Gistiskýlið ekki mannsæmandi í lengri tíma Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. október 2016 20:00 Útlendingastofnun vinnur nú að því að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur á Krókhálsi en metfjöldi hælisumsókna á haustmánuðum hefur haft í för með sér að húsnæðisúrræði á vegum stofnunarinnar hafa verið fullnýtt undanfarnar vikur. Öryggisgæsla verður í húsnæðinu allan sólarhringinn. Aldrei áður hafa jafnmargir sótt um vernd í einum mánuði hér á landi og í september. Umsóknir í september voru 177. Af þeim voru 65 frá Makedóníu og 49 frá Albaníu. Næstu lönd á eftir eru Georgía og Írak. Heildarfjöldi umsókna um vernd það sem af er ári eru um 570. Undanfarið hefur verið fjallað um slæmt ástand húsnæðismála hælisleitenda en af þeim 380 hælisleitendum, sem Útlendingastofnun er með í sinni þjónustu, dvelja um 140 á hótelum og gistiheimilum. Þá hafa margir neyðst til þess að sofa á göngum í húsnæði á vegum stofnunarinnar. Gistiskýlið verður móttökustaður fyrir hælisleitendur sem hingað koma án maka og barna. Gert er ráð fyrir að það muni rúma allt að 75 manns og að fyrstu hælisleitendurnir flytji inn á fimmtudaginn. „Þetta eru það margir sem eru að koma að við ráðum ekki við það. Á meðan við erum að vinna í heildarúrræðum þá brugðum við á það ráð að fá þetta starfsleyfi,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, en stofnunin fékk ýmsar undanþágur frá þar til bærum aðilum.En er aðstaðan mannsæmandi? „Svo sem ekki til langs tíma, alls ekki. Þetta er hins vegar neyðarráðstöfun og hér er þak yfir höfuðið og hér verða rúm og sængur og matur,“ segir Kristín. Rauði krossinn hefur aðstoðað við opnunina og leggur til búnað í húsnæðið. Tengdar fréttir Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46 Húsnæðismál hælisleitenda í ólestri: Sofa á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar Húsnæðismál hælisleitenda hér á landi eru í ólestri. Útlendingastofnun leitar nú lausna og reynir að semja við sveitarfélögin um þjónustu við hælisleitendur. Takist það ekki kemur til greina að virkja neyðarskipulag Rauða krossins og setja á fót fjöldahjálparstöð. 19. september 2016 19:00 Flóttamannabúðir gætu risið fyrir hælisleitendur sem koma hingað Nokkurs konar flóttamannabúðir gætu risið hér á landi ef stjórnvöld grípa ekki inn í. 21. september 2016 07:00 Um fjörutíu hælisleitendur bíða flutnings úr landi Um fjörutíu hælisleitendur sem hafa fengið endanlega synjun bíða nú eftir flutningi úr landi. Flutningurinn er framkvæmdur af Ríkislögreglustjóra. Embættið leitar nú fimm hælisleitenda sem ekki hafa gefið sig fram en eiga að vera farnir úr landi. 25. september 2016 19:45 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Útlendingastofnun vinnur nú að því að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur á Krókhálsi en metfjöldi hælisumsókna á haustmánuðum hefur haft í för með sér að húsnæðisúrræði á vegum stofnunarinnar hafa verið fullnýtt undanfarnar vikur. Öryggisgæsla verður í húsnæðinu allan sólarhringinn. Aldrei áður hafa jafnmargir sótt um vernd í einum mánuði hér á landi og í september. Umsóknir í september voru 177. Af þeim voru 65 frá Makedóníu og 49 frá Albaníu. Næstu lönd á eftir eru Georgía og Írak. Heildarfjöldi umsókna um vernd það sem af er ári eru um 570. Undanfarið hefur verið fjallað um slæmt ástand húsnæðismála hælisleitenda en af þeim 380 hælisleitendum, sem Útlendingastofnun er með í sinni þjónustu, dvelja um 140 á hótelum og gistiheimilum. Þá hafa margir neyðst til þess að sofa á göngum í húsnæði á vegum stofnunarinnar. Gistiskýlið verður móttökustaður fyrir hælisleitendur sem hingað koma án maka og barna. Gert er ráð fyrir að það muni rúma allt að 75 manns og að fyrstu hælisleitendurnir flytji inn á fimmtudaginn. „Þetta eru það margir sem eru að koma að við ráðum ekki við það. Á meðan við erum að vinna í heildarúrræðum þá brugðum við á það ráð að fá þetta starfsleyfi,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, en stofnunin fékk ýmsar undanþágur frá þar til bærum aðilum.En er aðstaðan mannsæmandi? „Svo sem ekki til langs tíma, alls ekki. Þetta er hins vegar neyðarráðstöfun og hér er þak yfir höfuðið og hér verða rúm og sængur og matur,“ segir Kristín. Rauði krossinn hefur aðstoðað við opnunina og leggur til búnað í húsnæðið.
Tengdar fréttir Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46 Húsnæðismál hælisleitenda í ólestri: Sofa á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar Húsnæðismál hælisleitenda hér á landi eru í ólestri. Útlendingastofnun leitar nú lausna og reynir að semja við sveitarfélögin um þjónustu við hælisleitendur. Takist það ekki kemur til greina að virkja neyðarskipulag Rauða krossins og setja á fót fjöldahjálparstöð. 19. september 2016 19:00 Flóttamannabúðir gætu risið fyrir hælisleitendur sem koma hingað Nokkurs konar flóttamannabúðir gætu risið hér á landi ef stjórnvöld grípa ekki inn í. 21. september 2016 07:00 Um fjörutíu hælisleitendur bíða flutnings úr landi Um fjörutíu hælisleitendur sem hafa fengið endanlega synjun bíða nú eftir flutningi úr landi. Flutningurinn er framkvæmdur af Ríkislögreglustjóra. Embættið leitar nú fimm hælisleitenda sem ekki hafa gefið sig fram en eiga að vera farnir úr landi. 25. september 2016 19:45 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46
Húsnæðismál hælisleitenda í ólestri: Sofa á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar Húsnæðismál hælisleitenda hér á landi eru í ólestri. Útlendingastofnun leitar nú lausna og reynir að semja við sveitarfélögin um þjónustu við hælisleitendur. Takist það ekki kemur til greina að virkja neyðarskipulag Rauða krossins og setja á fót fjöldahjálparstöð. 19. september 2016 19:00
Flóttamannabúðir gætu risið fyrir hælisleitendur sem koma hingað Nokkurs konar flóttamannabúðir gætu risið hér á landi ef stjórnvöld grípa ekki inn í. 21. september 2016 07:00
Um fjörutíu hælisleitendur bíða flutnings úr landi Um fjörutíu hælisleitendur sem hafa fengið endanlega synjun bíða nú eftir flutningi úr landi. Flutningurinn er framkvæmdur af Ríkislögreglustjóra. Embættið leitar nú fimm hælisleitenda sem ekki hafa gefið sig fram en eiga að vera farnir úr landi. 25. september 2016 19:45