Mótmæli skyggja á Evrópumeistaramótið Birta Björnsdóttir skrifar 29. maí 2016 19:30 Mótmæli og verkföll hafa staðið yfir í nokkrar vikur en þau eru tilkomin vegna breytinga franskra stjórnvalda á vinnumarkaðslöggjöfinni. Verkalýðssamtök telja þær vanhugsaðar, þær þrengi að launþegum og skerði réttindi þeirra. Verkalýðsfélögin benda jafnframt á að hin nýja löggjöf geri vinnuveitendum auðveldara um vik að ráða, reka og semja um kaup og kjör og vilja að hún verði dregin til baka. Stuðningur við Manuel Valls, forsætisráðherra landsins, fer þverrandi og mælist nú um 25 prósent. Þrátt fyrir það hefur hann gefið út að stjórnin muni hvergi kvika frá áætlunum sínum. „Ég ber virðingu fyrir verkalýðsfélögum CGT, ég þekki sögu þeirra, hvernig sú saga tengist sögu landsins, andspyrnuna, viljann til að veita verkamönnum réttindi, en CGT getur ekki stöðva landið, getur ekki sett lög," sagði Manuel Valls. Hluti verkalýðsfélaga landsins hefur boðað frekari aðgerðir í komandi viku meðan önnur ætla að sitja á sér. Stjórnvöld eru talin róa að því öllum árum að lægja öldurnar í landinu áður en Evrópumeistaramótið í knattspyrnu hefst um miðjan næsta mánuð. „Það er líka áhætta fyrir ríkisstjórnina ef landinu verður lokað. Þótt franska hagkerfinu gangi ekki vel núna er það ekki verkalýðsfélögunum að kenna. Þau vilja sannarlega ekki gera ástandið verra. Og svo er Evrópumótið auðvitað að byrja og þá beinist athyglin að Frakklandi með þessum alþjóðlega íþróttaviðburði. Að slík ringulreið verði í landinu gerir ekki margt gott fyrir ímynd Frakklands og ríkisstjórnarinnar svo samhengið vinnur augljóslega með málamiðlun," sagði Jean-Marie Pernot, stjórnmálafræðingur. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
Mótmæli og verkföll hafa staðið yfir í nokkrar vikur en þau eru tilkomin vegna breytinga franskra stjórnvalda á vinnumarkaðslöggjöfinni. Verkalýðssamtök telja þær vanhugsaðar, þær þrengi að launþegum og skerði réttindi þeirra. Verkalýðsfélögin benda jafnframt á að hin nýja löggjöf geri vinnuveitendum auðveldara um vik að ráða, reka og semja um kaup og kjör og vilja að hún verði dregin til baka. Stuðningur við Manuel Valls, forsætisráðherra landsins, fer þverrandi og mælist nú um 25 prósent. Þrátt fyrir það hefur hann gefið út að stjórnin muni hvergi kvika frá áætlunum sínum. „Ég ber virðingu fyrir verkalýðsfélögum CGT, ég þekki sögu þeirra, hvernig sú saga tengist sögu landsins, andspyrnuna, viljann til að veita verkamönnum réttindi, en CGT getur ekki stöðva landið, getur ekki sett lög," sagði Manuel Valls. Hluti verkalýðsfélaga landsins hefur boðað frekari aðgerðir í komandi viku meðan önnur ætla að sitja á sér. Stjórnvöld eru talin róa að því öllum árum að lægja öldurnar í landinu áður en Evrópumeistaramótið í knattspyrnu hefst um miðjan næsta mánuð. „Það er líka áhætta fyrir ríkisstjórnina ef landinu verður lokað. Þótt franska hagkerfinu gangi ekki vel núna er það ekki verkalýðsfélögunum að kenna. Þau vilja sannarlega ekki gera ástandið verra. Og svo er Evrópumótið auðvitað að byrja og þá beinist athyglin að Frakklandi með þessum alþjóðlega íþróttaviðburði. Að slík ringulreið verði í landinu gerir ekki margt gott fyrir ímynd Frakklands og ríkisstjórnarinnar svo samhengið vinnur augljóslega með málamiðlun," sagði Jean-Marie Pernot, stjórnmálafræðingur.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira