Hverjir ætla að taka af skarið í enska boltanum? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2016 07:00 Pep Guardiola og lærisveinar hans eru á toppnum en bara á markatölu. vísir/getty Keppnistímabilið í ensku úrvalsdeildinni hefur farið vel af stað, en án þess þó að eitt lið hafi stungið af. Aðeins eitt stig skilur að fimm efstu lið deildarinnar en það hefur aldrei áður gerst að loknum fyrstu níu umferðum nokkurs tímabils í ensku úrvalsdeildinni. Að meðaltali hafa verið 5,75 stig á milli liðanna í fyrsta og fimmta sæti deildarinnar eftir níu umferðir þegar litið er yfir 24 ára sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Gefur það sterka vísbendingu um hversu óvenjuleg staða er komin upp í deildinni nú. Bjarni Guðjónsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports um enska boltann, segir að upphaf tímabilsins í Englandi hafi komið sér á óvart. „Miðað við byrjun Manchester City á tímabilinu átti ég von á því að þeir myndu hreinlega stinga af,“ segir Bjarni en eftir að City vann fyrstu sjö leiki tímabilsins hefur liðið nú leikið þrjá í röð án sigurs og sex í öllum keppnum. City hefur raunar ekki unnið leik í októbermánuði en getur bjargað því með sigri á West Brom á morgun.Ekki eins og á Spáni „Það hefur komið hikst á leik Manchester City. Pep Guardiola hefur gert mjög miklar áherslubreytingar á liðinu síðan hann tók við í sumar og það er viðbúið að það gerist ekki vandræðalaust. Breytingin er svo mikil hjá City að ég teldi líklegt að það væri líklegra til árangurs á næsta tímabili en þessu,“ segir Bjarni enn fremur. Guardiola náði frábærum árangri með Barcelona og Bayern München á sínum tíma en Bjarni bendir á að veruleiki toppliðanna í Englandi sé annar en í Þýskalandi og Spáni. „City þurfti sjálfsmark á lokamínútunum í fyrsta leiknum gegn Sunderland til að vinna þann leik. Og Sunderland [sem er í botnsæti deildarinnar] getur ekki neitt,“ segir Bjarni. „Lið eins og Barcelona og Bayern fara auðveldlega í gegnum svona leiki sínum deildum, sérstaklega á heimavelli.“graf/fréttablaðiðÁhrifin að ná í gegn Guardiola er þó ekki eini nýi stjórinn sem er að láta til sín taka í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham og Liverpool eru bæði með stjóra sem hafa ekki verið lengi í starfi en nú er áhrifa þeirra Mauricio Pochettino og Jürgens Klopp fyrst farið að gæta að nokkru ráði. „Þeirra breytingar eru byrjaðar að skila árangri. Bæði lið hafa verið að gera miklu betur en í mörg ár og geta gert góða hluti,“ segir Bjarni. Antonio Conte tók við Chelsea í sumar og segir Bjarni að staða þeirra bláklæddu sé að því leyti svipuð og hjá hinum ljósbláu í Manchester. „Þar er nýr stjóri á ferð með mikið breyttar áherslur. Munurinn hins vegar er að Manchester City er með sterkari hóp og ræður betur við áföll. Ég geri ekki ráð fyrir að þetta verði árið sem Chelsea verði meistari, en liðið verður engu að síður í baráttu um fjögur efstu sætin.“ Arsenal tapaði fyrir Liverpool í sjö marka leik í fyrstu umferð, 4-3, en hefur síðan þá ekki tapað leik. „Samt hefur Arsenal ekki verið að spila sérstaklega vel. Ég reikna með því að Arsenal eigi eftir að spila betur eftir því sem liður á tímabilið. Gott dæmi er sigurinn á Burnley [í byrjun október], þar sem Arsenal spilaði ekki vel en vann samt. Það er ekki góðs viti fyrir hin liðin í toppbaráttunni.“Held með Mourinho Manchester United byrjaði vel á tímabilinu undir stjórn José Mourinho en hefur unnið aðeins einn af síðustu sex deildarleikjum. Bjarni reiknar ekki með United í titilbaráttu vetrarins. „Það er of langt frá efstu liðunum til þess. En ég reikna með liðinu í baráttu um Meistaradeildarsæti,“ segir Bjarni þrátt fyrir mótlætið sem Mourinho hefur lent í undanfarna daga og vikur. „Ég er litaður af því að ég held með honum. Ég vona svo innilega að þetta gangi eftir hjá honum. En ég geri mér grein fyrir því að ég er líka í þversögn við sjálfan mig með því að segja að toppbaráttan verði svipuð og nú en að United blandi sér í baráttu um Meistaradeildarsæti. En þannig er bara deildin þetta árið, hún virðist vera nokkuð óútreiknanleg,“ segir Bjarni í léttum dúr. Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Sjá meira
Keppnistímabilið í ensku úrvalsdeildinni hefur farið vel af stað, en án þess þó að eitt lið hafi stungið af. Aðeins eitt stig skilur að fimm efstu lið deildarinnar en það hefur aldrei áður gerst að loknum fyrstu níu umferðum nokkurs tímabils í ensku úrvalsdeildinni. Að meðaltali hafa verið 5,75 stig á milli liðanna í fyrsta og fimmta sæti deildarinnar eftir níu umferðir þegar litið er yfir 24 ára sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Gefur það sterka vísbendingu um hversu óvenjuleg staða er komin upp í deildinni nú. Bjarni Guðjónsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports um enska boltann, segir að upphaf tímabilsins í Englandi hafi komið sér á óvart. „Miðað við byrjun Manchester City á tímabilinu átti ég von á því að þeir myndu hreinlega stinga af,“ segir Bjarni en eftir að City vann fyrstu sjö leiki tímabilsins hefur liðið nú leikið þrjá í röð án sigurs og sex í öllum keppnum. City hefur raunar ekki unnið leik í októbermánuði en getur bjargað því með sigri á West Brom á morgun.Ekki eins og á Spáni „Það hefur komið hikst á leik Manchester City. Pep Guardiola hefur gert mjög miklar áherslubreytingar á liðinu síðan hann tók við í sumar og það er viðbúið að það gerist ekki vandræðalaust. Breytingin er svo mikil hjá City að ég teldi líklegt að það væri líklegra til árangurs á næsta tímabili en þessu,“ segir Bjarni enn fremur. Guardiola náði frábærum árangri með Barcelona og Bayern München á sínum tíma en Bjarni bendir á að veruleiki toppliðanna í Englandi sé annar en í Þýskalandi og Spáni. „City þurfti sjálfsmark á lokamínútunum í fyrsta leiknum gegn Sunderland til að vinna þann leik. Og Sunderland [sem er í botnsæti deildarinnar] getur ekki neitt,“ segir Bjarni. „Lið eins og Barcelona og Bayern fara auðveldlega í gegnum svona leiki sínum deildum, sérstaklega á heimavelli.“graf/fréttablaðiðÁhrifin að ná í gegn Guardiola er þó ekki eini nýi stjórinn sem er að láta til sín taka í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham og Liverpool eru bæði með stjóra sem hafa ekki verið lengi í starfi en nú er áhrifa þeirra Mauricio Pochettino og Jürgens Klopp fyrst farið að gæta að nokkru ráði. „Þeirra breytingar eru byrjaðar að skila árangri. Bæði lið hafa verið að gera miklu betur en í mörg ár og geta gert góða hluti,“ segir Bjarni. Antonio Conte tók við Chelsea í sumar og segir Bjarni að staða þeirra bláklæddu sé að því leyti svipuð og hjá hinum ljósbláu í Manchester. „Þar er nýr stjóri á ferð með mikið breyttar áherslur. Munurinn hins vegar er að Manchester City er með sterkari hóp og ræður betur við áföll. Ég geri ekki ráð fyrir að þetta verði árið sem Chelsea verði meistari, en liðið verður engu að síður í baráttu um fjögur efstu sætin.“ Arsenal tapaði fyrir Liverpool í sjö marka leik í fyrstu umferð, 4-3, en hefur síðan þá ekki tapað leik. „Samt hefur Arsenal ekki verið að spila sérstaklega vel. Ég reikna með því að Arsenal eigi eftir að spila betur eftir því sem liður á tímabilið. Gott dæmi er sigurinn á Burnley [í byrjun október], þar sem Arsenal spilaði ekki vel en vann samt. Það er ekki góðs viti fyrir hin liðin í toppbaráttunni.“Held með Mourinho Manchester United byrjaði vel á tímabilinu undir stjórn José Mourinho en hefur unnið aðeins einn af síðustu sex deildarleikjum. Bjarni reiknar ekki með United í titilbaráttu vetrarins. „Það er of langt frá efstu liðunum til þess. En ég reikna með liðinu í baráttu um Meistaradeildarsæti,“ segir Bjarni þrátt fyrir mótlætið sem Mourinho hefur lent í undanfarna daga og vikur. „Ég er litaður af því að ég held með honum. Ég vona svo innilega að þetta gangi eftir hjá honum. En ég geri mér grein fyrir því að ég er líka í þversögn við sjálfan mig með því að segja að toppbaráttan verði svipuð og nú en að United blandi sér í baráttu um Meistaradeildarsæti. En þannig er bara deildin þetta árið, hún virðist vera nokkuð óútreiknanleg,“ segir Bjarni í léttum dúr.
Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Sjá meira