Frans páfi tekur nú þátt í guðsþjónustu í dómkirkjunni í Lundi í Svíþjóð. Sænskt konungsfólk, stjórnmálamenn og fleiri eru saman komnir í 900 ára gamalli dómkirkjunni, en Frans páfi er fyrsti háttsetti kaþólikkinn sem tekur þátt í guðsþjónustu í kirkjunni í um 480 ár.
Fulltrúar múslíma og gyðingar eru einnig með sína fulltrúa í guðsþjónustunni.
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, tók á móti páfa þegar hann lenti á Malmö-flugvelli í morgun. Áttu þeir stuttan fund, en síðar fundaði páfi með Karli Gústaf Svíakonungi í Konungshúsinu svokallaða í Lundi áður en gengið var stutta leið yfir í dómkirkjuna.
Öryggisgæsla hefur verið mikil í Lundi vegna heimsóknar páfa þar sem götum í miðborginni hefur lokað.
Norska blaðið Verdens Gang greinir frá því að einhvernar tilkynningar hafi borist um að póstur hafi ekki skilað sér á réttum tíma.