða kjánaleg en maður getur hunsað þannig skilaboð. En um leið og þetta kemur út í skilaboð þar sem fólk segir að ég sé ekki nógu góð af því ég er útlendingur, þar er rosalega vont,“ segir Donna. „Ég veit um fullt af stelpum sem eru af erlendum upruna og finnst þær ekki vera nógu góðar fyrir íslenskt samfélag. Sem ég tengi rosalega vel við, mér hefur alveg liðið þannig þegar ég var yngri.“Dæmi um skilaboð sem Donna hefur fengið send þar sem lítið er gert úr uppruna hennar.Innflytjendur skíra börn sín íslenskum nöfnum til að sleppa við fordóma Donna segir það sína reynslu að börn innflytjenda upplifi sig vera minna virði en börn sem fædd eru hér á landi. „Fordómar gagnvart útlendingum á Íslandi eru alveg til staðar þó að það sé kannski ekki sjáanlegt. Segjum að það sé önnur stelpa alveg eins og ég, nema hún er alíslensk, sem er alveg jafn hæfileikarík og ég og alveg jafn fyndin. Mér mun samt alltaf finnast að hún hafi eitthvað forskot því hún er alveg íslensk. Ég veit alveg um nokkra foreldra sem hafa verið að skíra börnin sín íslenskum nöfnum svo þau þurfi ekki að upplifa fordóma eins og þeir gerðu kannski þegar þeir voru yngri,“ segir hún.„Það er enginn útlendingur að fara að vinna Ungfrú Ísland“Donna tók þátt í Ungfrú Ísland fyrr á árinu og segist hafa fengið fyrir það nokkra gagnrýni. „Af hverju ertu að taka þátt? Þú ert ekkert að fara að vinna, þú ert útlensk. Það er enginn útlendingur að fara að vinna Ungfrú Ísland,“var á meðal þess sem Donna fékk að heyra. „Sama hversu lengi ég eða einhver manneskja er búin að búa á Íslandi, ef við lítum ekki íslensk út þá erum við allt í einu ekki íslensk. Það er bara svo leiðinlegt að þetta þurfi að vera svona á Íslandi sem er pínulítið land þar sem fullt af útlendingum búa. Af hverju er þetta ennþá til? Af hverju er þetta ennþá mál?“ Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Börn innflytjenda upplifa sig minna virði í samfélaginu en jafnaldrar þeirra. Þetta segir íslensk kona sem flutti til Íslands frá Filippseyjum fyrir næstum tuttugu árum. Hún hefur sjálf fengið send skilaboð í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat sem endurspegla fordóma í garð innflytjenda. Donna Cruz flutti til Íslands frá Filippseyjum ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var fjögurra ára gömul. Hún hefur undanfarna mánuði haldið úti vinsælum Snapchat reikningi þar sem hún er með nokkur þúsund fylgjendur. Eins og gengur fær hún margs konar skilaboð í gegnum snjallsímaforritið, en þegar fylgjendunum fjölgaði fór að bera á skilaboðum þar sem gert er lítið úr henni vegna upprunans. „Algengustu skilaboðin eru þar sem fólk segir að ég sé asnaleg eða kjánaleg en maður getur hunsað þannig skilaboð. En um leið og þetta kemur út í skilaboð þar sem fólk segir að ég sé ekki nógu góð af því ég er útlendingur, þar er rosalega vont,“ segir Donna. „Ég veit um fullt af stelpum sem eru af erlendum upruna og finnst þær ekki vera nógu góðar fyrir íslenskt samfélag. Sem ég tengi rosalega vel við, mér hefur alveg liðið þannig þegar ég var yngri.“Dæmi um skilaboð sem Donna hefur fengið send þar sem lítið er gert úr uppruna hennar.Innflytjendur skíra börn sín íslenskum nöfnum til að sleppa við fordóma Donna segir það sína reynslu að börn innflytjenda upplifi sig vera minna virði en börn sem fædd eru hér á landi. „Fordómar gagnvart útlendingum á Íslandi eru alveg til staðar þó að það sé kannski ekki sjáanlegt. Segjum að það sé önnur stelpa alveg eins og ég, nema hún er alíslensk, sem er alveg jafn hæfileikarík og ég og alveg jafn fyndin. Mér mun samt alltaf finnast að hún hafi eitthvað forskot því hún er alveg íslensk. Ég veit alveg um nokkra foreldra sem hafa verið að skíra börnin sín íslenskum nöfnum svo þau þurfi ekki að upplifa fordóma eins og þeir gerðu kannski þegar þeir voru yngri,“ segir hún.„Það er enginn útlendingur að fara að vinna Ungfrú Ísland“Donna tók þátt í Ungfrú Ísland fyrr á árinu og segist hafa fengið fyrir það nokkra gagnrýni. „Af hverju ertu að taka þátt? Þú ert ekkert að fara að vinna, þú ert útlensk. Það er enginn útlendingur að fara að vinna Ungfrú Ísland,“var á meðal þess sem Donna fékk að heyra. „Sama hversu lengi ég eða einhver manneskja er búin að búa á Íslandi, ef við lítum ekki íslensk út þá erum við allt í einu ekki íslensk. Það er bara svo leiðinlegt að þetta þurfi að vera svona á Íslandi sem er pínulítið land þar sem fullt af útlendingum búa. Af hverju er þetta ennþá til? Af hverju er þetta ennþá mál?“
Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira