Mikil fjölgun á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. október 2016 20:30 Börn allt niður í tólf ára geta ferðast ein með íslensku flugfélögunum án þess að flugfélögin hafi afskipti af þeim en mikil fjölgun hefur orðið á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri sem koma hingað til lands. Grunur leikur á mansali í einu tilvikanna. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, hefur áhyggjur af stöðunni. Átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Í því samhengi er vert að nefna að hjá íslensku flugfélögunum geta börn allt niður í tólf ára ferðast án fylgdarmanns. Börnin sem eru í umsjá Barnaverndar Reykjavíkur eru frá Sýrlandi, Kúrdistan, Marokkó, Albaníu og Afganistan. Þau eru á bilinu 14 til 17 ára. „Þetta er gríðarleg fjölgun frá fyrri árum því við vorum að fá kannski tvö eða einstaka sinnum þrjú eða fjögur og sum árin engin,“ segir Halldóra Dröfn. Barnaverndarnefnd í því umdæmi þar sem barnið gefur sig fram fær barnið í sína umsjá. Halldóra segir að það hafi verið á reiki hvar börnunum sé best fyrir komið. „Útlendingastofnun hefur átt í erfiðleikum við að koma þessum börnum fyrir og hefur þurft að vista þau með fullorðnum. Barnaverndarnefndirnar eiga ekki í mörg hús að vernda fyrir þessa krakka og okkur er ráðlagt að setja þau ekki til að byrja með með öðrum börnum sem við berum ábyrgð á. Þetta er vegna þess að bakrunnur þeirra er ekki þekktur og það getur verið mikil áhætta að taka,“ segir Halldóra. Börnin átta sem eru í umsjá hjá Barnavernd Reykjavíkur dvelja ýmist hjá fósturforeldrum, á vistheimili fyrir unglinga, hjá ættingjum eða á gistiheimilum. Halldóra hefur áhyggjur af því hvernig málum er háttað. „Ég hefði viljað sjá hér litla móttökustöð fyrir þennan hóp barna á landsvísu og það væri þá ekki hver nefnd að burðast með það. Mitt fólk situr við símann heilu dagana að leita að gistiheimili til að leysa þennan tímabundna húsnæðisvanda þessara ungmenna. Ég vildi að það væri tekið á móti þeim á sómasamlegum stað til að sinna fyrstu aðhlynningu,“ segir Halldóra. Hún segir að líðan barnanna átta sé nokkuð misjöfn en mörg þeirra hafi upplifað ofbeldi eða stríð. Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur grunur á því að í tilfelli eins barnsins hafi verið um mansal að ræða en það var í tilfelli 15 ára drengs frá Afganistan. Halldóra segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en segir að lögreglan rannsaki málið. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Börn allt niður í tólf ára geta ferðast ein með íslensku flugfélögunum án þess að flugfélögin hafi afskipti af þeim en mikil fjölgun hefur orðið á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri sem koma hingað til lands. Grunur leikur á mansali í einu tilvikanna. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, hefur áhyggjur af stöðunni. Átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Í því samhengi er vert að nefna að hjá íslensku flugfélögunum geta börn allt niður í tólf ára ferðast án fylgdarmanns. Börnin sem eru í umsjá Barnaverndar Reykjavíkur eru frá Sýrlandi, Kúrdistan, Marokkó, Albaníu og Afganistan. Þau eru á bilinu 14 til 17 ára. „Þetta er gríðarleg fjölgun frá fyrri árum því við vorum að fá kannski tvö eða einstaka sinnum þrjú eða fjögur og sum árin engin,“ segir Halldóra Dröfn. Barnaverndarnefnd í því umdæmi þar sem barnið gefur sig fram fær barnið í sína umsjá. Halldóra segir að það hafi verið á reiki hvar börnunum sé best fyrir komið. „Útlendingastofnun hefur átt í erfiðleikum við að koma þessum börnum fyrir og hefur þurft að vista þau með fullorðnum. Barnaverndarnefndirnar eiga ekki í mörg hús að vernda fyrir þessa krakka og okkur er ráðlagt að setja þau ekki til að byrja með með öðrum börnum sem við berum ábyrgð á. Þetta er vegna þess að bakrunnur þeirra er ekki þekktur og það getur verið mikil áhætta að taka,“ segir Halldóra. Börnin átta sem eru í umsjá hjá Barnavernd Reykjavíkur dvelja ýmist hjá fósturforeldrum, á vistheimili fyrir unglinga, hjá ættingjum eða á gistiheimilum. Halldóra hefur áhyggjur af því hvernig málum er háttað. „Ég hefði viljað sjá hér litla móttökustöð fyrir þennan hóp barna á landsvísu og það væri þá ekki hver nefnd að burðast með það. Mitt fólk situr við símann heilu dagana að leita að gistiheimili til að leysa þennan tímabundna húsnæðisvanda þessara ungmenna. Ég vildi að það væri tekið á móti þeim á sómasamlegum stað til að sinna fyrstu aðhlynningu,“ segir Halldóra. Hún segir að líðan barnanna átta sé nokkuð misjöfn en mörg þeirra hafi upplifað ofbeldi eða stríð. Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur grunur á því að í tilfelli eins barnsins hafi verið um mansal að ræða en það var í tilfelli 15 ára drengs frá Afganistan. Halldóra segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en segir að lögreglan rannsaki málið.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira