Dýrt spaug sem enginn hlær að Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 22. október 2016 07:00 Pogba var stórkostlegur gegn Íslandi í 8 liða úrslitum á EM. Það er kannski spurning fyrir Paul Pogba að hætta að reyna vinna Saloon D’or og setja metnað sinn á Baloon D’or,“ skrifaði reiður stuðningsmaður Manchester United á Twitter eftir leik liðsins gegn Liverpool. Pogba hefur nú spilað 10 leiki með Manchester-liðinu og lítið sýnt að hann sé peninganna virði, þó hann hafi vissulega skorað tvö í Evrópudeildinni í vikunni. Hann er dýrasti knattspyrnumaður heims og hefur fengið að vera djúpur miðjumaður, sóknarsinnaður og jafnvel Wayne Rooney hefur þurft að setjast á bekkinn til að koma Pogba í gang. Vissulega sást því bregða fyrir í leiknum gegn Liverpool hvað hann er ofboðslega góður í fótbolta. En heilt yfir var hann slakur líkt og það sem af er tímabilinu. Kannski eru væntingarnar sem gerðar eru til hans bara allt of miklar. Hann er jú ekki nema 23 ára.Paul Pogba í leiknum á móti Stoke.Vísir/Getty#Pogback snerist um endurkomu hans til Old Trafford en það sem af er leiktíðinni hefur lítið verið að frétta. Það er allavega meira að frétta af hárinu á honum en frammistöðunni á vellinum, svo mikið er ljóst. Þess má geta að hárið á honum hefur verið ljóst. Þaðan kemur reiði stuðningsmanna. Glyslegur lífsstíll hans og sífelldar breytingar á hárstíl er farið að fara í taugarnar á stuðningsmönnum. Rétt eins og í svo mörgu öðru þá þarf að vinna sér inn montrétt.Pogba skrifaði undir samning við Man. Utd sem færir honum um 290 þúsund pund, 41 milljón króna, á viku.Mourinho byrjaði að nota Pogba sem frekar varnarsinnaðan miðjumann í 4-2-3-1 leikkerfinu. Hann var frábær í einum hálfleik gegn Leicester þar sem hann skoraði sitt eina mark í deildinni fyrir rauðu djöflana með skalla. Hann hefur ekki enn búið til mark. Gegn Liverpool spilaði hann í tíunni, eins og það kallast. Hann virtist ekki í neinum takti við leikinn og aðrir leikmenn bíða eftir tækifæri sínu til að spila í þessari skemmtilegustu stöðu knattspyrnunnar. Það var líkt og þegar Pogba mætti til að taka þátt í sóknarleiknum, þá var sóknin búin að færa sig annað. Hann var alltaf skrefi á eftir.Paul Pogba.Mynd/Nordic Photos/GettyKröfurnar eru miklar til Pogba en það er enginn að búast við að hann skori yfir 20 mörk á hverju tímabili. Mourinho sagði sjálfur þegar Pogba var kynntur til leiks að hann byggist við góðri frammistöðu. Allt annað væri bónus. „Ég er ekki að búast við að hann sóli fimm varnarmenn og þrumi boltanum upp í skeytin. Ég býst við að hann velji rétta möguleikann og haldi tempói á okkar sóknarleik með einföldum hætti.“Nýlega sagði Jose Mourinho að hann ætti í engum erfiðleikum með að setja Pogba á bekkinn.Því miður fyrir Mourinho er ekkert af þessu að gerast. Og það er svolítið áhyggjuefni að leikmaður sem kostaði 12,5 milljarða króna skuli vera svona slakur á kostnað annarra sem þurfa að sætta sig við tréverkið. Þess má geta að Öryrkjabandalagið reiknaði eitt sinn að frítt heilbrigðiskerfi hér á landi myndi kosta um 6,5 milljarða á ári. Pogba hefur aðeins fundið netmöskvana einu sinni í deildinni. Það er ekki góð tölfræði en mörk hafa svo sem aldrei verið hans aðalsmerki. Áður en hann gekk í raðir Manchester-liðsins hafði hann skorað 34 mörk í 178 leikjum með Juventus.Pogba er ekki hræddur við að skarta nýju og óhefðbundnu útliti.Hann hefur heldur ekki lagt upp mark það sem af er þótt hann hafi vissulega reynt. Zlatan Ibrahimovic hefði auðvitað átt að skora gegn Liverpool eftir tilþrif Pogba. Hann var með 32 stoðsendingar í 178 leikjum með Juventus. Hann er ekki einu sinni grófur það sem af er. Hann er með eitt gult spjald og hefur brotið af sér 15 sinnum. Í einvígjum hefur hann aðeins unnið 66 af 120. Miðað við styrk hans þá má gera meiri kröfur. Miklu meiri. Af 465 sendingum hans hefur hann hitt á samherja í 82,5% tilfella en aðeins 12 sendingar hafa búið til færi. Pogba er frábær með boltann og þegar hann kemst á ferðina stoppa hann fáir þótt margir hafi reynt. Fimm af 21 skoti hans hafa ratað á rammann og eina markið hans í deildinni kom með höfðinu. Þó að fótbolti sé ekki tölfræðiíþrótt þá eru tölurnar ekki góðar hjá Pogba og hann er langt frá því að standa undir 89 milljóna punda verðmiðanum. Stuðningsmenn Manchester-liðsins vona að frammistaða hans í Evrópudeildinni snúi þessu við og Pogba sé loksins kominn til baka.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fleiri fréttir „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Sjá meira
Það er kannski spurning fyrir Paul Pogba að hætta að reyna vinna Saloon D’or og setja metnað sinn á Baloon D’or,“ skrifaði reiður stuðningsmaður Manchester United á Twitter eftir leik liðsins gegn Liverpool. Pogba hefur nú spilað 10 leiki með Manchester-liðinu og lítið sýnt að hann sé peninganna virði, þó hann hafi vissulega skorað tvö í Evrópudeildinni í vikunni. Hann er dýrasti knattspyrnumaður heims og hefur fengið að vera djúpur miðjumaður, sóknarsinnaður og jafnvel Wayne Rooney hefur þurft að setjast á bekkinn til að koma Pogba í gang. Vissulega sást því bregða fyrir í leiknum gegn Liverpool hvað hann er ofboðslega góður í fótbolta. En heilt yfir var hann slakur líkt og það sem af er tímabilinu. Kannski eru væntingarnar sem gerðar eru til hans bara allt of miklar. Hann er jú ekki nema 23 ára.Paul Pogba í leiknum á móti Stoke.Vísir/Getty#Pogback snerist um endurkomu hans til Old Trafford en það sem af er leiktíðinni hefur lítið verið að frétta. Það er allavega meira að frétta af hárinu á honum en frammistöðunni á vellinum, svo mikið er ljóst. Þess má geta að hárið á honum hefur verið ljóst. Þaðan kemur reiði stuðningsmanna. Glyslegur lífsstíll hans og sífelldar breytingar á hárstíl er farið að fara í taugarnar á stuðningsmönnum. Rétt eins og í svo mörgu öðru þá þarf að vinna sér inn montrétt.Pogba skrifaði undir samning við Man. Utd sem færir honum um 290 þúsund pund, 41 milljón króna, á viku.Mourinho byrjaði að nota Pogba sem frekar varnarsinnaðan miðjumann í 4-2-3-1 leikkerfinu. Hann var frábær í einum hálfleik gegn Leicester þar sem hann skoraði sitt eina mark í deildinni fyrir rauðu djöflana með skalla. Hann hefur ekki enn búið til mark. Gegn Liverpool spilaði hann í tíunni, eins og það kallast. Hann virtist ekki í neinum takti við leikinn og aðrir leikmenn bíða eftir tækifæri sínu til að spila í þessari skemmtilegustu stöðu knattspyrnunnar. Það var líkt og þegar Pogba mætti til að taka þátt í sóknarleiknum, þá var sóknin búin að færa sig annað. Hann var alltaf skrefi á eftir.Paul Pogba.Mynd/Nordic Photos/GettyKröfurnar eru miklar til Pogba en það er enginn að búast við að hann skori yfir 20 mörk á hverju tímabili. Mourinho sagði sjálfur þegar Pogba var kynntur til leiks að hann byggist við góðri frammistöðu. Allt annað væri bónus. „Ég er ekki að búast við að hann sóli fimm varnarmenn og þrumi boltanum upp í skeytin. Ég býst við að hann velji rétta möguleikann og haldi tempói á okkar sóknarleik með einföldum hætti.“Nýlega sagði Jose Mourinho að hann ætti í engum erfiðleikum með að setja Pogba á bekkinn.Því miður fyrir Mourinho er ekkert af þessu að gerast. Og það er svolítið áhyggjuefni að leikmaður sem kostaði 12,5 milljarða króna skuli vera svona slakur á kostnað annarra sem þurfa að sætta sig við tréverkið. Þess má geta að Öryrkjabandalagið reiknaði eitt sinn að frítt heilbrigðiskerfi hér á landi myndi kosta um 6,5 milljarða á ári. Pogba hefur aðeins fundið netmöskvana einu sinni í deildinni. Það er ekki góð tölfræði en mörk hafa svo sem aldrei verið hans aðalsmerki. Áður en hann gekk í raðir Manchester-liðsins hafði hann skorað 34 mörk í 178 leikjum með Juventus.Pogba er ekki hræddur við að skarta nýju og óhefðbundnu útliti.Hann hefur heldur ekki lagt upp mark það sem af er þótt hann hafi vissulega reynt. Zlatan Ibrahimovic hefði auðvitað átt að skora gegn Liverpool eftir tilþrif Pogba. Hann var með 32 stoðsendingar í 178 leikjum með Juventus. Hann er ekki einu sinni grófur það sem af er. Hann er með eitt gult spjald og hefur brotið af sér 15 sinnum. Í einvígjum hefur hann aðeins unnið 66 af 120. Miðað við styrk hans þá má gera meiri kröfur. Miklu meiri. Af 465 sendingum hans hefur hann hitt á samherja í 82,5% tilfella en aðeins 12 sendingar hafa búið til færi. Pogba er frábær með boltann og þegar hann kemst á ferðina stoppa hann fáir þótt margir hafi reynt. Fimm af 21 skoti hans hafa ratað á rammann og eina markið hans í deildinni kom með höfðinu. Þó að fótbolti sé ekki tölfræðiíþrótt þá eru tölurnar ekki góðar hjá Pogba og hann er langt frá því að standa undir 89 milljóna punda verðmiðanum. Stuðningsmenn Manchester-liðsins vona að frammistaða hans í Evrópudeildinni snúi þessu við og Pogba sé loksins kominn til baka.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fleiri fréttir „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Sjá meira