Úrræði vantar fyrir vegalaus börn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 6. nóvember 2016 19:00 Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í byrjun september, fundust illa til reika í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Þeir eru nú í umsjá félagsmálayfirvalda á Reyðarfirði. Drengirnir eru frá Alsír og Marokkó. „Mér skilst að þeir hafi smyglað sér undir vöruflutningabíl, farið inn í ferjuna þannig og út aftur. Þeir komu sér til Egilsstaða og tóku þar hjól ófrjálsri hendi, og fundust svo á Breiðdalsvík,“ segir Inga Rún Sigfúsdóttir, yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð. Drengirnir eru 16 og 17 ára gamlir. Þeir hafa dvalið á gistiheimili á Reyðarfirði síðan þeir fundust og bíða þess að mál þeirra verði tekin til meðferðar. „Við reyndum að hafa samband við flest allar barnaverndir hérna fyrir sunnan og það var enginn tilbúinn til að taka á móti þeim. Fyrir utan að við fengum þær upplýsingar frá Rauða krossinum að það væri í raun og veru bara betra fyrir þá að vera hjá okkur, þeir fengju jafnvel betri ummönnun en í bænum þar sem þeir yrðu bara settir með fullorðnum karlmönnum. Við fengum mjög óljós svör og mér fannst bara hver benda á annan,“ segir Inga. Hún segir úrræðaleysi varðandi móttöku barna á flótta hér á landi hafa komið sér á óvart. Hún hafi rekist á marga veggi og lítið sé um svör um hvernig best sé að bera sig að við þessar aðstæður. „Allir eru að varpa ábyrgðinni frá sér, Rauði krossinn, Barnaverndarstofa og Útlendingastofnun.“ Aldrei hafa fleiri fylgdarlaus börn komið hingað til lands en á þessu ári, tólf talsins. Inga segir að æskilegast væri að sérstakt teymi tæki á móti þessum börnum. „Við höfum fengið tilmæli um að fara bara með þá á bókasafnið. Það eru engar bækur á arabísku á bókasafninu á Reyðarfirði svo það hefur lítið upp á sig. Þetta er líka erfitt þar sen það er hvorki menntaskóli þarna né mikið af ungmennum. Þeim náttúrlega leiðist, greyjunum. Og þessi bið er erfið.“ Tengdar fréttir Tólf fylgdarlaus börn á flótta til Íslands á árinu Þrjú af tólf börnum á flótta sem komið hafa fylgdarlaus til Íslands hafa fengið hæli. Einu barni var vísað frá og átta bíða niðurstöðu. Í þessum málum er víða misbrestur segir forstjóri Barnaverndarstofu. 18. október 2016 07:00 Mikil fjölgun á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hefur áhyggjur af stöðunni, en átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. 18. október 2016 20:30 Raunveruleg hætta á að hér verði til munaðarleysingjahæli: „Íslendingar eru stundum hræsnarar“ Það er raunveruleg hætta á að hér á landi verði til munaðarleysingjahæli eða móttökustöð eins og Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu kallar það. 24. október 2016 11:15 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Konan sem ekið var á er látin Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Sjá meira
Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í byrjun september, fundust illa til reika í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Þeir eru nú í umsjá félagsmálayfirvalda á Reyðarfirði. Drengirnir eru frá Alsír og Marokkó. „Mér skilst að þeir hafi smyglað sér undir vöruflutningabíl, farið inn í ferjuna þannig og út aftur. Þeir komu sér til Egilsstaða og tóku þar hjól ófrjálsri hendi, og fundust svo á Breiðdalsvík,“ segir Inga Rún Sigfúsdóttir, yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð. Drengirnir eru 16 og 17 ára gamlir. Þeir hafa dvalið á gistiheimili á Reyðarfirði síðan þeir fundust og bíða þess að mál þeirra verði tekin til meðferðar. „Við reyndum að hafa samband við flest allar barnaverndir hérna fyrir sunnan og það var enginn tilbúinn til að taka á móti þeim. Fyrir utan að við fengum þær upplýsingar frá Rauða krossinum að það væri í raun og veru bara betra fyrir þá að vera hjá okkur, þeir fengju jafnvel betri ummönnun en í bænum þar sem þeir yrðu bara settir með fullorðnum karlmönnum. Við fengum mjög óljós svör og mér fannst bara hver benda á annan,“ segir Inga. Hún segir úrræðaleysi varðandi móttöku barna á flótta hér á landi hafa komið sér á óvart. Hún hafi rekist á marga veggi og lítið sé um svör um hvernig best sé að bera sig að við þessar aðstæður. „Allir eru að varpa ábyrgðinni frá sér, Rauði krossinn, Barnaverndarstofa og Útlendingastofnun.“ Aldrei hafa fleiri fylgdarlaus börn komið hingað til lands en á þessu ári, tólf talsins. Inga segir að æskilegast væri að sérstakt teymi tæki á móti þessum börnum. „Við höfum fengið tilmæli um að fara bara með þá á bókasafnið. Það eru engar bækur á arabísku á bókasafninu á Reyðarfirði svo það hefur lítið upp á sig. Þetta er líka erfitt þar sen það er hvorki menntaskóli þarna né mikið af ungmennum. Þeim náttúrlega leiðist, greyjunum. Og þessi bið er erfið.“
Tengdar fréttir Tólf fylgdarlaus börn á flótta til Íslands á árinu Þrjú af tólf börnum á flótta sem komið hafa fylgdarlaus til Íslands hafa fengið hæli. Einu barni var vísað frá og átta bíða niðurstöðu. Í þessum málum er víða misbrestur segir forstjóri Barnaverndarstofu. 18. október 2016 07:00 Mikil fjölgun á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hefur áhyggjur af stöðunni, en átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. 18. október 2016 20:30 Raunveruleg hætta á að hér verði til munaðarleysingjahæli: „Íslendingar eru stundum hræsnarar“ Það er raunveruleg hætta á að hér á landi verði til munaðarleysingjahæli eða móttökustöð eins og Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu kallar það. 24. október 2016 11:15 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Konan sem ekið var á er látin Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Sjá meira
Tólf fylgdarlaus börn á flótta til Íslands á árinu Þrjú af tólf börnum á flótta sem komið hafa fylgdarlaus til Íslands hafa fengið hæli. Einu barni var vísað frá og átta bíða niðurstöðu. Í þessum málum er víða misbrestur segir forstjóri Barnaverndarstofu. 18. október 2016 07:00
Mikil fjölgun á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hefur áhyggjur af stöðunni, en átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. 18. október 2016 20:30
Raunveruleg hætta á að hér verði til munaðarleysingjahæli: „Íslendingar eru stundum hræsnarar“ Það er raunveruleg hætta á að hér á landi verði til munaðarleysingjahæli eða móttökustöð eins og Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu kallar það. 24. október 2016 11:15