Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Breiðablik 1-1 | FH áfram í lykilstöðu Smári Jökull Jónsson í Kaplakrika skrifar 11. september 2016 20:15 Árni Vilhjálmsson kemur Blikum yfir. vísir/ernir FH er áfram með sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir 1-1 jafntefli við Breiðablik í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag. FH-ingar eru því í afar góðri stöðu þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af Pepsi-deildinni. Árni Vilhjálmsson kom Blikum yfir á 32. mínútu eftir slæm mistök Bergsveins Ólafssonar í vörn FH. FH-ingar jöfnuðu strax í næstu sókn og þar var að verki Kristján Flóki Finnbogason. Heimamenn voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik en tókst ekki að skora sigurmarkið. Jafntefli eru þó fín úrslit fyrir FH.Af hverju varð jafntefli?Auðveldasta útskýringin væri að segja að bæði liðin hefðu skorað jafnmörg mörk. Leikurinn var leikur tveggja hálfleika. Breiðablik var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu getað verið komnir í 1-0 strax eftir nokkrar sekúndur. Þegar þeir náðu svo að skora tókst þeim ekki að haldast á forystunni nema í rúma mínútu. Það hefði verið verulega áhugavert að sjá hvað hefði gerst ef þeir hefðu farið inn í seinni hálfleikinn með forystu. Í seinni hálfleik voru heimamenn sterkari og sýndu mikið betri leik en í þeim fyrri. Þeir hefðu getað náð þremur stigum en voru ekki alveg nógu beittir fyrir framan mark gestanna. Heimamenn fara þó líklega sáttir frá borði enda halda þeir 7 stiga forystu á toppi deildarinnar og fátt annað sem bendir til þess en að þeir haldi titlinum í Kaplakrika.Hverjir stóðu upp úr?Það var enginn leikmaður sem átti einhvern stjörnuleik í dag. Kristján Flóki var líflegur hjá FH og skoraði gott mark. Hann var hreyfanlegur og gerði Blikum oft erfitt fyrir. Böðvar Böðvarsson var sömuleiðis öflugur í vinstri bakverðinum og átti góða stoðsendingu þegar Kristján Flóki skoraði. Kassim Doumbia var traustur í miðri vörninni. Það var eins gott því félagi hans Bergsveinn Ólafsson var afar mistækur. Kaj Leo i Bartalsstovu átti fína innkomu og sýndi lipra takta. Hjá Breiðabliki voru miðverðirnir Elfar Freyr og Damir sterkir að venju og Gísli Eyjólfsson átti ágæta spretti. Þá greip Gunnleifur vel inn í þegar á þurfti að halda.Hvað gekk vel?Þrátt fyrir fremur dapran fyrri hálfleik þá gekk FH ágætlega að halda gestunum í skefjum fyrstu 45 mínúturnar. Breiðablik var töluvert sterkari aðilinn en færi þeirra komu eftir einstaklingsmistök FH. Breiðablik náði að pressa heimamenn ágætlega á köflum en hefðu ef til vill getað verið enn aðgangsharðari. Sóknarleikur FH var allt annar í seinni hálfleik og þegar Kaj Leo og Atli Guðnason sköpuðu hættu í nokkur skipti. Dómgæslan gekk vel hjá Vilhjálmi Alvari Þórarinssyni. Hann var ekkert að flauta of mikið og hélt sömu línu út leikinn. Góður dagur hjá Vilhjálmi og hans teymi.Hvað gerist næst?FH-ingar halda næst í Árbæinn og mæta þar vel stemmdum Fylkismönnum sem unnu góðan sigur í kvöld. Árbæingar juku verulega við möguleika sína á að halda sæti sínu í deildinni á næsta ári og það verður síður en svo auðvelt fyrir FH að sækja þrjú stig í Árbæinn. Hafnfirðingar vilja þó eflaust klára Íslandsmeistaratitilinn sem fyrst og ætla sér eflaust ekkert annað en sigur. Breiðablik á í harðri baráttu um Evrópusæti og mæta í næstu umferð Valsmönnum sem geta jafnað Blika að stigum með sigri á Stjörnunni í kvöld. Valsmenn hafa hins vegar tryggt sér Evrópusæti eftir sigur í Borgunarbikarnum og spurningin er hvort þeir fari að slaka eitthvað á í þessum síðustu leikjum. Blikar mega alls ekki við þvi að slaka á og þurfa sigur í næsta leik. Heimir: Verðum að sækja þennan titilÚr leiknum í dagVísir / ErnirHeimir Guðjónsson þjálfari FH sagði að jafntefli hefðu verið nokkuð sanngjörn úrslit í leik FH-inga og Breiðabliks á Kaplakrikavelli í kvöld. Eftir leikinn eru Hafnfirðingar með 7 stiga forystu á toppi Pepsi-deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir. „Miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá held ég að við getum verið sáttir. Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik og þeir settu okkur undir pressu. Við vorum búnir að æfa hana vel í vikunni en við vorum alltof staðir og ekki að finna þær lausnir sem við vorum búnir að leggja upp með fyrir leikinn,“ sagði Heimir í samtali við Vísi að leik loknum. „Í seinni hálfleik þá fannst mér við vera sterkari, sérstaklega þegar leið á hálfleikinn. Við fengum ágætis möguleika til að setja þetta annað mark. En jafntefli eru líklega sanngjörn úrslit,“ Jafnteflið eru ágæt úrslit fyrir FH sem komu þar með í veg fyrir að Breiðablik næði að minnka forystu liðsins á toppnum. Í fyrri hálfleik leit út fyrir að heimamenn leggðu fyrst og fremst áherslu á að verja stigið. „Nei, það var ekki planið. Við vitum það að við þurfum að sækja þennan titil, hann er ekki að fara að detta í hendurnar á okkur. Það er alltaf þannig að þegar þú ert að sækja titla þá viltu vinna leiki. Við lögðum upp með það í dag að vinna þennan leik,“ sagði Heimir að lokum. Arnar: Ánægður með frammistöðunaArnar Grétarsson kemur skilaboðum inn á völlinn í Kaplakrika í kvöld.Vísir / ErnirArnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks sagði stigið í dag súrsætt og var fremur ósáttur með jafnteflið í Hafnarfirði. Blikar misstu þar með af tækifæri til þess að minnka forystu FH á toppnum. „Ég er ekki sáttur með úrslitin. En þetta fór svona og við þurfum bara að halda áfram. Mér fannst við spila skínandi góðan fyrri hálfleik. Ef allt hefði verið eðlilegt þá hefðum við átt að skora fleiri mörk þá,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik. „Í seinni hálfleik voru FH-ingar ívið sterkari en samt ekki með þessa yfirburði sem voru í fyrri hálfleik. En það er það sem skilur að, það þarf að skora. Við gerðum það ekki.“ Árni Vilhjálmsson framherji Breiðabliks fékk algjört dauðafæri eftir 20 sekúndna leik sem hann nýtti ekki. Arnar sagði ómögulegt að segja til um hvort það hefði breytt einhverju um þróun leiksins. „Ég veit það ekki, við fáum aldrei að vita það. Hins vegar fannst mér við spila glimrandi vel í fyrri hálfleik og þar fengum við nokkur góð færi. Þegar við vorum komnir 1-0 þá jafna FH-ingar strax eftir að hafa varla verið búnir að ógna markinu.“ „En ég er virkilega ánægður með frammistöðu minna manna heilt yfir. Við erum að spila á móti alvöru liði á þeirra heimavelli en maður er auðvitað ósáttur að sækja ekki þrjú stig því mér fannst við vinna fyrir því,“ bætti Arnar við. Arnar gerði ekki breytingar á sóknarleik Breiðabliks fyrr en þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum og hefðu eflaust margir viljað sjá hann gera breytingar fyrr. „Það er auðvelt að vera vitur eftir á og kannski að segja að menn hefðu átt að koma fyrr inn eða að gera taktískar breytingar. Við höfum ekki verið að gera það hingað til. Þetta er súrsætt, það verður að segjast eins og er. En við verðum bara að halda áfram,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks að lokum. Davíð Þór: Við erum í frábærri stöðuDavíð Þór í baráttunni í leiknum í kvöldVísir / ErnirDavíð Þór Viðarsson fyrirliði FH átti ágætan leik á miðjunni í dag. Hann sagði titilinn alls ekki vera í höfn en viðurkenndi að FH-ingar væru í góðri stöðu. „Blikarnir voru betri en við í fyrri hálfleik. Við vorum í tómu basli bæði sóknar- og varnarlega. En við rifum okkur upp í seinni hálfleik þannig að þetta eru líklega nokkuð sanngjörn úrslit,“ sagði Davíð Þór við Vísi eftir leik. „Við erum í mjög góðum málum. Við vildum vinna í dag og vera með 9 stiga forystu þegar fjórar umferðir væru eftir. Þá hefði ég örugglega verið til í að gefa þeir eitthvað aðeins bitastæðara en það sem ég er að segja núna,“ bætti Davíð Þór við. FH er með 7 stiga forystu á toppnum og það er erfitt að sjá eitthvað annað lið gera atlögu að titlinum úr því sem komið er. „Við erum með 7 stiga forystu og eigum fjóra leiki eftir. Þetta er auðvitað ekki alveg búið. En við erum í frábærri stöðu, það er ekkert flóknara en það. Við getum hins vegar ekki byrjað leiki eins og við gerðum í dag. Við þurfum að skoða það og koma betur stemmdir inn í næsta leik,“ sagði Davíð Þór við Vísi að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur Fótbolti Spilaði fótbolta í efstu deild á Englandi, Frakklandi og Spáni en æfir nú körfubolta Fótbolti Tiger í enn eina bakaðgerðina Golf Stjarnan sótti ekki gull í greipar Eyjamanna Handbolti „Þurfum að vera fljótir að læra“ Handbolti Valur ekki í vandræðum í Vestmannaeyjum Handbolti Íslenskt markaflóð í Svíþjóð Handbolti „Þór/KA-Víkingur verður stærsti leikur landsins í öllum deildum” Íslenski boltinn „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Afturelding 31-34 | Frábær sigur gestanna Handbolti Fleiri fréttir „Þór/KA-Víkingur verður stærsti leikur landsins í öllum deildum” Uppgjörið og viðtöl: Þróttur - Breiðablik 1-4 | Auðvelt hjá toppliðinu „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum“ Uppgjörið: Þór/KA - Valur 0-1 | Nauðsynlegur sigur í toppbaráttunni Uppgjörið: KR - Víkingur 0-3 | Meistararnir fóru mikinn vestur í bæ Þakkar bara fyrir að „Sir Sölvi“ heilsi sér á morgnanna „Þetta stendur okkur nærri sem samfélag“ Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Ungar systur spiluðu saman í efstu deild Guðmundur Andri í aðgerð og Stefán Árni ekki meira með „Langar alltaf jafn mikið að vinna KR“ „Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar“ Uppgjörið: FH - Víkingur 0-3 | Gestirnir fóru á kostum í Krikanum „Mjög erfitt þegar hann hætti að geta verið sá maður“ Haraldur skammar Pawel: „Ömurlegt pólitískt útspil“ Bjóða frítt í Herjólf og rútu í von um fjölmenni í Breiðholti Órætt tíst Ísaks vekur athygli Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Guðmundur í eins leiks bann en Böðvar sleppur Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Gary Martin kveður Ísland: „Takk fyrir mig“ Skandall og ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta Ritaði ítarlega grein um Gylfa Þór: „Íslenska þjóðin í hans horni“ „Á ekki líða fyrir það að vera sonur minn“ Hættur eftir tvö föll en ævinlega þakklátur Selfossi ÍBV nálgast Bestu deildina en Grótta féll „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ Þjálfari Stjörnunnar féll með tilþrifum Sjáðu mörkin sem felldu Fylki og Keflavík Sjá meira
FH er áfram með sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir 1-1 jafntefli við Breiðablik í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag. FH-ingar eru því í afar góðri stöðu þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af Pepsi-deildinni. Árni Vilhjálmsson kom Blikum yfir á 32. mínútu eftir slæm mistök Bergsveins Ólafssonar í vörn FH. FH-ingar jöfnuðu strax í næstu sókn og þar var að verki Kristján Flóki Finnbogason. Heimamenn voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik en tókst ekki að skora sigurmarkið. Jafntefli eru þó fín úrslit fyrir FH.Af hverju varð jafntefli?Auðveldasta útskýringin væri að segja að bæði liðin hefðu skorað jafnmörg mörk. Leikurinn var leikur tveggja hálfleika. Breiðablik var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu getað verið komnir í 1-0 strax eftir nokkrar sekúndur. Þegar þeir náðu svo að skora tókst þeim ekki að haldast á forystunni nema í rúma mínútu. Það hefði verið verulega áhugavert að sjá hvað hefði gerst ef þeir hefðu farið inn í seinni hálfleikinn með forystu. Í seinni hálfleik voru heimamenn sterkari og sýndu mikið betri leik en í þeim fyrri. Þeir hefðu getað náð þremur stigum en voru ekki alveg nógu beittir fyrir framan mark gestanna. Heimamenn fara þó líklega sáttir frá borði enda halda þeir 7 stiga forystu á toppi deildarinnar og fátt annað sem bendir til þess en að þeir haldi titlinum í Kaplakrika.Hverjir stóðu upp úr?Það var enginn leikmaður sem átti einhvern stjörnuleik í dag. Kristján Flóki var líflegur hjá FH og skoraði gott mark. Hann var hreyfanlegur og gerði Blikum oft erfitt fyrir. Böðvar Böðvarsson var sömuleiðis öflugur í vinstri bakverðinum og átti góða stoðsendingu þegar Kristján Flóki skoraði. Kassim Doumbia var traustur í miðri vörninni. Það var eins gott því félagi hans Bergsveinn Ólafsson var afar mistækur. Kaj Leo i Bartalsstovu átti fína innkomu og sýndi lipra takta. Hjá Breiðabliki voru miðverðirnir Elfar Freyr og Damir sterkir að venju og Gísli Eyjólfsson átti ágæta spretti. Þá greip Gunnleifur vel inn í þegar á þurfti að halda.Hvað gekk vel?Þrátt fyrir fremur dapran fyrri hálfleik þá gekk FH ágætlega að halda gestunum í skefjum fyrstu 45 mínúturnar. Breiðablik var töluvert sterkari aðilinn en færi þeirra komu eftir einstaklingsmistök FH. Breiðablik náði að pressa heimamenn ágætlega á köflum en hefðu ef til vill getað verið enn aðgangsharðari. Sóknarleikur FH var allt annar í seinni hálfleik og þegar Kaj Leo og Atli Guðnason sköpuðu hættu í nokkur skipti. Dómgæslan gekk vel hjá Vilhjálmi Alvari Þórarinssyni. Hann var ekkert að flauta of mikið og hélt sömu línu út leikinn. Góður dagur hjá Vilhjálmi og hans teymi.Hvað gerist næst?FH-ingar halda næst í Árbæinn og mæta þar vel stemmdum Fylkismönnum sem unnu góðan sigur í kvöld. Árbæingar juku verulega við möguleika sína á að halda sæti sínu í deildinni á næsta ári og það verður síður en svo auðvelt fyrir FH að sækja þrjú stig í Árbæinn. Hafnfirðingar vilja þó eflaust klára Íslandsmeistaratitilinn sem fyrst og ætla sér eflaust ekkert annað en sigur. Breiðablik á í harðri baráttu um Evrópusæti og mæta í næstu umferð Valsmönnum sem geta jafnað Blika að stigum með sigri á Stjörnunni í kvöld. Valsmenn hafa hins vegar tryggt sér Evrópusæti eftir sigur í Borgunarbikarnum og spurningin er hvort þeir fari að slaka eitthvað á í þessum síðustu leikjum. Blikar mega alls ekki við þvi að slaka á og þurfa sigur í næsta leik. Heimir: Verðum að sækja þennan titilÚr leiknum í dagVísir / ErnirHeimir Guðjónsson þjálfari FH sagði að jafntefli hefðu verið nokkuð sanngjörn úrslit í leik FH-inga og Breiðabliks á Kaplakrikavelli í kvöld. Eftir leikinn eru Hafnfirðingar með 7 stiga forystu á toppi Pepsi-deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir. „Miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá held ég að við getum verið sáttir. Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik og þeir settu okkur undir pressu. Við vorum búnir að æfa hana vel í vikunni en við vorum alltof staðir og ekki að finna þær lausnir sem við vorum búnir að leggja upp með fyrir leikinn,“ sagði Heimir í samtali við Vísi að leik loknum. „Í seinni hálfleik þá fannst mér við vera sterkari, sérstaklega þegar leið á hálfleikinn. Við fengum ágætis möguleika til að setja þetta annað mark. En jafntefli eru líklega sanngjörn úrslit,“ Jafnteflið eru ágæt úrslit fyrir FH sem komu þar með í veg fyrir að Breiðablik næði að minnka forystu liðsins á toppnum. Í fyrri hálfleik leit út fyrir að heimamenn leggðu fyrst og fremst áherslu á að verja stigið. „Nei, það var ekki planið. Við vitum það að við þurfum að sækja þennan titil, hann er ekki að fara að detta í hendurnar á okkur. Það er alltaf þannig að þegar þú ert að sækja titla þá viltu vinna leiki. Við lögðum upp með það í dag að vinna þennan leik,“ sagði Heimir að lokum. Arnar: Ánægður með frammistöðunaArnar Grétarsson kemur skilaboðum inn á völlinn í Kaplakrika í kvöld.Vísir / ErnirArnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks sagði stigið í dag súrsætt og var fremur ósáttur með jafnteflið í Hafnarfirði. Blikar misstu þar með af tækifæri til þess að minnka forystu FH á toppnum. „Ég er ekki sáttur með úrslitin. En þetta fór svona og við þurfum bara að halda áfram. Mér fannst við spila skínandi góðan fyrri hálfleik. Ef allt hefði verið eðlilegt þá hefðum við átt að skora fleiri mörk þá,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik. „Í seinni hálfleik voru FH-ingar ívið sterkari en samt ekki með þessa yfirburði sem voru í fyrri hálfleik. En það er það sem skilur að, það þarf að skora. Við gerðum það ekki.“ Árni Vilhjálmsson framherji Breiðabliks fékk algjört dauðafæri eftir 20 sekúndna leik sem hann nýtti ekki. Arnar sagði ómögulegt að segja til um hvort það hefði breytt einhverju um þróun leiksins. „Ég veit það ekki, við fáum aldrei að vita það. Hins vegar fannst mér við spila glimrandi vel í fyrri hálfleik og þar fengum við nokkur góð færi. Þegar við vorum komnir 1-0 þá jafna FH-ingar strax eftir að hafa varla verið búnir að ógna markinu.“ „En ég er virkilega ánægður með frammistöðu minna manna heilt yfir. Við erum að spila á móti alvöru liði á þeirra heimavelli en maður er auðvitað ósáttur að sækja ekki þrjú stig því mér fannst við vinna fyrir því,“ bætti Arnar við. Arnar gerði ekki breytingar á sóknarleik Breiðabliks fyrr en þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum og hefðu eflaust margir viljað sjá hann gera breytingar fyrr. „Það er auðvelt að vera vitur eftir á og kannski að segja að menn hefðu átt að koma fyrr inn eða að gera taktískar breytingar. Við höfum ekki verið að gera það hingað til. Þetta er súrsætt, það verður að segjast eins og er. En við verðum bara að halda áfram,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks að lokum. Davíð Þór: Við erum í frábærri stöðuDavíð Þór í baráttunni í leiknum í kvöldVísir / ErnirDavíð Þór Viðarsson fyrirliði FH átti ágætan leik á miðjunni í dag. Hann sagði titilinn alls ekki vera í höfn en viðurkenndi að FH-ingar væru í góðri stöðu. „Blikarnir voru betri en við í fyrri hálfleik. Við vorum í tómu basli bæði sóknar- og varnarlega. En við rifum okkur upp í seinni hálfleik þannig að þetta eru líklega nokkuð sanngjörn úrslit,“ sagði Davíð Þór við Vísi eftir leik. „Við erum í mjög góðum málum. Við vildum vinna í dag og vera með 9 stiga forystu þegar fjórar umferðir væru eftir. Þá hefði ég örugglega verið til í að gefa þeir eitthvað aðeins bitastæðara en það sem ég er að segja núna,“ bætti Davíð Þór við. FH er með 7 stiga forystu á toppnum og það er erfitt að sjá eitthvað annað lið gera atlögu að titlinum úr því sem komið er. „Við erum með 7 stiga forystu og eigum fjóra leiki eftir. Þetta er auðvitað ekki alveg búið. En við erum í frábærri stöðu, það er ekkert flóknara en það. Við getum hins vegar ekki byrjað leiki eins og við gerðum í dag. Við þurfum að skoða það og koma betur stemmdir inn í næsta leik,“ sagði Davíð Þór við Vísi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur Fótbolti Spilaði fótbolta í efstu deild á Englandi, Frakklandi og Spáni en æfir nú körfubolta Fótbolti Tiger í enn eina bakaðgerðina Golf Stjarnan sótti ekki gull í greipar Eyjamanna Handbolti „Þurfum að vera fljótir að læra“ Handbolti Valur ekki í vandræðum í Vestmannaeyjum Handbolti Íslenskt markaflóð í Svíþjóð Handbolti „Þór/KA-Víkingur verður stærsti leikur landsins í öllum deildum” Íslenski boltinn „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Afturelding 31-34 | Frábær sigur gestanna Handbolti Fleiri fréttir „Þór/KA-Víkingur verður stærsti leikur landsins í öllum deildum” Uppgjörið og viðtöl: Þróttur - Breiðablik 1-4 | Auðvelt hjá toppliðinu „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum“ Uppgjörið: Þór/KA - Valur 0-1 | Nauðsynlegur sigur í toppbaráttunni Uppgjörið: KR - Víkingur 0-3 | Meistararnir fóru mikinn vestur í bæ Þakkar bara fyrir að „Sir Sölvi“ heilsi sér á morgnanna „Þetta stendur okkur nærri sem samfélag“ Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Ungar systur spiluðu saman í efstu deild Guðmundur Andri í aðgerð og Stefán Árni ekki meira með „Langar alltaf jafn mikið að vinna KR“ „Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar“ Uppgjörið: FH - Víkingur 0-3 | Gestirnir fóru á kostum í Krikanum „Mjög erfitt þegar hann hætti að geta verið sá maður“ Haraldur skammar Pawel: „Ömurlegt pólitískt útspil“ Bjóða frítt í Herjólf og rútu í von um fjölmenni í Breiðholti Órætt tíst Ísaks vekur athygli Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Guðmundur í eins leiks bann en Böðvar sleppur Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Gary Martin kveður Ísland: „Takk fyrir mig“ Skandall og ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta Ritaði ítarlega grein um Gylfa Þór: „Íslenska þjóðin í hans horni“ „Á ekki líða fyrir það að vera sonur minn“ Hættur eftir tvö föll en ævinlega þakklátur Selfossi ÍBV nálgast Bestu deildina en Grótta féll „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ Þjálfari Stjörnunnar féll með tilþrifum Sjáðu mörkin sem felldu Fylki og Keflavík Sjá meira