Pólskar konur mótmæltu Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. október 2016 07:00 Konur í Varsjá mótmæla áformum stjórnarinnar um allsherjarbann við fóstureyðingum. vísir/epa Þúsundir kvenna tóku þátt í mótmælaverkfalli gegn áformum um fóstureyðingarbann í Póllandi. Fyrirmynd mótmælanna er fengin frá kvennafrídeginum á Íslandi árið 1975. Konur í Póllandi mótmæltu með því að mæta ekki í vinnuna og sinna ekki heimilisverkum, rétt eins og konur gerðu hér á landi fyrir rúmlega fjörutíu árum. Mótmæladagurinn í gær hefur verið nefndur Svartur mánudagur. Í tilefni dagsins klæddust konur svörtu og flykktust út á götur helstu borga Póllands þúsundum saman, með mótmælaspjöld og hrópuðu vígorð gegn áformum stjórnarinnar. Víða í borgum Evrópu hélt fólk út á götur til stuðnings pólsku mótmælendunum, þar á meðal í Berlín, Brussel, Belfast og einnig hér í Reykjavík. Talið er að milljónir manna hafi tekið þátt í aðgerðunum. Pólska stjórnin hefur kynnt frumvarp um allsherjarbann við fóstureyðingum í öllu landinu. Neðri deild pólska þingsins samþykkti í september að senda frumvarpið til umfjöllunar í nefnd að lokinni fyrstu umræðu í deildinni. Pólska fóstureyðingarlöggjöfin þykir þó harla ströng fyrir. Nú eru reglurnar þannig að fóstureyðingar eru einungis heimilar ef þær stofna heilsu móðurinnar í hættu, ef vitað er um fósturgalla eða ef þungun varð með nauðgun eða sifjaspellum. Fyrirhuguð lög myndu hins vegar gera fóstureyðingar ólöglegur í öllum tilvikum. Einungis tvö önnur ríki í Evrópu eru með svo stranga fóstureyðingarlöggjöf, en það er Malta og Páfagarður. Ákvæði frumvarpsins eru það ströng að læknar geta átt á hættu að verða sóttir til saka ef þeir framkvæma aðgerð til að bjarga lífi móðurinnar ef það kostar dauða fóstursins. Þá geta konur átt yfir höfði sér fangelsisvist ef þær missa fóstur. Laga- og réttlætisflokkurinn, sem er fimmtán ára gamall flokkur hægrisinnaðra íhaldsmanna, hefur haldið um stjórnartaumana í Póllandi í tæpt ár, eða frá því hann sigraði með yfirburðum í þingkosningum í október á síðasta ári. Flokkurinn fékk þá 235 þingsæti af 460 og fer því með meirihluta á þingi án þess að þurfa stuðning frá öðrum flokkum. Kaþólska kirkjan í Póllandi hefur eindregið stutt stjórnina í þessum áformum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka Bréfið er sent að frumkvæði Ástu Guðrúnar Helgadóttir, þingmanns pírata. Þrjátíu íslenskir þingmenn skrifuðu undir. 3. október 2016 17:49 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Þúsundir kvenna tóku þátt í mótmælaverkfalli gegn áformum um fóstureyðingarbann í Póllandi. Fyrirmynd mótmælanna er fengin frá kvennafrídeginum á Íslandi árið 1975. Konur í Póllandi mótmæltu með því að mæta ekki í vinnuna og sinna ekki heimilisverkum, rétt eins og konur gerðu hér á landi fyrir rúmlega fjörutíu árum. Mótmæladagurinn í gær hefur verið nefndur Svartur mánudagur. Í tilefni dagsins klæddust konur svörtu og flykktust út á götur helstu borga Póllands þúsundum saman, með mótmælaspjöld og hrópuðu vígorð gegn áformum stjórnarinnar. Víða í borgum Evrópu hélt fólk út á götur til stuðnings pólsku mótmælendunum, þar á meðal í Berlín, Brussel, Belfast og einnig hér í Reykjavík. Talið er að milljónir manna hafi tekið þátt í aðgerðunum. Pólska stjórnin hefur kynnt frumvarp um allsherjarbann við fóstureyðingum í öllu landinu. Neðri deild pólska þingsins samþykkti í september að senda frumvarpið til umfjöllunar í nefnd að lokinni fyrstu umræðu í deildinni. Pólska fóstureyðingarlöggjöfin þykir þó harla ströng fyrir. Nú eru reglurnar þannig að fóstureyðingar eru einungis heimilar ef þær stofna heilsu móðurinnar í hættu, ef vitað er um fósturgalla eða ef þungun varð með nauðgun eða sifjaspellum. Fyrirhuguð lög myndu hins vegar gera fóstureyðingar ólöglegur í öllum tilvikum. Einungis tvö önnur ríki í Evrópu eru með svo stranga fóstureyðingarlöggjöf, en það er Malta og Páfagarður. Ákvæði frumvarpsins eru það ströng að læknar geta átt á hættu að verða sóttir til saka ef þeir framkvæma aðgerð til að bjarga lífi móðurinnar ef það kostar dauða fóstursins. Þá geta konur átt yfir höfði sér fangelsisvist ef þær missa fóstur. Laga- og réttlætisflokkurinn, sem er fimmtán ára gamall flokkur hægrisinnaðra íhaldsmanna, hefur haldið um stjórnartaumana í Póllandi í tæpt ár, eða frá því hann sigraði með yfirburðum í þingkosningum í október á síðasta ári. Flokkurinn fékk þá 235 þingsæti af 460 og fer því með meirihluta á þingi án þess að þurfa stuðning frá öðrum flokkum. Kaþólska kirkjan í Póllandi hefur eindregið stutt stjórnina í þessum áformum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka Bréfið er sent að frumkvæði Ástu Guðrúnar Helgadóttir, þingmanns pírata. Þrjátíu íslenskir þingmenn skrifuðu undir. 3. október 2016 17:49 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka Bréfið er sent að frumkvæði Ástu Guðrúnar Helgadóttir, þingmanns pírata. Þrjátíu íslenskir þingmenn skrifuðu undir. 3. október 2016 17:49