Þingkonum boðið í BDSM partý í Reykjavík um helgina Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2016 20:30 Þingkonum hefur borist tölvupóstur þar sem þeim er boðið að eiga kynlíf með einum eða fleirum á leynilegum stað í Reykjavík næst komandi laugardag. Skipuleggjendur fullyrða að mannfagnaður sem þessi hafi farið fram í Reykjavík á síðasta ári. Greinilega er að þessi athöfn er hengd við helgina sem Hringborð norðurslóða stendur yfir í Hörpu. Þingmönnum berst eðlilega alls kyns netpóstur á hverjum degi um hin ólíklegustu mál. En pósturinn sem barst nokkrum þingkonum nýlega verður að teljast með þeim óvenjulegri. Greinilegt er að athöfnin sem boðið er til er í tengslum við Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle, sem fram fer í Reykjavík um helgina. Þann viðburð sækja hundruð sérfræðinga, stjórnmálamanna og forystufólks alls kyns félagasamtaka héðan og þaðan í heiminum. En sendandi póstsins er arcticmore og undir hann skrifar A. More. Í póstinum er þingkonunum fyrst hælt fyrir fegurð þeirra, orku og gáfur. Síðan eru þær spurðar hvort þær vildu kannski taka þátt í leynilegum viðburði næst komandi laugardag, sem verði í ætt við hágæða norður-nætur viðburð sem haldinn hafi verið í Reykjavík á síðasta ári. Þáttakendur séu af báðum kynjum og ýmsum uppruna en nánari upplýsingar megi finna með því að smella á meðfylgjandi hlekk.Í póstinum er þingkonunum fyrst hælt fyrir fegurð þeirra, orku og gáfur. Síðan eru þær spurðar hvort þær vildu kannski taka þátt í leynilegum viðburði næst komandi laugardag, sem verði í ætt við hágæða norður-nætur viðburð sem haldinn hafi verið í Reykjavík á síðasta ári.Þegar það er gert kemur upp síða sem kennir sig við blæti kynlíf, eða BDSM, með yfir fimm milljón skráðum einstaklingum. Katrín Júlíusdóttir þingkona er ein þeirra þingkvenna sem fékk þetta tilboð. „Mér brá nú pínulítið og fór að hugsa hvort við værum komin þangað. Þessara fylgifiska stórra alþjóðlegra ráðstefna. Af því að bréfið var miklu betur skrifað en þessi „spam“ póstur sem við erum oft að fá,“ segir Katrín. Bréfritari tekur einnig fram að ef þingkonurnar vilji ekki taka þátt í hópathöfnum geti hann fundið leynilegan félaga sem passi viðkomandi yfir helgina. Þau geti síðan skipulagt hvað þau geri á staðnum þar sem samkoman fari fram, og fullri nafnleynd er heitið. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segist hafa þurft að lesa póstinn tvisvar. „Vegna þess að fyrst hélt ég að þetta væri frá Arctic Circle. Þetta er þannig merkt. En svo þarf maður ekki að lesa lengi til að átta sig á hvað er í gangi. Það er líka svolítið dæmigert að einungis kvenkyns þingmenn virðast hafa fengið þennan póst,“ segir Björt. Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Þingkonum hefur borist tölvupóstur þar sem þeim er boðið að eiga kynlíf með einum eða fleirum á leynilegum stað í Reykjavík næst komandi laugardag. Skipuleggjendur fullyrða að mannfagnaður sem þessi hafi farið fram í Reykjavík á síðasta ári. Greinilega er að þessi athöfn er hengd við helgina sem Hringborð norðurslóða stendur yfir í Hörpu. Þingmönnum berst eðlilega alls kyns netpóstur á hverjum degi um hin ólíklegustu mál. En pósturinn sem barst nokkrum þingkonum nýlega verður að teljast með þeim óvenjulegri. Greinilegt er að athöfnin sem boðið er til er í tengslum við Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle, sem fram fer í Reykjavík um helgina. Þann viðburð sækja hundruð sérfræðinga, stjórnmálamanna og forystufólks alls kyns félagasamtaka héðan og þaðan í heiminum. En sendandi póstsins er arcticmore og undir hann skrifar A. More. Í póstinum er þingkonunum fyrst hælt fyrir fegurð þeirra, orku og gáfur. Síðan eru þær spurðar hvort þær vildu kannski taka þátt í leynilegum viðburði næst komandi laugardag, sem verði í ætt við hágæða norður-nætur viðburð sem haldinn hafi verið í Reykjavík á síðasta ári. Þáttakendur séu af báðum kynjum og ýmsum uppruna en nánari upplýsingar megi finna með því að smella á meðfylgjandi hlekk.Í póstinum er þingkonunum fyrst hælt fyrir fegurð þeirra, orku og gáfur. Síðan eru þær spurðar hvort þær vildu kannski taka þátt í leynilegum viðburði næst komandi laugardag, sem verði í ætt við hágæða norður-nætur viðburð sem haldinn hafi verið í Reykjavík á síðasta ári.Þegar það er gert kemur upp síða sem kennir sig við blæti kynlíf, eða BDSM, með yfir fimm milljón skráðum einstaklingum. Katrín Júlíusdóttir þingkona er ein þeirra þingkvenna sem fékk þetta tilboð. „Mér brá nú pínulítið og fór að hugsa hvort við værum komin þangað. Þessara fylgifiska stórra alþjóðlegra ráðstefna. Af því að bréfið var miklu betur skrifað en þessi „spam“ póstur sem við erum oft að fá,“ segir Katrín. Bréfritari tekur einnig fram að ef þingkonurnar vilji ekki taka þátt í hópathöfnum geti hann fundið leynilegan félaga sem passi viðkomandi yfir helgina. Þau geti síðan skipulagt hvað þau geri á staðnum þar sem samkoman fari fram, og fullri nafnleynd er heitið. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segist hafa þurft að lesa póstinn tvisvar. „Vegna þess að fyrst hélt ég að þetta væri frá Arctic Circle. Þetta er þannig merkt. En svo þarf maður ekki að lesa lengi til að átta sig á hvað er í gangi. Það er líka svolítið dæmigert að einungis kvenkyns þingmenn virðast hafa fengið þennan póst,“ segir Björt.
Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira