Fékk send fordómafull skilaboð í gegnum Snapchat Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 19:15 Börn innflytjenda upplifa sig minna virði í samfélaginu en jafnaldrar þeirra. Þetta segir íslensk kona sem flutti til Íslands frá Filippseyjum fyrir næstum tuttugu árum. Hún hefur sjálf fengið send skilaboð í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat sem endurspegla fordóma í garð innflytjenda. Donna Cruz flutti til Íslands frá Filippseyjum ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var fjögurra ára gömul. Hún hefur undanfarna mánuði haldið úti vinsælum Snapchat reikningi þar sem hún er með nokkur þúsund fylgjendur. Eins og gengur fær hún margs konar skilaboð í gegnum snjallsímaforritið, en þegar fylgjendunum fjölgaði fór að bera á skilaboðum þar sem gert er lítið úr henni vegna upprunans. „Algengustu skilaboðin eru þar sem fólk segir að ég sé asnaleg eða kjánaleg en maður getur hunsað þannig skilaboð. En um leið og þetta kemur út í skilaboð þar sem fólk segir að ég sé ekki nógu góð af því ég er útlendingur, þar er rosalega vont,“ segir Donna. „Ég veit um fullt af stelpum sem eru af erlendum upruna og finnst þær ekki vera nógu góðar fyrir íslenskt samfélag. Sem ég tengi rosalega vel við, mér hefur alveg liðið þannig þegar ég var yngri.“Dæmi um skilaboð sem Donna hefur fengið send þar sem lítið er gert úr uppruna hennar.Innflytjendur skíra börn sín íslenskum nöfnum til að sleppa við fordóma Donna segir það sína reynslu að börn innflytjenda upplifi sig vera minna virði en börn sem fædd eru hér á landi. „Fordómar gagnvart útlendingum á Íslandi eru alveg til staðar þó að það sé kannski ekki sjáanlegt. Segjum að það sé önnur stelpa alveg eins og ég, nema hún er alíslensk, sem er alveg jafn hæfileikarík og ég og alveg jafn fyndin. Mér mun samt alltaf finnast að hún hafi eitthvað forskot því hún er alveg íslensk. Ég veit alveg um nokkra foreldra sem hafa verið að skíra börnin sín íslenskum nöfnum svo þau þurfi ekki að upplifa fordóma eins og þeir gerðu kannski þegar þeir voru yngri,“ segir hún.„Það er enginn útlendingur að fara að vinna Ungfrú Ísland“Donna tók þátt í Ungfrú Ísland fyrr á árinu og segist hafa fengið fyrir það nokkra gagnrýni. „Af hverju ertu að taka þátt? Þú ert ekkert að fara að vinna, þú ert útlensk. Það er enginn útlendingur að fara að vinna Ungfrú Ísland,“var á meðal þess sem Donna fékk að heyra. „Sama hversu lengi ég eða einhver manneskja er búin að búa á Íslandi, ef við lítum ekki íslensk út þá erum við allt í einu ekki íslensk. Það er bara svo leiðinlegt að þetta þurfi að vera svona á Íslandi sem er pínulítið land þar sem fullt af útlendingum búa. Af hverju er þetta ennþá til? Af hverju er þetta ennþá mál?“ Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Börn innflytjenda upplifa sig minna virði í samfélaginu en jafnaldrar þeirra. Þetta segir íslensk kona sem flutti til Íslands frá Filippseyjum fyrir næstum tuttugu árum. Hún hefur sjálf fengið send skilaboð í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat sem endurspegla fordóma í garð innflytjenda. Donna Cruz flutti til Íslands frá Filippseyjum ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var fjögurra ára gömul. Hún hefur undanfarna mánuði haldið úti vinsælum Snapchat reikningi þar sem hún er með nokkur þúsund fylgjendur. Eins og gengur fær hún margs konar skilaboð í gegnum snjallsímaforritið, en þegar fylgjendunum fjölgaði fór að bera á skilaboðum þar sem gert er lítið úr henni vegna upprunans. „Algengustu skilaboðin eru þar sem fólk segir að ég sé asnaleg eða kjánaleg en maður getur hunsað þannig skilaboð. En um leið og þetta kemur út í skilaboð þar sem fólk segir að ég sé ekki nógu góð af því ég er útlendingur, þar er rosalega vont,“ segir Donna. „Ég veit um fullt af stelpum sem eru af erlendum upruna og finnst þær ekki vera nógu góðar fyrir íslenskt samfélag. Sem ég tengi rosalega vel við, mér hefur alveg liðið þannig þegar ég var yngri.“Dæmi um skilaboð sem Donna hefur fengið send þar sem lítið er gert úr uppruna hennar.Innflytjendur skíra börn sín íslenskum nöfnum til að sleppa við fordóma Donna segir það sína reynslu að börn innflytjenda upplifi sig vera minna virði en börn sem fædd eru hér á landi. „Fordómar gagnvart útlendingum á Íslandi eru alveg til staðar þó að það sé kannski ekki sjáanlegt. Segjum að það sé önnur stelpa alveg eins og ég, nema hún er alíslensk, sem er alveg jafn hæfileikarík og ég og alveg jafn fyndin. Mér mun samt alltaf finnast að hún hafi eitthvað forskot því hún er alveg íslensk. Ég veit alveg um nokkra foreldra sem hafa verið að skíra börnin sín íslenskum nöfnum svo þau þurfi ekki að upplifa fordóma eins og þeir gerðu kannski þegar þeir voru yngri,“ segir hún.„Það er enginn útlendingur að fara að vinna Ungfrú Ísland“Donna tók þátt í Ungfrú Ísland fyrr á árinu og segist hafa fengið fyrir það nokkra gagnrýni. „Af hverju ertu að taka þátt? Þú ert ekkert að fara að vinna, þú ert útlensk. Það er enginn útlendingur að fara að vinna Ungfrú Ísland,“var á meðal þess sem Donna fékk að heyra. „Sama hversu lengi ég eða einhver manneskja er búin að búa á Íslandi, ef við lítum ekki íslensk út þá erum við allt í einu ekki íslensk. Það er bara svo leiðinlegt að þetta þurfi að vera svona á Íslandi sem er pínulítið land þar sem fullt af útlendingum búa. Af hverju er þetta ennþá til? Af hverju er þetta ennþá mál?“
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira