Bandarísk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af framkvæmd forsetakosninganna í Níkaragva Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 23:54 Daniel Ortega, forseti Níkaragva. vísir/getty Bandarísk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af framkvæmd forsetakosninganna í Níkaragva sem fram fóru á sunnudag en Daniel Ortega var þá kjörinn forseti, þriðja kjörtímabilið í röð. Fjallað er um málið á vef BBC og er þar haft eftir talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins að fyrirkomulag kosninganna hafi verið „gallað“ og að þær hafi hvorki verið „frjálsar né sanngjarnar.“ Ortega vann kosningarnar með 72,5 prósent atkvæða þegar 99,8 prósent atkvæða höfðu verið talin. Hann hefur verið við völd í Níkaragva samfleytt frá árinu 2006 en hann var fyrst kjörinn forseti árið 1984 og gegndi því embætti til ársins 1990 þegar hann tapaði fyrir Violetu Barrios de Chamorro. Ortega var leiðtogi í byltingu sandínista, vinstrisinnaðra uppreisnarmanna, í Níkaragva á níunda áratugnum en byltingin leiddi til blóðugrar borgarstyrjaldar í landinu sem lauk árið 1990. Bandarísk yfirvöld studdu þá hægrisinnaða uppreisnarhópa sem börðust gegn sandínistum og var fyrirkomulag kosninganna árið 1984 þegar Ortega var kjörinn forseti meðal annars gagnrýnt af þáverandi Bandaríkjaforseta, Ronald Reagan. Setti Reagan í kjölfarið viðskiptabann á Níkaragva, svipað viðskiptabanninu sem gilti gegn Kúbu á þessum tíma. Nú gagnrýna yfirvöld í Bandaríkjunum kosningarnar, meðal annars vegna þess að alþjóðlegum eftirlitsmönnum var ekki boðið til Níkaragva til að fylgjast með framkvæmd þeirra. Það dragi strax úr trúverðugleika þeirra. „Við munum halda áfram að þrýsta á ríkisstjórn Níkaragva um að tryggja að lýðræðið sé í hávegum haft í landinu, þar á meðal frelsi fjölmiðla og virðing fyrir mannréttindum,“ sagði Mark Toner talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins. Fyrirfram var búist við stórsigri Ortega að því er fram kemur í frétt BBC en ýmis félagsleg verkefni sem ráðist hefur verið í undir stjórn hans hafa notið mikilla vinsælda á meðal almennings. Þá hefur efnahagur landsins verið stöðugur síðustu ár sem hefur einnig aukið vinsældir Ortega í viðskiptalífinu. Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af framkvæmd forsetakosninganna í Níkaragva sem fram fóru á sunnudag en Daniel Ortega var þá kjörinn forseti, þriðja kjörtímabilið í röð. Fjallað er um málið á vef BBC og er þar haft eftir talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins að fyrirkomulag kosninganna hafi verið „gallað“ og að þær hafi hvorki verið „frjálsar né sanngjarnar.“ Ortega vann kosningarnar með 72,5 prósent atkvæða þegar 99,8 prósent atkvæða höfðu verið talin. Hann hefur verið við völd í Níkaragva samfleytt frá árinu 2006 en hann var fyrst kjörinn forseti árið 1984 og gegndi því embætti til ársins 1990 þegar hann tapaði fyrir Violetu Barrios de Chamorro. Ortega var leiðtogi í byltingu sandínista, vinstrisinnaðra uppreisnarmanna, í Níkaragva á níunda áratugnum en byltingin leiddi til blóðugrar borgarstyrjaldar í landinu sem lauk árið 1990. Bandarísk yfirvöld studdu þá hægrisinnaða uppreisnarhópa sem börðust gegn sandínistum og var fyrirkomulag kosninganna árið 1984 þegar Ortega var kjörinn forseti meðal annars gagnrýnt af þáverandi Bandaríkjaforseta, Ronald Reagan. Setti Reagan í kjölfarið viðskiptabann á Níkaragva, svipað viðskiptabanninu sem gilti gegn Kúbu á þessum tíma. Nú gagnrýna yfirvöld í Bandaríkjunum kosningarnar, meðal annars vegna þess að alþjóðlegum eftirlitsmönnum var ekki boðið til Níkaragva til að fylgjast með framkvæmd þeirra. Það dragi strax úr trúverðugleika þeirra. „Við munum halda áfram að þrýsta á ríkisstjórn Níkaragva um að tryggja að lýðræðið sé í hávegum haft í landinu, þar á meðal frelsi fjölmiðla og virðing fyrir mannréttindum,“ sagði Mark Toner talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins. Fyrirfram var búist við stórsigri Ortega að því er fram kemur í frétt BBC en ýmis félagsleg verkefni sem ráðist hefur verið í undir stjórn hans hafa notið mikilla vinsælda á meðal almennings. Þá hefur efnahagur landsins verið stöðugur síðustu ár sem hefur einnig aukið vinsældir Ortega í viðskiptalífinu.
Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent