Lokað fyrir umferð að Sólheimajökli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2016 21:01 Sólheimajökull Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi hefur tekið ákvörðum um að loka fyrir umferð á veginum að Sólheimajökli, vegi nr. 221. Ennfremur hefur er nú óhemilt að ganga á jökulinn. Ákvörðunin er tekin vegna yfirstandandi jarðskjálftahrinu í Mýrdalsjökli og þeirrar óvissu sem er ríkjandi vegna þess. Verður ákvörðunin endurskoðuð síðdegis á morgun. Sólheimajökull skríður niður úr Mýrdalsjökli suðvestanverðum og er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Fyrr í kvöld lýsti Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli sem hófust um hádegisbilið 29. september. Vísindaráð almannavarna telur líklegt að hrinan stafi af kvikuhreyfingum í Kötlu, en enn hafa engin merki um gosóróa mælst. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarrás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila. Varað er við ferðum í og við jökulár sem renna frá Mýrdalsjökli. Sérstaklega má tiltaka Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að viðbragðsaðilar séi undirbúnir undir það að atburðarrásin geti farið hratt af stað gjósi Katla en eftirfarandi atburðarrásis eru taldar líklegastar af Almannavarnarnefnd. 1. Jarðskjálftahrinan hættir án frekari atburða. 2. Jökulhlaup kemur fram í ám vegna minniháttar eldgoss eða tæmingar á jarðhitakötlum. 3. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli sem nær að brjóta sér leið í gegnum jökulinn. Afleiðingar gætu verið jökulhlaup í ám sem renna frá jöklinum ásamt öskufalli. Sjá má veginn sem um ræðir, númer 221, á kortinu hér að neðan. Tengdar fréttir Stórir skjálftar í Kötlu í nótt Þrír stórir skjálftar mældust í Kötlu í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. september 2016 07:15 Katla lætur vita af sér Skjálfti um 3,9 á Richter mældist í sunnanverðri Kötluöskjunni í gær. Skjálftinn er sá stærsti í nokkrar vikur en mikil virkni stórra skjálfta hefur verið í Kötlu undanfarið. Þann 29. ágúst mældust stærri skjálftar, eða 4,5 og 4,6 á Richter. Það voru sterkustu skjálftar sem höfðu fundist í Kötlu síðan 1977. 27. september 2016 07:00 Óvissustigi lýst yfir vegna Kötlu Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli 30. september 2016 18:11 Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20 Katla hulin skýjum en fnykur af Múlakvísl Engar breytingar sáust á kötlunum í fyrradag. 30. september 2016 15:45 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur tekið ákvörðum um að loka fyrir umferð á veginum að Sólheimajökli, vegi nr. 221. Ennfremur hefur er nú óhemilt að ganga á jökulinn. Ákvörðunin er tekin vegna yfirstandandi jarðskjálftahrinu í Mýrdalsjökli og þeirrar óvissu sem er ríkjandi vegna þess. Verður ákvörðunin endurskoðuð síðdegis á morgun. Sólheimajökull skríður niður úr Mýrdalsjökli suðvestanverðum og er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Fyrr í kvöld lýsti Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli sem hófust um hádegisbilið 29. september. Vísindaráð almannavarna telur líklegt að hrinan stafi af kvikuhreyfingum í Kötlu, en enn hafa engin merki um gosóróa mælst. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarrás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila. Varað er við ferðum í og við jökulár sem renna frá Mýrdalsjökli. Sérstaklega má tiltaka Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að viðbragðsaðilar séi undirbúnir undir það að atburðarrásin geti farið hratt af stað gjósi Katla en eftirfarandi atburðarrásis eru taldar líklegastar af Almannavarnarnefnd. 1. Jarðskjálftahrinan hættir án frekari atburða. 2. Jökulhlaup kemur fram í ám vegna minniháttar eldgoss eða tæmingar á jarðhitakötlum. 3. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli sem nær að brjóta sér leið í gegnum jökulinn. Afleiðingar gætu verið jökulhlaup í ám sem renna frá jöklinum ásamt öskufalli. Sjá má veginn sem um ræðir, númer 221, á kortinu hér að neðan.
Tengdar fréttir Stórir skjálftar í Kötlu í nótt Þrír stórir skjálftar mældust í Kötlu í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. september 2016 07:15 Katla lætur vita af sér Skjálfti um 3,9 á Richter mældist í sunnanverðri Kötluöskjunni í gær. Skjálftinn er sá stærsti í nokkrar vikur en mikil virkni stórra skjálfta hefur verið í Kötlu undanfarið. Þann 29. ágúst mældust stærri skjálftar, eða 4,5 og 4,6 á Richter. Það voru sterkustu skjálftar sem höfðu fundist í Kötlu síðan 1977. 27. september 2016 07:00 Óvissustigi lýst yfir vegna Kötlu Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli 30. september 2016 18:11 Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20 Katla hulin skýjum en fnykur af Múlakvísl Engar breytingar sáust á kötlunum í fyrradag. 30. september 2016 15:45 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Stórir skjálftar í Kötlu í nótt Þrír stórir skjálftar mældust í Kötlu í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. september 2016 07:15
Katla lætur vita af sér Skjálfti um 3,9 á Richter mældist í sunnanverðri Kötluöskjunni í gær. Skjálftinn er sá stærsti í nokkrar vikur en mikil virkni stórra skjálfta hefur verið í Kötlu undanfarið. Þann 29. ágúst mældust stærri skjálftar, eða 4,5 og 4,6 á Richter. Það voru sterkustu skjálftar sem höfðu fundist í Kötlu síðan 1977. 27. september 2016 07:00
Óvissustigi lýst yfir vegna Kötlu Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli 30. september 2016 18:11
Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20
Katla hulin skýjum en fnykur af Múlakvísl Engar breytingar sáust á kötlunum í fyrradag. 30. september 2016 15:45