Getnaðarvarnarsprauta fyrir karlmenn ber árangur nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 31. október 2016 20:16 Tuttugu karlar hættu þátttöku í rannsókninni vegna óbærilegra aukaverkana. Vísir/Vilhelm Ný hormónasprauta fyrir karlmenn veitir 96 prósent vörn gegn getnaði. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum bresku heilbrigðisþjónustunnar sem birtar voru fyrr í mánuðinum. Framkvæmd rannsóknarinnar fólst í því að prófa getnaðarvörnina á hundrað 266 kynferðislega virkum pörum í eitt ár. Í lok árs höfðu aðeins fjórar konur orðið þungaðar. Virknin er ögn minni en í tilfelli getnaðarvarnarpillunnar, sem ætluð er konum, en líkurnar á þungun kvenna sem taka pilluna er undir einum á móti hundrað. Líkurnar á að karl sem sprautaður hefur verið með hormónasprautunni er 1,57 á móti hundrað.Löng bið eftir getnaðarvörnum fyrir karlaEfni sprautunnar inniheldur tvö hormón, annars vegar hormónið prógesterón sem kemur í veg fyrir sæðisframleiðslu og hins vegar testósterón sem vegur upp á móti prógesteróninu og sér til þess að jafnvægi haldist á hormónastarfseminni. Til þess tilætlaður árangur náist þarf karlmaðurinn að fá hormónasprautu á tveggja mánaða fresti. Þróun á hormónagetnaðarvörnum fyrir karlmenn á sér tæplega fjögurra áratuga langa sögu. Fyrstu rannsóknir báru ekki tilskilinn árangur og en frjóleysi í sæði, sem er forsendan fyrir getnaðarvörninni, kom aðeins fram í 65 prósent karlanna sem tóku þátt í þeim. Enn er engin getnaðarvörn á markaði fyrir karla, að smokknum undanskildum. Lyfjafyrirtæki víða um heim hafa þó hafið rannsóknir á þessum valkosti. Meðal annars er verið að þróa getnaðarvarnarpillu fyrir karlmenn sem á að hafa þau áhrif að sáðlát verður ekki við fullnægingu. Auk þess er þróun á annars konar sprautu sem kallast Vasalgel langt komin. Vonast er til að sú sprauta, sem er án hormóna, geti farið á markað í kringum 2020. Getnaðarvarnarpillur gætu einnig orðið fýsilegur valkostur fyrir karla.Aukaverkanir setja strik í reikninginnAf þeim 266 karlmönnum sem tóku þátt í rannsókninni fundu tuttugu þeirra fyrir slæmum aukaverkunum og varð það til þess að þeir þurftu að hætta þátttöku fyrr en áætlað var. Aukaverkanirnar voru meðal annars þunglyndi, bólur og breyting á kynlöngun. Þessum aukaverkunum svipar til þeirra hliðarverkanna sem sumar konur finna fyrir þegar þær taka inn getnaðarvarnarpilluna.Sjá einnig: Ný rannsókn staðfestir tengsl milli þunglyndis og getnaðarvarnarpillunnar Aðeins þrír af hverjum fjórum karlmönnum sem tóku þátt í rannsókninni sögðust geta hugsað sér að halda áfram að nota getnaðarvarnarsprautuna. Hún mun ekki fara á markað fyrr að loknum frekari rannsóknum. „Þrátt fyrir að sprautan hafi náð að sporna gegn þungun að einhverju leyti er þörf á að rannsaka nánar samsetningu hormónanna til þess að sjá til þess að jafnvægi sé á milli virkni og öryggis,“ sagði Mario Festin, meðhöfundur greinarinnar. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Ný hormónasprauta fyrir karlmenn veitir 96 prósent vörn gegn getnaði. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum bresku heilbrigðisþjónustunnar sem birtar voru fyrr í mánuðinum. Framkvæmd rannsóknarinnar fólst í því að prófa getnaðarvörnina á hundrað 266 kynferðislega virkum pörum í eitt ár. Í lok árs höfðu aðeins fjórar konur orðið þungaðar. Virknin er ögn minni en í tilfelli getnaðarvarnarpillunnar, sem ætluð er konum, en líkurnar á þungun kvenna sem taka pilluna er undir einum á móti hundrað. Líkurnar á að karl sem sprautaður hefur verið með hormónasprautunni er 1,57 á móti hundrað.Löng bið eftir getnaðarvörnum fyrir karlaEfni sprautunnar inniheldur tvö hormón, annars vegar hormónið prógesterón sem kemur í veg fyrir sæðisframleiðslu og hins vegar testósterón sem vegur upp á móti prógesteróninu og sér til þess að jafnvægi haldist á hormónastarfseminni. Til þess tilætlaður árangur náist þarf karlmaðurinn að fá hormónasprautu á tveggja mánaða fresti. Þróun á hormónagetnaðarvörnum fyrir karlmenn á sér tæplega fjögurra áratuga langa sögu. Fyrstu rannsóknir báru ekki tilskilinn árangur og en frjóleysi í sæði, sem er forsendan fyrir getnaðarvörninni, kom aðeins fram í 65 prósent karlanna sem tóku þátt í þeim. Enn er engin getnaðarvörn á markaði fyrir karla, að smokknum undanskildum. Lyfjafyrirtæki víða um heim hafa þó hafið rannsóknir á þessum valkosti. Meðal annars er verið að þróa getnaðarvarnarpillu fyrir karlmenn sem á að hafa þau áhrif að sáðlát verður ekki við fullnægingu. Auk þess er þróun á annars konar sprautu sem kallast Vasalgel langt komin. Vonast er til að sú sprauta, sem er án hormóna, geti farið á markað í kringum 2020. Getnaðarvarnarpillur gætu einnig orðið fýsilegur valkostur fyrir karla.Aukaverkanir setja strik í reikninginnAf þeim 266 karlmönnum sem tóku þátt í rannsókninni fundu tuttugu þeirra fyrir slæmum aukaverkunum og varð það til þess að þeir þurftu að hætta þátttöku fyrr en áætlað var. Aukaverkanirnar voru meðal annars þunglyndi, bólur og breyting á kynlöngun. Þessum aukaverkunum svipar til þeirra hliðarverkanna sem sumar konur finna fyrir þegar þær taka inn getnaðarvarnarpilluna.Sjá einnig: Ný rannsókn staðfestir tengsl milli þunglyndis og getnaðarvarnarpillunnar Aðeins þrír af hverjum fjórum karlmönnum sem tóku þátt í rannsókninni sögðust geta hugsað sér að halda áfram að nota getnaðarvarnarsprautuna. Hún mun ekki fara á markað fyrr að loknum frekari rannsóknum. „Þrátt fyrir að sprautan hafi náð að sporna gegn þungun að einhverju leyti er þörf á að rannsaka nánar samsetningu hormónanna til þess að sjá til þess að jafnvægi sé á milli virkni og öryggis,“ sagði Mario Festin, meðhöfundur greinarinnar.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira