Getnaðarvarnarsprauta fyrir karlmenn ber árangur nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 31. október 2016 20:16 Tuttugu karlar hættu þátttöku í rannsókninni vegna óbærilegra aukaverkana. Vísir/Vilhelm Ný hormónasprauta fyrir karlmenn veitir 96 prósent vörn gegn getnaði. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum bresku heilbrigðisþjónustunnar sem birtar voru fyrr í mánuðinum. Framkvæmd rannsóknarinnar fólst í því að prófa getnaðarvörnina á hundrað 266 kynferðislega virkum pörum í eitt ár. Í lok árs höfðu aðeins fjórar konur orðið þungaðar. Virknin er ögn minni en í tilfelli getnaðarvarnarpillunnar, sem ætluð er konum, en líkurnar á þungun kvenna sem taka pilluna er undir einum á móti hundrað. Líkurnar á að karl sem sprautaður hefur verið með hormónasprautunni er 1,57 á móti hundrað.Löng bið eftir getnaðarvörnum fyrir karlaEfni sprautunnar inniheldur tvö hormón, annars vegar hormónið prógesterón sem kemur í veg fyrir sæðisframleiðslu og hins vegar testósterón sem vegur upp á móti prógesteróninu og sér til þess að jafnvægi haldist á hormónastarfseminni. Til þess tilætlaður árangur náist þarf karlmaðurinn að fá hormónasprautu á tveggja mánaða fresti. Þróun á hormónagetnaðarvörnum fyrir karlmenn á sér tæplega fjögurra áratuga langa sögu. Fyrstu rannsóknir báru ekki tilskilinn árangur og en frjóleysi í sæði, sem er forsendan fyrir getnaðarvörninni, kom aðeins fram í 65 prósent karlanna sem tóku þátt í þeim. Enn er engin getnaðarvörn á markaði fyrir karla, að smokknum undanskildum. Lyfjafyrirtæki víða um heim hafa þó hafið rannsóknir á þessum valkosti. Meðal annars er verið að þróa getnaðarvarnarpillu fyrir karlmenn sem á að hafa þau áhrif að sáðlát verður ekki við fullnægingu. Auk þess er þróun á annars konar sprautu sem kallast Vasalgel langt komin. Vonast er til að sú sprauta, sem er án hormóna, geti farið á markað í kringum 2020. Getnaðarvarnarpillur gætu einnig orðið fýsilegur valkostur fyrir karla.Aukaverkanir setja strik í reikninginnAf þeim 266 karlmönnum sem tóku þátt í rannsókninni fundu tuttugu þeirra fyrir slæmum aukaverkunum og varð það til þess að þeir þurftu að hætta þátttöku fyrr en áætlað var. Aukaverkanirnar voru meðal annars þunglyndi, bólur og breyting á kynlöngun. Þessum aukaverkunum svipar til þeirra hliðarverkanna sem sumar konur finna fyrir þegar þær taka inn getnaðarvarnarpilluna.Sjá einnig: Ný rannsókn staðfestir tengsl milli þunglyndis og getnaðarvarnarpillunnar Aðeins þrír af hverjum fjórum karlmönnum sem tóku þátt í rannsókninni sögðust geta hugsað sér að halda áfram að nota getnaðarvarnarsprautuna. Hún mun ekki fara á markað fyrr að loknum frekari rannsóknum. „Þrátt fyrir að sprautan hafi náð að sporna gegn þungun að einhverju leyti er þörf á að rannsaka nánar samsetningu hormónanna til þess að sjá til þess að jafnvægi sé á milli virkni og öryggis,“ sagði Mario Festin, meðhöfundur greinarinnar. Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Ný hormónasprauta fyrir karlmenn veitir 96 prósent vörn gegn getnaði. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum bresku heilbrigðisþjónustunnar sem birtar voru fyrr í mánuðinum. Framkvæmd rannsóknarinnar fólst í því að prófa getnaðarvörnina á hundrað 266 kynferðislega virkum pörum í eitt ár. Í lok árs höfðu aðeins fjórar konur orðið þungaðar. Virknin er ögn minni en í tilfelli getnaðarvarnarpillunnar, sem ætluð er konum, en líkurnar á þungun kvenna sem taka pilluna er undir einum á móti hundrað. Líkurnar á að karl sem sprautaður hefur verið með hormónasprautunni er 1,57 á móti hundrað.Löng bið eftir getnaðarvörnum fyrir karlaEfni sprautunnar inniheldur tvö hormón, annars vegar hormónið prógesterón sem kemur í veg fyrir sæðisframleiðslu og hins vegar testósterón sem vegur upp á móti prógesteróninu og sér til þess að jafnvægi haldist á hormónastarfseminni. Til þess tilætlaður árangur náist þarf karlmaðurinn að fá hormónasprautu á tveggja mánaða fresti. Þróun á hormónagetnaðarvörnum fyrir karlmenn á sér tæplega fjögurra áratuga langa sögu. Fyrstu rannsóknir báru ekki tilskilinn árangur og en frjóleysi í sæði, sem er forsendan fyrir getnaðarvörninni, kom aðeins fram í 65 prósent karlanna sem tóku þátt í þeim. Enn er engin getnaðarvörn á markaði fyrir karla, að smokknum undanskildum. Lyfjafyrirtæki víða um heim hafa þó hafið rannsóknir á þessum valkosti. Meðal annars er verið að þróa getnaðarvarnarpillu fyrir karlmenn sem á að hafa þau áhrif að sáðlát verður ekki við fullnægingu. Auk þess er þróun á annars konar sprautu sem kallast Vasalgel langt komin. Vonast er til að sú sprauta, sem er án hormóna, geti farið á markað í kringum 2020. Getnaðarvarnarpillur gætu einnig orðið fýsilegur valkostur fyrir karla.Aukaverkanir setja strik í reikninginnAf þeim 266 karlmönnum sem tóku þátt í rannsókninni fundu tuttugu þeirra fyrir slæmum aukaverkunum og varð það til þess að þeir þurftu að hætta þátttöku fyrr en áætlað var. Aukaverkanirnar voru meðal annars þunglyndi, bólur og breyting á kynlöngun. Þessum aukaverkunum svipar til þeirra hliðarverkanna sem sumar konur finna fyrir þegar þær taka inn getnaðarvarnarpilluna.Sjá einnig: Ný rannsókn staðfestir tengsl milli þunglyndis og getnaðarvarnarpillunnar Aðeins þrír af hverjum fjórum karlmönnum sem tóku þátt í rannsókninni sögðust geta hugsað sér að halda áfram að nota getnaðarvarnarsprautuna. Hún mun ekki fara á markað fyrr að loknum frekari rannsóknum. „Þrátt fyrir að sprautan hafi náð að sporna gegn þungun að einhverju leyti er þörf á að rannsaka nánar samsetningu hormónanna til þess að sjá til þess að jafnvægi sé á milli virkni og öryggis,“ sagði Mario Festin, meðhöfundur greinarinnar.
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira