Áhrifarík úrslit í kosningum Sæunn Gísladóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Vinsældir Trumps og Clinton fara ekki dvínandi. nordicphotos/Getty Bandaríkin Afgerandi forvalskosningar fóru fram í fimm ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn sem enduðu með því að Donald Trump og Hillary Clinton báru sigur úr býtum og Marco Rubio dró sig út úr kosningabaráttunni. Því eru nú aðeins fimm eftir sem keppast um að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Það eru auk Trumps og Clinton John Kasich, ríkisstjóri Ohio, Ted Cruz og Bernie Sanders. Í kosningunum á þriðjudaginn sigraði Trump í Flórída, Illinois, Missouri og Norður-Karólínu en Kasich vann í Ohio. Clinton sigraði hins vegar í öllum fylkjunum. Mesta fylgi Clinton var í Flórída þar sem hún hlaut 65 prósent atkvæða. Mesta fylgi Trumps var einnig í Flórída þar sem hann fékk 46 prósent atkvæða.Hillary Clinton. Fréttablaðið/EPAYfirgnæfandi líkur eru nú á að Clinton verði forsetaefni Demókrataflokksins. Sigur Kasich í Ohio eykur hins vegar líkur á ringulreið á flokksþingi repúblikana þar sem ólíklegra er nú að einhver einn frambjóðenda flokksins nái að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið sem fram fer í Cleveland í júlí. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur telur engar líkur á því að Kasich muni sigra. „Hann heldur áfram baráttunni í þeirri von að enginn nái meirihluta. Þá verður klofinn landsfundur eða kosið á landsfundi í núllstöðu,“ segir hún. „Það eru mjög flóknar reglur á landsfundinum. Þeir sem koma til greina eru þeir sem hlutu stuðning í átta ríkjum eða fleirum, sem eru Cruz og Trump, en síðan gæti alltaf komið einhver nýr sem fengi stuðning á gólfinu þegar fundurinn byrjar og gæti þannig aflað sér meiri stuðnings. Margir í repúblikanahópnum halda í þá von að það verði hægt að stoppa Trump með svona leið, af því að það virðist ekki vera hægt að stoppa hann með öðrum leiðum,“ segir hún. Silja Bára telur ekki jafn mikla óvissu ríkja um forsetaefni Demókrataflokksins. „Það var tiltölulega óraunhæft fyrir Sanders að vinna fyrir tveimur vikum og eftir að Clinton jók svona við forskot sitt þá er það bara orðið mjög erfitt. Sanders þyrfti að vinna í New York og Kaliforníu sem er ekki mjög líklegt.“ Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Fréttablaðið/Kristján KristjánssonSilja Bára telur hins vegar að það hafi verið Clinton til framdráttar að þurfa að hafa fyrir tilnefningunni. „Þó að þetta hafi auðvitað verið tæpt stundum, þá hefur þetta verið mjög drengileg og siðmenntuð barátta. Þeim hefur tekist að vera í baráttu án þess að rífa hvort annað niður. Þetta hefur ekki skaðað Clinton mikið,“ segir hún. Of snemmt er að fullyrða nú hvort Clinton eða Trump muni bera sigur úr býtum í forsetaslagnum. Silja Bára segir að landskannanir hafi sögulega verið góð vísbending og samkvæmt þeim hefur Clinton alltaf lagt Trump. „Ég hef allavega ekki séð neitt sem gefur annað til kynna,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir. Rubio hætturStærstu fréttirnar af forvalskosningunum á þriðjudaginn eru þær að Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður repúblikana, tilkynnti að hann væri hættur í forsetabaráttunni. Flórída er heimaríki Marcos Rubio og þar sem hann sigraði ekki þar heldur hlaut einungis 27 prósent atkvæða, ákvað hann að játa sig sigraðan eftir þessar forkosningar. „Það er áhugavert að Rubio var sá frambjóðandi repúblikana sem var sterkastur gegn Clinton. Skynsemisrakaval repúblíkana hefði verið að styðja hann, en það sýnir hvað kosningar eru órökréttar,“ segir Silja Bára. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Bandaríkin Afgerandi forvalskosningar fóru fram í fimm ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn sem enduðu með því að Donald Trump og Hillary Clinton báru sigur úr býtum og Marco Rubio dró sig út úr kosningabaráttunni. Því eru nú aðeins fimm eftir sem keppast um að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Það eru auk Trumps og Clinton John Kasich, ríkisstjóri Ohio, Ted Cruz og Bernie Sanders. Í kosningunum á þriðjudaginn sigraði Trump í Flórída, Illinois, Missouri og Norður-Karólínu en Kasich vann í Ohio. Clinton sigraði hins vegar í öllum fylkjunum. Mesta fylgi Clinton var í Flórída þar sem hún hlaut 65 prósent atkvæða. Mesta fylgi Trumps var einnig í Flórída þar sem hann fékk 46 prósent atkvæða.Hillary Clinton. Fréttablaðið/EPAYfirgnæfandi líkur eru nú á að Clinton verði forsetaefni Demókrataflokksins. Sigur Kasich í Ohio eykur hins vegar líkur á ringulreið á flokksþingi repúblikana þar sem ólíklegra er nú að einhver einn frambjóðenda flokksins nái að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið sem fram fer í Cleveland í júlí. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur telur engar líkur á því að Kasich muni sigra. „Hann heldur áfram baráttunni í þeirri von að enginn nái meirihluta. Þá verður klofinn landsfundur eða kosið á landsfundi í núllstöðu,“ segir hún. „Það eru mjög flóknar reglur á landsfundinum. Þeir sem koma til greina eru þeir sem hlutu stuðning í átta ríkjum eða fleirum, sem eru Cruz og Trump, en síðan gæti alltaf komið einhver nýr sem fengi stuðning á gólfinu þegar fundurinn byrjar og gæti þannig aflað sér meiri stuðnings. Margir í repúblikanahópnum halda í þá von að það verði hægt að stoppa Trump með svona leið, af því að það virðist ekki vera hægt að stoppa hann með öðrum leiðum,“ segir hún. Silja Bára telur ekki jafn mikla óvissu ríkja um forsetaefni Demókrataflokksins. „Það var tiltölulega óraunhæft fyrir Sanders að vinna fyrir tveimur vikum og eftir að Clinton jók svona við forskot sitt þá er það bara orðið mjög erfitt. Sanders þyrfti að vinna í New York og Kaliforníu sem er ekki mjög líklegt.“ Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Fréttablaðið/Kristján KristjánssonSilja Bára telur hins vegar að það hafi verið Clinton til framdráttar að þurfa að hafa fyrir tilnefningunni. „Þó að þetta hafi auðvitað verið tæpt stundum, þá hefur þetta verið mjög drengileg og siðmenntuð barátta. Þeim hefur tekist að vera í baráttu án þess að rífa hvort annað niður. Þetta hefur ekki skaðað Clinton mikið,“ segir hún. Of snemmt er að fullyrða nú hvort Clinton eða Trump muni bera sigur úr býtum í forsetaslagnum. Silja Bára segir að landskannanir hafi sögulega verið góð vísbending og samkvæmt þeim hefur Clinton alltaf lagt Trump. „Ég hef allavega ekki séð neitt sem gefur annað til kynna,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir. Rubio hætturStærstu fréttirnar af forvalskosningunum á þriðjudaginn eru þær að Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður repúblikana, tilkynnti að hann væri hættur í forsetabaráttunni. Flórída er heimaríki Marcos Rubio og þar sem hann sigraði ekki þar heldur hlaut einungis 27 prósent atkvæða, ákvað hann að játa sig sigraðan eftir þessar forkosningar. „Það er áhugavert að Rubio var sá frambjóðandi repúblikana sem var sterkastur gegn Clinton. Skynsemisrakaval repúblíkana hefði verið að styðja hann, en það sýnir hvað kosningar eru órökréttar,“ segir Silja Bára.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira