Ögmundur: Hannes er númer eitt en ég held honum á tánum Tóams Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2016 15:45 Ögmundur Kristinsson, markvörður sænska úrvalsdeildarliðsins Hammarby, stóð vaktina í marki Íslands í fyrri hálfleik gegn Noregi í Ósló í vikunni og fékk á sig tvö mörk. Frammistaða liðsins var ekki góð en liðið var að flestu leyti yfirspilað af Norðmönnum. „Þetta var frekar ryðgað. Það voru margir að spila fyrsta leikinn sinni í langan tíma og liðið verið stutt saman. Það sást á leik okkar,“ sagði Ögmundur við Vísi á landsliðsæfingu í Laugardalsnum í dag, en hvað fannst honum um eigin frammistöðu? „Í heildina var hún ágæt. Auðvitað var aukaspyrnan í markmannshornið en það var góð spyrna. Á fullkomnum degi hefði ég tekið þetta,“ sagði hann. Ögmundur fékk heldur betur að heyra hjá landanum sem fylgdist með leiknum en hann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu í undanförnum leikjum. Er það eitthvað sem hefur áhrif á hann? „Nei, ég les voða lítið af svona. Maður veit það best sjálfur ef maður hefur átt slakan leik. Svona vindur líka upp á sig. Ef svona gerist einu sinni þá er létt að halda áfram að gagnrýna sama einstakling. Þetta truflar mig samt ekkert þar sem ég hef traustið frá þjálfurum liðsins og leikmönnunum,“ sagði Ögmundur, en hversu gott er að fá þetta traust og alla þessa leiki? „Það er mjög mikilvægt og ég þakka þeim fyrir það. Að sama skapi veit ég líka að ég er að gera eitthvað rétt því maður væri ekki að fá þessa leiki ef maður væri ekki að standa sig. Ég verð bara að halda áfram að setja pressu á Hannes Þór.“ Ögmundur hefur byrjað nánast hvern einasta leik síðan Hannes Þór meiddist og þótt að aðalmarkvörðurinn sé klár í slaginn var Ögmundur samt í markinu gegn Noregi. Gerir Framarinn sér vonir um að byrja gegn Portúgal 14. júní? „Það er erfitt að segja það en ég ætla allavega að halda Hannesi á tánum. Það er gott fyrir liðið líka að við séum allir á tánum og klárir í slaginn þegar kallið kemur. Ég veit samt alveg að Hannes er númer eitt,“ sagði Ögmundur Kristinsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Barcelona - Real Sociedad | Börsungar gegn Böskum Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira
Ögmundur Kristinsson, markvörður sænska úrvalsdeildarliðsins Hammarby, stóð vaktina í marki Íslands í fyrri hálfleik gegn Noregi í Ósló í vikunni og fékk á sig tvö mörk. Frammistaða liðsins var ekki góð en liðið var að flestu leyti yfirspilað af Norðmönnum. „Þetta var frekar ryðgað. Það voru margir að spila fyrsta leikinn sinni í langan tíma og liðið verið stutt saman. Það sást á leik okkar,“ sagði Ögmundur við Vísi á landsliðsæfingu í Laugardalsnum í dag, en hvað fannst honum um eigin frammistöðu? „Í heildina var hún ágæt. Auðvitað var aukaspyrnan í markmannshornið en það var góð spyrna. Á fullkomnum degi hefði ég tekið þetta,“ sagði hann. Ögmundur fékk heldur betur að heyra hjá landanum sem fylgdist með leiknum en hann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu í undanförnum leikjum. Er það eitthvað sem hefur áhrif á hann? „Nei, ég les voða lítið af svona. Maður veit það best sjálfur ef maður hefur átt slakan leik. Svona vindur líka upp á sig. Ef svona gerist einu sinni þá er létt að halda áfram að gagnrýna sama einstakling. Þetta truflar mig samt ekkert þar sem ég hef traustið frá þjálfurum liðsins og leikmönnunum,“ sagði Ögmundur, en hversu gott er að fá þetta traust og alla þessa leiki? „Það er mjög mikilvægt og ég þakka þeim fyrir það. Að sama skapi veit ég líka að ég er að gera eitthvað rétt því maður væri ekki að fá þessa leiki ef maður væri ekki að standa sig. Ég verð bara að halda áfram að setja pressu á Hannes Þór.“ Ögmundur hefur byrjað nánast hvern einasta leik síðan Hannes Þór meiddist og þótt að aðalmarkvörðurinn sé klár í slaginn var Ögmundur samt í markinu gegn Noregi. Gerir Framarinn sér vonir um að byrja gegn Portúgal 14. júní? „Það er erfitt að segja það en ég ætla allavega að halda Hannesi á tánum. Það er gott fyrir liðið líka að við séum allir á tánum og klárir í slaginn þegar kallið kemur. Ég veit samt alveg að Hannes er númer eitt,“ sagði Ögmundur Kristinsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Barcelona - Real Sociedad | Börsungar gegn Böskum Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira