Bandarísk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af framkvæmd forsetakosninganna í Níkaragva Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 23:54 Daniel Ortega, forseti Níkaragva. vísir/getty Bandarísk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af framkvæmd forsetakosninganna í Níkaragva sem fram fóru á sunnudag en Daniel Ortega var þá kjörinn forseti, þriðja kjörtímabilið í röð. Fjallað er um málið á vef BBC og er þar haft eftir talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins að fyrirkomulag kosninganna hafi verið „gallað“ og að þær hafi hvorki verið „frjálsar né sanngjarnar.“ Ortega vann kosningarnar með 72,5 prósent atkvæða þegar 99,8 prósent atkvæða höfðu verið talin. Hann hefur verið við völd í Níkaragva samfleytt frá árinu 2006 en hann var fyrst kjörinn forseti árið 1984 og gegndi því embætti til ársins 1990 þegar hann tapaði fyrir Violetu Barrios de Chamorro. Ortega var leiðtogi í byltingu sandínista, vinstrisinnaðra uppreisnarmanna, í Níkaragva á níunda áratugnum en byltingin leiddi til blóðugrar borgarstyrjaldar í landinu sem lauk árið 1990. Bandarísk yfirvöld studdu þá hægrisinnaða uppreisnarhópa sem börðust gegn sandínistum og var fyrirkomulag kosninganna árið 1984 þegar Ortega var kjörinn forseti meðal annars gagnrýnt af þáverandi Bandaríkjaforseta, Ronald Reagan. Setti Reagan í kjölfarið viðskiptabann á Níkaragva, svipað viðskiptabanninu sem gilti gegn Kúbu á þessum tíma. Nú gagnrýna yfirvöld í Bandaríkjunum kosningarnar, meðal annars vegna þess að alþjóðlegum eftirlitsmönnum var ekki boðið til Níkaragva til að fylgjast með framkvæmd þeirra. Það dragi strax úr trúverðugleika þeirra. „Við munum halda áfram að þrýsta á ríkisstjórn Níkaragva um að tryggja að lýðræðið sé í hávegum haft í landinu, þar á meðal frelsi fjölmiðla og virðing fyrir mannréttindum,“ sagði Mark Toner talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins. Fyrirfram var búist við stórsigri Ortega að því er fram kemur í frétt BBC en ýmis félagsleg verkefni sem ráðist hefur verið í undir stjórn hans hafa notið mikilla vinsælda á meðal almennings. Þá hefur efnahagur landsins verið stöðugur síðustu ár sem hefur einnig aukið vinsældir Ortega í viðskiptalífinu. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af framkvæmd forsetakosninganna í Níkaragva sem fram fóru á sunnudag en Daniel Ortega var þá kjörinn forseti, þriðja kjörtímabilið í röð. Fjallað er um málið á vef BBC og er þar haft eftir talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins að fyrirkomulag kosninganna hafi verið „gallað“ og að þær hafi hvorki verið „frjálsar né sanngjarnar.“ Ortega vann kosningarnar með 72,5 prósent atkvæða þegar 99,8 prósent atkvæða höfðu verið talin. Hann hefur verið við völd í Níkaragva samfleytt frá árinu 2006 en hann var fyrst kjörinn forseti árið 1984 og gegndi því embætti til ársins 1990 þegar hann tapaði fyrir Violetu Barrios de Chamorro. Ortega var leiðtogi í byltingu sandínista, vinstrisinnaðra uppreisnarmanna, í Níkaragva á níunda áratugnum en byltingin leiddi til blóðugrar borgarstyrjaldar í landinu sem lauk árið 1990. Bandarísk yfirvöld studdu þá hægrisinnaða uppreisnarhópa sem börðust gegn sandínistum og var fyrirkomulag kosninganna árið 1984 þegar Ortega var kjörinn forseti meðal annars gagnrýnt af þáverandi Bandaríkjaforseta, Ronald Reagan. Setti Reagan í kjölfarið viðskiptabann á Níkaragva, svipað viðskiptabanninu sem gilti gegn Kúbu á þessum tíma. Nú gagnrýna yfirvöld í Bandaríkjunum kosningarnar, meðal annars vegna þess að alþjóðlegum eftirlitsmönnum var ekki boðið til Níkaragva til að fylgjast með framkvæmd þeirra. Það dragi strax úr trúverðugleika þeirra. „Við munum halda áfram að þrýsta á ríkisstjórn Níkaragva um að tryggja að lýðræðið sé í hávegum haft í landinu, þar á meðal frelsi fjölmiðla og virðing fyrir mannréttindum,“ sagði Mark Toner talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins. Fyrirfram var búist við stórsigri Ortega að því er fram kemur í frétt BBC en ýmis félagsleg verkefni sem ráðist hefur verið í undir stjórn hans hafa notið mikilla vinsælda á meðal almennings. Þá hefur efnahagur landsins verið stöðugur síðustu ár sem hefur einnig aukið vinsældir Ortega í viðskiptalífinu.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira