Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2016 14:20 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Vísir „Katla getur gosið litlum og penum gosum,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um mögulegt Kötlugos. Óvenju mikil virkni hefur verið í eldstöðinni Kötlu undanfarinn sólarhring og ákvað Veðurstofa Íslands að breyta litakóða fyrir Kötlu úr grænu í gult í hádeginu í dag. Margir óttast stórt Kötlugos og hafa ímyndað sér miklar hamfarir af því en Páll bendir á að ekki eru öll Kötlugos eintómar hamfarir. „Sennilega var Kötlugos árið 2011 án þess að nokkur tæki eftir því,“ segir Páll í samtali við Vísi um málið. Hann segir ómögulegt að spá fyrir um hversu stórt næsta Kötlugos verður. „Þetta er eins og öll eldfjöll, stundum gjósa þau litlum gosum og stundum fallegum gosum, stundum hættulegum gosum og stundum stórum gosum og Katla er engin undantekning frá því,“ segir Páll. Hann segir það vera einfalt mál að skálda rosalegar hamfarasögur varðandi Kötlu ef menn eru þannig sinnaðir. „En ég bendi á þrjá síðustu atburði sem líklega hafa verið gos í Kötlu. 1955, þá voru menn beint ofan á jöklinum á meðan gos stóð yfir án þess að taka eftir því. 1999, þá kom aftur svona atburður og flóð á Sólheimasandi. 2011, þá kom gosórói og svo hlaup sem tók brúna Múlakvísl. Það sást ekki til goss og sumir halda því enn fram að það hafi ekki verið neitt gos. Þannig að Katla getur gosið svo litlum gosum að við tökum ekki eftir því,“ segir Páll. Síðasta stórgos í Kötlu var árið 1918 og segir Páll bilið á milli stórra gosa í Kötlu vera orðið ansi langt núna. Hann bendir þó á að gosið sem varð í Grímsvötnum árið 2011 hafa verið miklu stærra gos en það sem varð í Eyjafjallajökli árið 2010 og olli talsverðum vandræðum út af öskufalli. „Þetta Grímsvatnagos sem varð árið 2011, það er kannski það sem kemst næst því að vera svipað eins og Kötlugosin hafa verið, þessi stærri. Þannig að við erum nú þegar búin að sjá sýnishorn af slíku gosi og það er allt í lagi að leggja áherslu á það í fréttaflutningnum. Menn eru alltaf að tala um þetta rosalega gos sem standi fyrir dyrum í Kötlu en við fengum sýnishorn af slíku gosi árið 2011 en það olli engum rosalegum vandræðum. Sú aska sem kom þar upp var svipuð gerðar og það sem má búast við úr venjulegu Kötlugosi.“ Tengdar fréttir Mesta virknin í Kötlu-hrinunni greindist í hádeginu: Litakóðanum breytt úr grænu í gult Veðurstofan segir engan gosóróa sýnilegan á þessari stundu. 30. september 2016 12:46 Vísindaráð fundar í Skógarhlíð vegna skjálftavirkni í Kötlu Mikil virkni hefur verið í eldstöðinni undanfarinn sólarhring. 30. september 2016 14:08 Vísindaráð almannavarna fundar: Katla virðist vera að ræskja sig Öflug jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðastliðinn sólarhring. 30. september 2016 11:44 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Fleiri fréttir Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Sjá meira
„Katla getur gosið litlum og penum gosum,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um mögulegt Kötlugos. Óvenju mikil virkni hefur verið í eldstöðinni Kötlu undanfarinn sólarhring og ákvað Veðurstofa Íslands að breyta litakóða fyrir Kötlu úr grænu í gult í hádeginu í dag. Margir óttast stórt Kötlugos og hafa ímyndað sér miklar hamfarir af því en Páll bendir á að ekki eru öll Kötlugos eintómar hamfarir. „Sennilega var Kötlugos árið 2011 án þess að nokkur tæki eftir því,“ segir Páll í samtali við Vísi um málið. Hann segir ómögulegt að spá fyrir um hversu stórt næsta Kötlugos verður. „Þetta er eins og öll eldfjöll, stundum gjósa þau litlum gosum og stundum fallegum gosum, stundum hættulegum gosum og stundum stórum gosum og Katla er engin undantekning frá því,“ segir Páll. Hann segir það vera einfalt mál að skálda rosalegar hamfarasögur varðandi Kötlu ef menn eru þannig sinnaðir. „En ég bendi á þrjá síðustu atburði sem líklega hafa verið gos í Kötlu. 1955, þá voru menn beint ofan á jöklinum á meðan gos stóð yfir án þess að taka eftir því. 1999, þá kom aftur svona atburður og flóð á Sólheimasandi. 2011, þá kom gosórói og svo hlaup sem tók brúna Múlakvísl. Það sást ekki til goss og sumir halda því enn fram að það hafi ekki verið neitt gos. Þannig að Katla getur gosið svo litlum gosum að við tökum ekki eftir því,“ segir Páll. Síðasta stórgos í Kötlu var árið 1918 og segir Páll bilið á milli stórra gosa í Kötlu vera orðið ansi langt núna. Hann bendir þó á að gosið sem varð í Grímsvötnum árið 2011 hafa verið miklu stærra gos en það sem varð í Eyjafjallajökli árið 2010 og olli talsverðum vandræðum út af öskufalli. „Þetta Grímsvatnagos sem varð árið 2011, það er kannski það sem kemst næst því að vera svipað eins og Kötlugosin hafa verið, þessi stærri. Þannig að við erum nú þegar búin að sjá sýnishorn af slíku gosi og það er allt í lagi að leggja áherslu á það í fréttaflutningnum. Menn eru alltaf að tala um þetta rosalega gos sem standi fyrir dyrum í Kötlu en við fengum sýnishorn af slíku gosi árið 2011 en það olli engum rosalegum vandræðum. Sú aska sem kom þar upp var svipuð gerðar og það sem má búast við úr venjulegu Kötlugosi.“
Tengdar fréttir Mesta virknin í Kötlu-hrinunni greindist í hádeginu: Litakóðanum breytt úr grænu í gult Veðurstofan segir engan gosóróa sýnilegan á þessari stundu. 30. september 2016 12:46 Vísindaráð fundar í Skógarhlíð vegna skjálftavirkni í Kötlu Mikil virkni hefur verið í eldstöðinni undanfarinn sólarhring. 30. september 2016 14:08 Vísindaráð almannavarna fundar: Katla virðist vera að ræskja sig Öflug jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðastliðinn sólarhring. 30. september 2016 11:44 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Fleiri fréttir Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Sjá meira
Mesta virknin í Kötlu-hrinunni greindist í hádeginu: Litakóðanum breytt úr grænu í gult Veðurstofan segir engan gosóróa sýnilegan á þessari stundu. 30. september 2016 12:46
Vísindaráð fundar í Skógarhlíð vegna skjálftavirkni í Kötlu Mikil virkni hefur verið í eldstöðinni undanfarinn sólarhring. 30. september 2016 14:08
Vísindaráð almannavarna fundar: Katla virðist vera að ræskja sig Öflug jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðastliðinn sólarhring. 30. september 2016 11:44