Pólskar konur mótmæltu Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. október 2016 07:00 Konur í Varsjá mótmæla áformum stjórnarinnar um allsherjarbann við fóstureyðingum. vísir/epa Þúsundir kvenna tóku þátt í mótmælaverkfalli gegn áformum um fóstureyðingarbann í Póllandi. Fyrirmynd mótmælanna er fengin frá kvennafrídeginum á Íslandi árið 1975. Konur í Póllandi mótmæltu með því að mæta ekki í vinnuna og sinna ekki heimilisverkum, rétt eins og konur gerðu hér á landi fyrir rúmlega fjörutíu árum. Mótmæladagurinn í gær hefur verið nefndur Svartur mánudagur. Í tilefni dagsins klæddust konur svörtu og flykktust út á götur helstu borga Póllands þúsundum saman, með mótmælaspjöld og hrópuðu vígorð gegn áformum stjórnarinnar. Víða í borgum Evrópu hélt fólk út á götur til stuðnings pólsku mótmælendunum, þar á meðal í Berlín, Brussel, Belfast og einnig hér í Reykjavík. Talið er að milljónir manna hafi tekið þátt í aðgerðunum. Pólska stjórnin hefur kynnt frumvarp um allsherjarbann við fóstureyðingum í öllu landinu. Neðri deild pólska þingsins samþykkti í september að senda frumvarpið til umfjöllunar í nefnd að lokinni fyrstu umræðu í deildinni. Pólska fóstureyðingarlöggjöfin þykir þó harla ströng fyrir. Nú eru reglurnar þannig að fóstureyðingar eru einungis heimilar ef þær stofna heilsu móðurinnar í hættu, ef vitað er um fósturgalla eða ef þungun varð með nauðgun eða sifjaspellum. Fyrirhuguð lög myndu hins vegar gera fóstureyðingar ólöglegur í öllum tilvikum. Einungis tvö önnur ríki í Evrópu eru með svo stranga fóstureyðingarlöggjöf, en það er Malta og Páfagarður. Ákvæði frumvarpsins eru það ströng að læknar geta átt á hættu að verða sóttir til saka ef þeir framkvæma aðgerð til að bjarga lífi móðurinnar ef það kostar dauða fóstursins. Þá geta konur átt yfir höfði sér fangelsisvist ef þær missa fóstur. Laga- og réttlætisflokkurinn, sem er fimmtán ára gamall flokkur hægrisinnaðra íhaldsmanna, hefur haldið um stjórnartaumana í Póllandi í tæpt ár, eða frá því hann sigraði með yfirburðum í þingkosningum í október á síðasta ári. Flokkurinn fékk þá 235 þingsæti af 460 og fer því með meirihluta á þingi án þess að þurfa stuðning frá öðrum flokkum. Kaþólska kirkjan í Póllandi hefur eindregið stutt stjórnina í þessum áformum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka Bréfið er sent að frumkvæði Ástu Guðrúnar Helgadóttir, þingmanns pírata. Þrjátíu íslenskir þingmenn skrifuðu undir. 3. október 2016 17:49 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira
Þúsundir kvenna tóku þátt í mótmælaverkfalli gegn áformum um fóstureyðingarbann í Póllandi. Fyrirmynd mótmælanna er fengin frá kvennafrídeginum á Íslandi árið 1975. Konur í Póllandi mótmæltu með því að mæta ekki í vinnuna og sinna ekki heimilisverkum, rétt eins og konur gerðu hér á landi fyrir rúmlega fjörutíu árum. Mótmæladagurinn í gær hefur verið nefndur Svartur mánudagur. Í tilefni dagsins klæddust konur svörtu og flykktust út á götur helstu borga Póllands þúsundum saman, með mótmælaspjöld og hrópuðu vígorð gegn áformum stjórnarinnar. Víða í borgum Evrópu hélt fólk út á götur til stuðnings pólsku mótmælendunum, þar á meðal í Berlín, Brussel, Belfast og einnig hér í Reykjavík. Talið er að milljónir manna hafi tekið þátt í aðgerðunum. Pólska stjórnin hefur kynnt frumvarp um allsherjarbann við fóstureyðingum í öllu landinu. Neðri deild pólska þingsins samþykkti í september að senda frumvarpið til umfjöllunar í nefnd að lokinni fyrstu umræðu í deildinni. Pólska fóstureyðingarlöggjöfin þykir þó harla ströng fyrir. Nú eru reglurnar þannig að fóstureyðingar eru einungis heimilar ef þær stofna heilsu móðurinnar í hættu, ef vitað er um fósturgalla eða ef þungun varð með nauðgun eða sifjaspellum. Fyrirhuguð lög myndu hins vegar gera fóstureyðingar ólöglegur í öllum tilvikum. Einungis tvö önnur ríki í Evrópu eru með svo stranga fóstureyðingarlöggjöf, en það er Malta og Páfagarður. Ákvæði frumvarpsins eru það ströng að læknar geta átt á hættu að verða sóttir til saka ef þeir framkvæma aðgerð til að bjarga lífi móðurinnar ef það kostar dauða fóstursins. Þá geta konur átt yfir höfði sér fangelsisvist ef þær missa fóstur. Laga- og réttlætisflokkurinn, sem er fimmtán ára gamall flokkur hægrisinnaðra íhaldsmanna, hefur haldið um stjórnartaumana í Póllandi í tæpt ár, eða frá því hann sigraði með yfirburðum í þingkosningum í október á síðasta ári. Flokkurinn fékk þá 235 þingsæti af 460 og fer því með meirihluta á þingi án þess að þurfa stuðning frá öðrum flokkum. Kaþólska kirkjan í Póllandi hefur eindregið stutt stjórnina í þessum áformum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka Bréfið er sent að frumkvæði Ástu Guðrúnar Helgadóttir, þingmanns pírata. Þrjátíu íslenskir þingmenn skrifuðu undir. 3. október 2016 17:49 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira
Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka Bréfið er sent að frumkvæði Ástu Guðrúnar Helgadóttir, þingmanns pírata. Þrjátíu íslenskir þingmenn skrifuðu undir. 3. október 2016 17:49