Hverjir ætla að taka af skarið í enska boltanum? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2016 07:00 Pep Guardiola og lærisveinar hans eru á toppnum en bara á markatölu. vísir/getty Keppnistímabilið í ensku úrvalsdeildinni hefur farið vel af stað, en án þess þó að eitt lið hafi stungið af. Aðeins eitt stig skilur að fimm efstu lið deildarinnar en það hefur aldrei áður gerst að loknum fyrstu níu umferðum nokkurs tímabils í ensku úrvalsdeildinni. Að meðaltali hafa verið 5,75 stig á milli liðanna í fyrsta og fimmta sæti deildarinnar eftir níu umferðir þegar litið er yfir 24 ára sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Gefur það sterka vísbendingu um hversu óvenjuleg staða er komin upp í deildinni nú. Bjarni Guðjónsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports um enska boltann, segir að upphaf tímabilsins í Englandi hafi komið sér á óvart. „Miðað við byrjun Manchester City á tímabilinu átti ég von á því að þeir myndu hreinlega stinga af,“ segir Bjarni en eftir að City vann fyrstu sjö leiki tímabilsins hefur liðið nú leikið þrjá í röð án sigurs og sex í öllum keppnum. City hefur raunar ekki unnið leik í októbermánuði en getur bjargað því með sigri á West Brom á morgun.Ekki eins og á Spáni „Það hefur komið hikst á leik Manchester City. Pep Guardiola hefur gert mjög miklar áherslubreytingar á liðinu síðan hann tók við í sumar og það er viðbúið að það gerist ekki vandræðalaust. Breytingin er svo mikil hjá City að ég teldi líklegt að það væri líklegra til árangurs á næsta tímabili en þessu,“ segir Bjarni enn fremur. Guardiola náði frábærum árangri með Barcelona og Bayern München á sínum tíma en Bjarni bendir á að veruleiki toppliðanna í Englandi sé annar en í Þýskalandi og Spáni. „City þurfti sjálfsmark á lokamínútunum í fyrsta leiknum gegn Sunderland til að vinna þann leik. Og Sunderland [sem er í botnsæti deildarinnar] getur ekki neitt,“ segir Bjarni. „Lið eins og Barcelona og Bayern fara auðveldlega í gegnum svona leiki sínum deildum, sérstaklega á heimavelli.“graf/fréttablaðiðÁhrifin að ná í gegn Guardiola er þó ekki eini nýi stjórinn sem er að láta til sín taka í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham og Liverpool eru bæði með stjóra sem hafa ekki verið lengi í starfi en nú er áhrifa þeirra Mauricio Pochettino og Jürgens Klopp fyrst farið að gæta að nokkru ráði. „Þeirra breytingar eru byrjaðar að skila árangri. Bæði lið hafa verið að gera miklu betur en í mörg ár og geta gert góða hluti,“ segir Bjarni. Antonio Conte tók við Chelsea í sumar og segir Bjarni að staða þeirra bláklæddu sé að því leyti svipuð og hjá hinum ljósbláu í Manchester. „Þar er nýr stjóri á ferð með mikið breyttar áherslur. Munurinn hins vegar er að Manchester City er með sterkari hóp og ræður betur við áföll. Ég geri ekki ráð fyrir að þetta verði árið sem Chelsea verði meistari, en liðið verður engu að síður í baráttu um fjögur efstu sætin.“ Arsenal tapaði fyrir Liverpool í sjö marka leik í fyrstu umferð, 4-3, en hefur síðan þá ekki tapað leik. „Samt hefur Arsenal ekki verið að spila sérstaklega vel. Ég reikna með því að Arsenal eigi eftir að spila betur eftir því sem liður á tímabilið. Gott dæmi er sigurinn á Burnley [í byrjun október], þar sem Arsenal spilaði ekki vel en vann samt. Það er ekki góðs viti fyrir hin liðin í toppbaráttunni.“Held með Mourinho Manchester United byrjaði vel á tímabilinu undir stjórn José Mourinho en hefur unnið aðeins einn af síðustu sex deildarleikjum. Bjarni reiknar ekki með United í titilbaráttu vetrarins. „Það er of langt frá efstu liðunum til þess. En ég reikna með liðinu í baráttu um Meistaradeildarsæti,“ segir Bjarni þrátt fyrir mótlætið sem Mourinho hefur lent í undanfarna daga og vikur. „Ég er litaður af því að ég held með honum. Ég vona svo innilega að þetta gangi eftir hjá honum. En ég geri mér grein fyrir því að ég er líka í þversögn við sjálfan mig með því að segja að toppbaráttan verði svipuð og nú en að United blandi sér í baráttu um Meistaradeildarsæti. En þannig er bara deildin þetta árið, hún virðist vera nokkuð óútreiknanleg,“ segir Bjarni í léttum dúr. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Sjá meira
Keppnistímabilið í ensku úrvalsdeildinni hefur farið vel af stað, en án þess þó að eitt lið hafi stungið af. Aðeins eitt stig skilur að fimm efstu lið deildarinnar en það hefur aldrei áður gerst að loknum fyrstu níu umferðum nokkurs tímabils í ensku úrvalsdeildinni. Að meðaltali hafa verið 5,75 stig á milli liðanna í fyrsta og fimmta sæti deildarinnar eftir níu umferðir þegar litið er yfir 24 ára sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Gefur það sterka vísbendingu um hversu óvenjuleg staða er komin upp í deildinni nú. Bjarni Guðjónsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports um enska boltann, segir að upphaf tímabilsins í Englandi hafi komið sér á óvart. „Miðað við byrjun Manchester City á tímabilinu átti ég von á því að þeir myndu hreinlega stinga af,“ segir Bjarni en eftir að City vann fyrstu sjö leiki tímabilsins hefur liðið nú leikið þrjá í röð án sigurs og sex í öllum keppnum. City hefur raunar ekki unnið leik í októbermánuði en getur bjargað því með sigri á West Brom á morgun.Ekki eins og á Spáni „Það hefur komið hikst á leik Manchester City. Pep Guardiola hefur gert mjög miklar áherslubreytingar á liðinu síðan hann tók við í sumar og það er viðbúið að það gerist ekki vandræðalaust. Breytingin er svo mikil hjá City að ég teldi líklegt að það væri líklegra til árangurs á næsta tímabili en þessu,“ segir Bjarni enn fremur. Guardiola náði frábærum árangri með Barcelona og Bayern München á sínum tíma en Bjarni bendir á að veruleiki toppliðanna í Englandi sé annar en í Þýskalandi og Spáni. „City þurfti sjálfsmark á lokamínútunum í fyrsta leiknum gegn Sunderland til að vinna þann leik. Og Sunderland [sem er í botnsæti deildarinnar] getur ekki neitt,“ segir Bjarni. „Lið eins og Barcelona og Bayern fara auðveldlega í gegnum svona leiki sínum deildum, sérstaklega á heimavelli.“graf/fréttablaðiðÁhrifin að ná í gegn Guardiola er þó ekki eini nýi stjórinn sem er að láta til sín taka í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham og Liverpool eru bæði með stjóra sem hafa ekki verið lengi í starfi en nú er áhrifa þeirra Mauricio Pochettino og Jürgens Klopp fyrst farið að gæta að nokkru ráði. „Þeirra breytingar eru byrjaðar að skila árangri. Bæði lið hafa verið að gera miklu betur en í mörg ár og geta gert góða hluti,“ segir Bjarni. Antonio Conte tók við Chelsea í sumar og segir Bjarni að staða þeirra bláklæddu sé að því leyti svipuð og hjá hinum ljósbláu í Manchester. „Þar er nýr stjóri á ferð með mikið breyttar áherslur. Munurinn hins vegar er að Manchester City er með sterkari hóp og ræður betur við áföll. Ég geri ekki ráð fyrir að þetta verði árið sem Chelsea verði meistari, en liðið verður engu að síður í baráttu um fjögur efstu sætin.“ Arsenal tapaði fyrir Liverpool í sjö marka leik í fyrstu umferð, 4-3, en hefur síðan þá ekki tapað leik. „Samt hefur Arsenal ekki verið að spila sérstaklega vel. Ég reikna með því að Arsenal eigi eftir að spila betur eftir því sem liður á tímabilið. Gott dæmi er sigurinn á Burnley [í byrjun október], þar sem Arsenal spilaði ekki vel en vann samt. Það er ekki góðs viti fyrir hin liðin í toppbaráttunni.“Held með Mourinho Manchester United byrjaði vel á tímabilinu undir stjórn José Mourinho en hefur unnið aðeins einn af síðustu sex deildarleikjum. Bjarni reiknar ekki með United í titilbaráttu vetrarins. „Það er of langt frá efstu liðunum til þess. En ég reikna með liðinu í baráttu um Meistaradeildarsæti,“ segir Bjarni þrátt fyrir mótlætið sem Mourinho hefur lent í undanfarna daga og vikur. „Ég er litaður af því að ég held með honum. Ég vona svo innilega að þetta gangi eftir hjá honum. En ég geri mér grein fyrir því að ég er líka í þversögn við sjálfan mig með því að segja að toppbaráttan verði svipuð og nú en að United blandi sér í baráttu um Meistaradeildarsæti. En þannig er bara deildin þetta árið, hún virðist vera nokkuð óútreiknanleg,“ segir Bjarni í léttum dúr.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Sjá meira