Úrræði vantar fyrir vegalaus börn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 6. nóvember 2016 19:00 Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í byrjun september, fundust illa til reika í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Þeir eru nú í umsjá félagsmálayfirvalda á Reyðarfirði. Drengirnir eru frá Alsír og Marokkó. „Mér skilst að þeir hafi smyglað sér undir vöruflutningabíl, farið inn í ferjuna þannig og út aftur. Þeir komu sér til Egilsstaða og tóku þar hjól ófrjálsri hendi, og fundust svo á Breiðdalsvík,“ segir Inga Rún Sigfúsdóttir, yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð. Drengirnir eru 16 og 17 ára gamlir. Þeir hafa dvalið á gistiheimili á Reyðarfirði síðan þeir fundust og bíða þess að mál þeirra verði tekin til meðferðar. „Við reyndum að hafa samband við flest allar barnaverndir hérna fyrir sunnan og það var enginn tilbúinn til að taka á móti þeim. Fyrir utan að við fengum þær upplýsingar frá Rauða krossinum að það væri í raun og veru bara betra fyrir þá að vera hjá okkur, þeir fengju jafnvel betri ummönnun en í bænum þar sem þeir yrðu bara settir með fullorðnum karlmönnum. Við fengum mjög óljós svör og mér fannst bara hver benda á annan,“ segir Inga. Hún segir úrræðaleysi varðandi móttöku barna á flótta hér á landi hafa komið sér á óvart. Hún hafi rekist á marga veggi og lítið sé um svör um hvernig best sé að bera sig að við þessar aðstæður. „Allir eru að varpa ábyrgðinni frá sér, Rauði krossinn, Barnaverndarstofa og Útlendingastofnun.“ Aldrei hafa fleiri fylgdarlaus börn komið hingað til lands en á þessu ári, tólf talsins. Inga segir að æskilegast væri að sérstakt teymi tæki á móti þessum börnum. „Við höfum fengið tilmæli um að fara bara með þá á bókasafnið. Það eru engar bækur á arabísku á bókasafninu á Reyðarfirði svo það hefur lítið upp á sig. Þetta er líka erfitt þar sen það er hvorki menntaskóli þarna né mikið af ungmennum. Þeim náttúrlega leiðist, greyjunum. Og þessi bið er erfið.“ Tengdar fréttir Tólf fylgdarlaus börn á flótta til Íslands á árinu Þrjú af tólf börnum á flótta sem komið hafa fylgdarlaus til Íslands hafa fengið hæli. Einu barni var vísað frá og átta bíða niðurstöðu. Í þessum málum er víða misbrestur segir forstjóri Barnaverndarstofu. 18. október 2016 07:00 Mikil fjölgun á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hefur áhyggjur af stöðunni, en átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. 18. október 2016 20:30 Raunveruleg hætta á að hér verði til munaðarleysingjahæli: „Íslendingar eru stundum hræsnarar“ Það er raunveruleg hætta á að hér á landi verði til munaðarleysingjahæli eða móttökustöð eins og Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu kallar það. 24. október 2016 11:15 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira
Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í byrjun september, fundust illa til reika í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Þeir eru nú í umsjá félagsmálayfirvalda á Reyðarfirði. Drengirnir eru frá Alsír og Marokkó. „Mér skilst að þeir hafi smyglað sér undir vöruflutningabíl, farið inn í ferjuna þannig og út aftur. Þeir komu sér til Egilsstaða og tóku þar hjól ófrjálsri hendi, og fundust svo á Breiðdalsvík,“ segir Inga Rún Sigfúsdóttir, yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð. Drengirnir eru 16 og 17 ára gamlir. Þeir hafa dvalið á gistiheimili á Reyðarfirði síðan þeir fundust og bíða þess að mál þeirra verði tekin til meðferðar. „Við reyndum að hafa samband við flest allar barnaverndir hérna fyrir sunnan og það var enginn tilbúinn til að taka á móti þeim. Fyrir utan að við fengum þær upplýsingar frá Rauða krossinum að það væri í raun og veru bara betra fyrir þá að vera hjá okkur, þeir fengju jafnvel betri ummönnun en í bænum þar sem þeir yrðu bara settir með fullorðnum karlmönnum. Við fengum mjög óljós svör og mér fannst bara hver benda á annan,“ segir Inga. Hún segir úrræðaleysi varðandi móttöku barna á flótta hér á landi hafa komið sér á óvart. Hún hafi rekist á marga veggi og lítið sé um svör um hvernig best sé að bera sig að við þessar aðstæður. „Allir eru að varpa ábyrgðinni frá sér, Rauði krossinn, Barnaverndarstofa og Útlendingastofnun.“ Aldrei hafa fleiri fylgdarlaus börn komið hingað til lands en á þessu ári, tólf talsins. Inga segir að æskilegast væri að sérstakt teymi tæki á móti þessum börnum. „Við höfum fengið tilmæli um að fara bara með þá á bókasafnið. Það eru engar bækur á arabísku á bókasafninu á Reyðarfirði svo það hefur lítið upp á sig. Þetta er líka erfitt þar sen það er hvorki menntaskóli þarna né mikið af ungmennum. Þeim náttúrlega leiðist, greyjunum. Og þessi bið er erfið.“
Tengdar fréttir Tólf fylgdarlaus börn á flótta til Íslands á árinu Þrjú af tólf börnum á flótta sem komið hafa fylgdarlaus til Íslands hafa fengið hæli. Einu barni var vísað frá og átta bíða niðurstöðu. Í þessum málum er víða misbrestur segir forstjóri Barnaverndarstofu. 18. október 2016 07:00 Mikil fjölgun á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hefur áhyggjur af stöðunni, en átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. 18. október 2016 20:30 Raunveruleg hætta á að hér verði til munaðarleysingjahæli: „Íslendingar eru stundum hræsnarar“ Það er raunveruleg hætta á að hér á landi verði til munaðarleysingjahæli eða móttökustöð eins og Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu kallar það. 24. október 2016 11:15 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira
Tólf fylgdarlaus börn á flótta til Íslands á árinu Þrjú af tólf börnum á flótta sem komið hafa fylgdarlaus til Íslands hafa fengið hæli. Einu barni var vísað frá og átta bíða niðurstöðu. Í þessum málum er víða misbrestur segir forstjóri Barnaverndarstofu. 18. október 2016 07:00
Mikil fjölgun á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hefur áhyggjur af stöðunni, en átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. 18. október 2016 20:30
Raunveruleg hætta á að hér verði til munaðarleysingjahæli: „Íslendingar eru stundum hræsnarar“ Það er raunveruleg hætta á að hér á landi verði til munaðarleysingjahæli eða móttökustöð eins og Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu kallar það. 24. október 2016 11:15