6000 handteknir í Tyrklandi: Erdogan útilokar ekki að beita dauðarefsingunni Nanna Elísa Jakobsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 17. júlí 2016 13:20 Merkel kanslari Þýskaland leggur áherslu á mikilvægi þess að farið verði með uppreisnarmennina innan ramma dóms og laga en Erdogan útilokar ekki dauðarefsinguna. Vísir/Getty Stuðningsmenn Erdogan Tyrklandsforseta söfnuðust saman á torgum í mörgum tyrkneskum borgum í gær og í nótt til að lýsa yfir stuðningi og sýna samstöðu með stjórnvöldum eftir misheppnað valdarán hersins í landinu. Recep Tayyip Erdogan forseti og stjórnvöld í landinu vinna nú að því með öllum tiltækum ráðum að upplýsa hverjir það voru í raun sem stóðu að baki aðgerðunum í fyrradag. 6000 manns hafa verið handteknir hingað til og fjölmörgum dómurum sagt upp störfum. Bekir Bozdag, dómsmálaráðherra Tyrklands, sagðist búa við því að sú tala myndi hækka á næstu dögum. Erdogan útilokaði ekki í ræðu sem hann hélt í jarðaför eins fórnarlambs átakanna í dag að dauðarefsingin yrði innleidd í lög að nýju. Í Tyrklandi hefur verið sett fram sú krafa að þeir verði teknir af lífi án dóms og laga. Á meðan Erodgan flutti ræðu sína heyrðist í hópi fólks kyrja: „Við viljum dauðarefsinguna.“ Þetta var einnig vinsælt myllumerki á Twitter í gær. Erdogan sagði í ræðu sinni: „Við getum ekki hunsað kröfu fólksins þegar kemur að lýðræði – það er réttur ykkar.“ BBC greinir frá því að Erdogan hafi nú þegar sagt að þingið muni ræða möguleikann á því að uppreisnarmennirnir verði teknir af lífi. Það yrði afturvirk lagasetning sem myndi ganga gegn mannréttindum uppreisnarmanna þar sem dauðarefsingin hefur ekki verið lögleg í Tyrklandi síðan árið 2002. Fólk þusti út á götur í fyrrakvöld og stöðvaði för skriðdreka og hermanna.vísir/epaHáttsettir embættismenn innan tyrkneska hersins hafa verið handteknir. Menn á borð við hershöfðingjann Erdal Ozturk, en hann fer fyrir þriðju herdeild, og hershöfðinginn Adem Huduti sem fer fyrir annarri herdeild. Þá hefur fyrrum yfirmaður flughersins, Akin Ozturk, einnig verið handtekinn. Angela Merkel kanslari Þýskalands fordæmdi valdaránsstilraunina í gær en sagði að sækja þyrfti þá sem stóðu að henni til saka á grundvelli laga og reglna. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tók undir þetta.Bandaríkin framselja ekki Gulen án sannana Erdogan hefur sakað Fethullah Gulen um að standa á bakvið uppreisnina en hann er í útlegð í Bandaríkjunum. Forsetinn krefst þess að Gulen verði handtekinn í Bandaríkjunum og framseldur til Tyrklands en Gulen hefur harðneitað því að tengjast valdaránstilrauninni og fordæmdi hana í gær. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Tyrkir verði að sýna fram á óyggjandi sannanir þess efnis að Gulen hafi staðið á bakvið valdaránstilraunina til þess að bandarísk stjórnvöld fari að skipta sér af honum. Erdogan og Gulen voru áður samstarfsmenn en forsetinn hefur nú í lengri tíma sakað Gulen um að plotta gegn sér. Gulen hefur verið í útlegð í tæp sextán ár. Reuters greinir frá því að að minnsta kosti 265 hafi látið lífið í átökunum í Tyrklandi í fyrradag og gærnótt. Uppreisnarmenn úr röðum hersins notuðu skriðdreka, þyrlur og herþotur við valdaránstilraunina og komust yfir þinghúsið og skrifstofur leyniþjónustunnar í Ankara og umkringdu alþjóðaflugvöllinn í Istanbúl. Snemma í gærmorgun höfðu um þrjú þúsund tyrkneskir hermenn sem stóðu að valdaránstilrauninni verið handteknir. Erdogan flýtti för sinni heim til að afstýra valdaráninu en hann hafði verið í fríi í Marmaris. Utanríkisráðuneytið ræður öllum Íslendingum frá því að ferðast til Tyrklands nema af ítrustu nauðsyn. Íslendingar sem staddir eru í landinu eru beðnir um að halda sig innandyra, sýna varkárni og fylgjast með fregnum af ástandi mála. Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún: Skot og sprengingar í Istanbúl frameftir nóttu Fyrrum utanríkisráðherra er búsett í Tyrklandi. Hún segir Tyrki ekki hafa þurft á tilraun til valdaráns að halda. 16. júlí 2016 14:16 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Stuðningsmenn Erdogan Tyrklandsforseta söfnuðust saman á torgum í mörgum tyrkneskum borgum í gær og í nótt til að lýsa yfir stuðningi og sýna samstöðu með stjórnvöldum eftir misheppnað valdarán hersins í landinu. Recep Tayyip Erdogan forseti og stjórnvöld í landinu vinna nú að því með öllum tiltækum ráðum að upplýsa hverjir það voru í raun sem stóðu að baki aðgerðunum í fyrradag. 6000 manns hafa verið handteknir hingað til og fjölmörgum dómurum sagt upp störfum. Bekir Bozdag, dómsmálaráðherra Tyrklands, sagðist búa við því að sú tala myndi hækka á næstu dögum. Erdogan útilokaði ekki í ræðu sem hann hélt í jarðaför eins fórnarlambs átakanna í dag að dauðarefsingin yrði innleidd í lög að nýju. Í Tyrklandi hefur verið sett fram sú krafa að þeir verði teknir af lífi án dóms og laga. Á meðan Erodgan flutti ræðu sína heyrðist í hópi fólks kyrja: „Við viljum dauðarefsinguna.“ Þetta var einnig vinsælt myllumerki á Twitter í gær. Erdogan sagði í ræðu sinni: „Við getum ekki hunsað kröfu fólksins þegar kemur að lýðræði – það er réttur ykkar.“ BBC greinir frá því að Erdogan hafi nú þegar sagt að þingið muni ræða möguleikann á því að uppreisnarmennirnir verði teknir af lífi. Það yrði afturvirk lagasetning sem myndi ganga gegn mannréttindum uppreisnarmanna þar sem dauðarefsingin hefur ekki verið lögleg í Tyrklandi síðan árið 2002. Fólk þusti út á götur í fyrrakvöld og stöðvaði för skriðdreka og hermanna.vísir/epaHáttsettir embættismenn innan tyrkneska hersins hafa verið handteknir. Menn á borð við hershöfðingjann Erdal Ozturk, en hann fer fyrir þriðju herdeild, og hershöfðinginn Adem Huduti sem fer fyrir annarri herdeild. Þá hefur fyrrum yfirmaður flughersins, Akin Ozturk, einnig verið handtekinn. Angela Merkel kanslari Þýskalands fordæmdi valdaránsstilraunina í gær en sagði að sækja þyrfti þá sem stóðu að henni til saka á grundvelli laga og reglna. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tók undir þetta.Bandaríkin framselja ekki Gulen án sannana Erdogan hefur sakað Fethullah Gulen um að standa á bakvið uppreisnina en hann er í útlegð í Bandaríkjunum. Forsetinn krefst þess að Gulen verði handtekinn í Bandaríkjunum og framseldur til Tyrklands en Gulen hefur harðneitað því að tengjast valdaránstilrauninni og fordæmdi hana í gær. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Tyrkir verði að sýna fram á óyggjandi sannanir þess efnis að Gulen hafi staðið á bakvið valdaránstilraunina til þess að bandarísk stjórnvöld fari að skipta sér af honum. Erdogan og Gulen voru áður samstarfsmenn en forsetinn hefur nú í lengri tíma sakað Gulen um að plotta gegn sér. Gulen hefur verið í útlegð í tæp sextán ár. Reuters greinir frá því að að minnsta kosti 265 hafi látið lífið í átökunum í Tyrklandi í fyrradag og gærnótt. Uppreisnarmenn úr röðum hersins notuðu skriðdreka, þyrlur og herþotur við valdaránstilraunina og komust yfir þinghúsið og skrifstofur leyniþjónustunnar í Ankara og umkringdu alþjóðaflugvöllinn í Istanbúl. Snemma í gærmorgun höfðu um þrjú þúsund tyrkneskir hermenn sem stóðu að valdaránstilrauninni verið handteknir. Erdogan flýtti för sinni heim til að afstýra valdaráninu en hann hafði verið í fríi í Marmaris. Utanríkisráðuneytið ræður öllum Íslendingum frá því að ferðast til Tyrklands nema af ítrustu nauðsyn. Íslendingar sem staddir eru í landinu eru beðnir um að halda sig innandyra, sýna varkárni og fylgjast með fregnum af ástandi mála.
Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún: Skot og sprengingar í Istanbúl frameftir nóttu Fyrrum utanríkisráðherra er búsett í Tyrklandi. Hún segir Tyrki ekki hafa þurft á tilraun til valdaráns að halda. 16. júlí 2016 14:16 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Ingibjörg Sólrún: Skot og sprengingar í Istanbúl frameftir nóttu Fyrrum utanríkisráðherra er búsett í Tyrklandi. Hún segir Tyrki ekki hafa þurft á tilraun til valdaráns að halda. 16. júlí 2016 14:16
Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32