Um fjörutíu hælisleitendur bíða flutnings úr landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. september 2016 19:45 Um fjörutíu hælisleitendur sem hafa sótt um hæli hér á landi og fengið endanlega synjun bíða nú eftir flutningi úr landi. Flutningurinn er framkvæmdur af Ríkislögreglustjóra sem hefur reynt að bregðast við fjölgun málanna. Embættið leitar nú fimm hælisleitenda sem ekki hafa gefið sig fram en eiga að vera farnir úr landi. Hjá Ríkislögreglustjóra hefur verið sett á fót sérstök deild sem mun einungis sjá um þessi mál. Deildin kallast stoðdeild og var sett á fót í september til að bregðast við þeirri miklu fjölgun hælisleitenda sem koma hingað til lands. Í henni starfa sjö manns og sér deildin alfarið um framkvæmd flutninganna. Um fimm hundruð hælisleitendur eru á Íslandi í dag og samkvæmt skráningum Útlendingastofnunar eru um fjörutíu manns sem hafa fengið endanlega synjun og bíða eftir flutningi úr landi. „Það er hærri tala hjá okkur líka og það er þessvegna sem það hefur verið lagt meira í þetta hjá Ríkislögreglustjóra. Við erum búin að gera það góðar áætlaðir að við sjáum fram á góðan tíma í að standa okkur í því sem við erum að gera,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Guðbrandur útskýrir að framkvæmdin sé flókin. Verkefni Ríkislögreglustjóra er lokið þegar þar til bær yfirvöld í móttökuríkinu taka við einstaklingunum. Embættið treystir því að yfirvöld þar í landi tryggi þeim þann rétt sem þeir eiga. „Á hinn boginn þegar við erum að fara með fólk til heimalands þá höfum við gefið þeim ferðafé, 50 til 100 evrur, þegar við vitum það að það er peningalaust og þarf að lifa í einhvern tíma eða komst í annan hluta landsins,“ segir Guðbrandur. Í dag leitar Ríkislögreglustjóri að fimm einstaklingum sem eiga að vera farnir úr landi en hafa ekki gefið sig fram við lögreglu. „Þeir eru í felum eða týndir. Hingað til höfum við látið lýsa yfir þeim innan lögreglunnar,“ segir Guðbrandur. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Um fjörutíu hælisleitendur sem hafa sótt um hæli hér á landi og fengið endanlega synjun bíða nú eftir flutningi úr landi. Flutningurinn er framkvæmdur af Ríkislögreglustjóra sem hefur reynt að bregðast við fjölgun málanna. Embættið leitar nú fimm hælisleitenda sem ekki hafa gefið sig fram en eiga að vera farnir úr landi. Hjá Ríkislögreglustjóra hefur verið sett á fót sérstök deild sem mun einungis sjá um þessi mál. Deildin kallast stoðdeild og var sett á fót í september til að bregðast við þeirri miklu fjölgun hælisleitenda sem koma hingað til lands. Í henni starfa sjö manns og sér deildin alfarið um framkvæmd flutninganna. Um fimm hundruð hælisleitendur eru á Íslandi í dag og samkvæmt skráningum Útlendingastofnunar eru um fjörutíu manns sem hafa fengið endanlega synjun og bíða eftir flutningi úr landi. „Það er hærri tala hjá okkur líka og það er þessvegna sem það hefur verið lagt meira í þetta hjá Ríkislögreglustjóra. Við erum búin að gera það góðar áætlaðir að við sjáum fram á góðan tíma í að standa okkur í því sem við erum að gera,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Guðbrandur útskýrir að framkvæmdin sé flókin. Verkefni Ríkislögreglustjóra er lokið þegar þar til bær yfirvöld í móttökuríkinu taka við einstaklingunum. Embættið treystir því að yfirvöld þar í landi tryggi þeim þann rétt sem þeir eiga. „Á hinn boginn þegar við erum að fara með fólk til heimalands þá höfum við gefið þeim ferðafé, 50 til 100 evrur, þegar við vitum það að það er peningalaust og þarf að lifa í einhvern tíma eða komst í annan hluta landsins,“ segir Guðbrandur. Í dag leitar Ríkislögreglustjóri að fimm einstaklingum sem eiga að vera farnir úr landi en hafa ekki gefið sig fram við lögreglu. „Þeir eru í felum eða týndir. Hingað til höfum við látið lýsa yfir þeim innan lögreglunnar,“ segir Guðbrandur.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira