Getur enn fengið gullskóinn í Svíþjóð þrátt fyrir að spila núna í allt öðru landi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2016 09:00 Viðar Örn Kjartansson. Vísir/Getty Viðar Örn Kjartansson hefur verið leikmaður ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv síðan í lok ágúst en getur engu að síður kallað sig sænskan meistara. Viðar Örn skoraði 14 mörk í 19 leikjum með Malmö FF í sænsku úrvalsdeildinni áður en hann var seldur til Tel Aviv. Malmö-liðið var á toppnum þegar Viðar fór og í vikunni tókst Kára Árnasyni og félögum sínum að landa sænska meistaratitlinum. „Já, það gleymist kannski aðeins að ég hafi orðið meistari og ég myndi segja að ég eigi einhvern þátt í meistaratitlinum,“ sagði Viðar Örn Kjartansson í samtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. „Það er gaman að hafa átt þátt í meistaratitlinum. Malmö er að mínu viti langsterkasta liðið í deildinni og verðskuldar titilinn," bætti Viðar við. Hann fær gullmedalíuna þegar landsliðið hittist næst en Kári Árnason ætlar að koma með hana með sér. Það sem er kannski enn athyglisverðara er að Viðar Örn er ennþá markahæsti leikmaður sænsku deildarinnar þótt að hann sé ekki búinn að spila í deildinni síðan í ágústmánuði. Viðar var með fjögurra marka forystu á markalistanum eftir að hafa tryggt Malmö FF 1-0 sigur á GIF Sundsvall í lokaleiknum sínum 28. ágúst. Viktor Prodell var þá í öðru sæti með tíu mörk og hann er enn í öðru sæti en nú kominn með 13 mörk. Viktor Prodell hefur skorað einu marki minna en Viðar alveg eins og John Owoeri hjá BK Häcken. „Það yrði ansi gaman ef það gerðist. Þegar ég fór í ágúst þá óraði mig ekki fyrir því að ég gæti endað sem markahæsti leikmaður deildarinnar en nú er ágætis möguleiki á því. Það yrði hreint ekki leiðinlegt að fá gullskó í annað skiptið á þremur árum," sagði Viðar í viðtalinu en hann varð markakóngur með Valerenga í norsku deildinni sumarið 2014 þegar hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. „Núna er maður kannski aðeins farinn að hugsa um tvö til þrjú dauðafæri sem maður brenndi af og að hafa ekki verið á markaskónum til að byrja með," sagði Viðar. Hann skoraði ekki í sex fyrstu deildarleikjum sínum með Malmö en fór svo í gang og skoraði 14 mörk í síðustu 13 leikjunum. Tvær umferðir eru eftir í sænsku úrvalsdeildinni og augu Íslendinga verða þar á næstu mönnum á eftir Viðari á markalistanum. Það verður spennandi að sjá hvort að honum takist að halda toppsætinu og vinna gullskóinn í Svíþjóð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson hefur verið leikmaður ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv síðan í lok ágúst en getur engu að síður kallað sig sænskan meistara. Viðar Örn skoraði 14 mörk í 19 leikjum með Malmö FF í sænsku úrvalsdeildinni áður en hann var seldur til Tel Aviv. Malmö-liðið var á toppnum þegar Viðar fór og í vikunni tókst Kára Árnasyni og félögum sínum að landa sænska meistaratitlinum. „Já, það gleymist kannski aðeins að ég hafi orðið meistari og ég myndi segja að ég eigi einhvern þátt í meistaratitlinum,“ sagði Viðar Örn Kjartansson í samtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. „Það er gaman að hafa átt þátt í meistaratitlinum. Malmö er að mínu viti langsterkasta liðið í deildinni og verðskuldar titilinn," bætti Viðar við. Hann fær gullmedalíuna þegar landsliðið hittist næst en Kári Árnason ætlar að koma með hana með sér. Það sem er kannski enn athyglisverðara er að Viðar Örn er ennþá markahæsti leikmaður sænsku deildarinnar þótt að hann sé ekki búinn að spila í deildinni síðan í ágústmánuði. Viðar var með fjögurra marka forystu á markalistanum eftir að hafa tryggt Malmö FF 1-0 sigur á GIF Sundsvall í lokaleiknum sínum 28. ágúst. Viktor Prodell var þá í öðru sæti með tíu mörk og hann er enn í öðru sæti en nú kominn með 13 mörk. Viktor Prodell hefur skorað einu marki minna en Viðar alveg eins og John Owoeri hjá BK Häcken. „Það yrði ansi gaman ef það gerðist. Þegar ég fór í ágúst þá óraði mig ekki fyrir því að ég gæti endað sem markahæsti leikmaður deildarinnar en nú er ágætis möguleiki á því. Það yrði hreint ekki leiðinlegt að fá gullskó í annað skiptið á þremur árum," sagði Viðar í viðtalinu en hann varð markakóngur með Valerenga í norsku deildinni sumarið 2014 þegar hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. „Núna er maður kannski aðeins farinn að hugsa um tvö til þrjú dauðafæri sem maður brenndi af og að hafa ekki verið á markaskónum til að byrja með," sagði Viðar. Hann skoraði ekki í sex fyrstu deildarleikjum sínum með Malmö en fór svo í gang og skoraði 14 mörk í síðustu 13 leikjunum. Tvær umferðir eru eftir í sænsku úrvalsdeildinni og augu Íslendinga verða þar á næstu mönnum á eftir Viðari á markalistanum. Það verður spennandi að sjá hvort að honum takist að halda toppsætinu og vinna gullskóinn í Svíþjóð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Sjá meira