Enginn veit fyrir víst hvers vegna ísbirnirnir koma hingað Una Sighvatsdóttir skrifar 17. júlí 2016 19:11 Tæpur sólarhringur er síðan þessi miklar skepna gekk á land norður á Skaga og mætti þar örlögum sínum. Hræið er nú komið í hendur Náttúrufræðistofnunar, þar sem það verður rannsakað í þaula. Það var heimilisfólk á Hvalnesi á Skaga sem varð bjarnarins vart seint í gærkvöldi, aðeins nokkur hundruð metrum frá bænum þar sem bæði börn og dýr voru að leik. Kölluð var til vön skytta og dýrið fellt með einu skoti í hálsinn.Stoppuð upp eins og hinir birnirnir „Þessi birna er 204 kíló, við vigtuðum hana fyrir norðan," segir Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun sem fór norður síðustu nótt og fygldi birnunni í bæinn. „Við erum einhverja klukkutíma að taka sýni úr henni og síðan í framhaldinu verður stefnt að því að stoppa hana upp eins og aðrir birnir sem hafa komið hingað inn til náttúrufræðistofnunar undanfarin ár."Verðugt verkefni að rannsaka dýrin vel Þetta er fimmti ísbjörninn sem gengur hér á land frá árinu 2008. Tannrannsóknir hafa gefið mikla innsýn í lífssögu dýranna og kom meðal annars í ljós að hin svokallaða Rekavíkur-Birna sem hingað kom 2011 var erfðafræðilega mun skyldari Norður-Amerískum bjarndýrum en búast mætti við af ísbjörnum á Grænlandi eða Svalbarða. Karl Skírnisson dýrafræðingur hjá Rannsóknastöðinni á Keldum segir það mikilvægt verkefni að rannsaka bjarndýrin vel og um leið reyna að grennslast fyrir um það hvers vegna þau koma hingað.Hafa líklega synt til Íslands „Ég held það séu komnar einar fimm vísindagreinar um þessa fjóra bangsa sem hingað hafa synt á síðustu árum. Því sennilega hafa þeir synt allir nema kannski þessi sem kom í Þistilfjörð, hann gæti hafa borist eins og korktappi undan vatni og vindum," segir Karl. „Þannig að það er mjög áhugavert að skoða þetta. Líka, af hverju leggja dýr í svona langferð? Það er mjög forvitnalegt og menn vita ekki svarið." Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Tæpur sólarhringur er síðan þessi miklar skepna gekk á land norður á Skaga og mætti þar örlögum sínum. Hræið er nú komið í hendur Náttúrufræðistofnunar, þar sem það verður rannsakað í þaula. Það var heimilisfólk á Hvalnesi á Skaga sem varð bjarnarins vart seint í gærkvöldi, aðeins nokkur hundruð metrum frá bænum þar sem bæði börn og dýr voru að leik. Kölluð var til vön skytta og dýrið fellt með einu skoti í hálsinn.Stoppuð upp eins og hinir birnirnir „Þessi birna er 204 kíló, við vigtuðum hana fyrir norðan," segir Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun sem fór norður síðustu nótt og fygldi birnunni í bæinn. „Við erum einhverja klukkutíma að taka sýni úr henni og síðan í framhaldinu verður stefnt að því að stoppa hana upp eins og aðrir birnir sem hafa komið hingað inn til náttúrufræðistofnunar undanfarin ár."Verðugt verkefni að rannsaka dýrin vel Þetta er fimmti ísbjörninn sem gengur hér á land frá árinu 2008. Tannrannsóknir hafa gefið mikla innsýn í lífssögu dýranna og kom meðal annars í ljós að hin svokallaða Rekavíkur-Birna sem hingað kom 2011 var erfðafræðilega mun skyldari Norður-Amerískum bjarndýrum en búast mætti við af ísbjörnum á Grænlandi eða Svalbarða. Karl Skírnisson dýrafræðingur hjá Rannsóknastöðinni á Keldum segir það mikilvægt verkefni að rannsaka bjarndýrin vel og um leið reyna að grennslast fyrir um það hvers vegna þau koma hingað.Hafa líklega synt til Íslands „Ég held það séu komnar einar fimm vísindagreinar um þessa fjóra bangsa sem hingað hafa synt á síðustu árum. Því sennilega hafa þeir synt allir nema kannski þessi sem kom í Þistilfjörð, hann gæti hafa borist eins og korktappi undan vatni og vindum," segir Karl. „Þannig að það er mjög áhugavert að skoða þetta. Líka, af hverju leggja dýr í svona langferð? Það er mjög forvitnalegt og menn vita ekki svarið."
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira